Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Undirmeðvitundin segirfólki margt um sjálft sigog í draumum birtastokkur fólk, staðir og
hlutir sem tákna ýmislegt í tilfinn-
ingalífi okkar. Geta verið vísbending
um það hvernig best er að vinna úr
málum,“ segir sr. Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir, prestur í Grafarvogskirkju
í Reykjavík, sem hefur unnið mikið
með drauma í sálgæsluviðtölum.
Í sálgæsluviðtöl hjá prestum
kirkjunnar leitar fólk af ýmsum
ástæðum. Sr. Arna leggur í upphaf
máls síns áherslu á að prestar séu
ekki sálfræðingar eða veiti fólki
meðferð. Þeirra sé að vera hlust-
andi, veita fólki stuðning og „koma í
Krists stað“ eins og þetta er gjarn-
an orðað. Að hlusta og sýna sam-
hygð er mörgum mikils virði og get-
ur gert fólki vandamálin auð-
leystari.
Jákvæðar martraðir
Prestarnir nálgast þetta hlut-
verk hver með sínu móti og Örnu
hefur reynst vel að ræða við fólk um
drauma þess. Í gegnum þá liggi oft
leiðin að kjarnanum.
„Stundum dreymir okkur
lausnir á ýmsum vandamálum sem
við erum að glíma við, það eru til
margar þekktar sögur um slíkt,“
segir Arna. „Birtingarmyndir
drauma eru annars margar. Sumir
draumar eru endurspeglun af okkar
daglega lífi, okkur dreymir eitthvað
sem gerðist daginn áður. Er sá at-
burður oft notaður sem efniviður
fyrir undirmeðvitundina að koma
ákveðnum skilaboðum á framfæri.
Stundum fær fólk líka martraðir og
þær hvet ég þau sem til mín leita að
líta jákvæðum augum. Martraðirnar
sýna það sem veldur þér mestu óör-
yggi í lífinu; það sem þú óttast
mest, og sem hugsanlega er hægt
að sigrast á.“
Í ljósmóðurhlutverki
Vinnu sína byggir Arna á kenn-
ingum Carls Gustafs Jungs um
samspil undir- og vökuvitundar.
Samkvæmt þeim eru draumar tákn-
ræn úrvinnsla manneskjunnar á
veruleika sínum, til dæmis tilfinn-
ingum, sjálfsmynd og afstöðu til
lífsins alls.
„Ég lít svo á að ég sé í nokkurs
konar ljósmóðurhlutverki. Segi fólki
ekki hvað draumar þess þýða, en
hjálpa því að skoða þá og laða fram
ákveðna túlkun á draumunum sem
geta gagnast fólki. Í undirmeðvit-
undinni býr oft mikil viska og í
draumunum felast skilaboð. Ég tek
þó skýrt fram að sálgæsla með
þessum formerkjum er ekki
draumaráðningar eins og flestir
þekkja þær, heldur er þetta vinna
með tilfinningar, segir Arna sem
kynntist draumavinnu sjálf þegar
hún var í viðtölum við Karólínu
Stefánsdóttur, fjölskylduráðgjafa á
Akureyri. Þá spurði Karólína skjól-
stæðing sinn um drauma sína – og
út frá því fóru þær saman að vinna
með ýmislegt í sjálfsmynd og af-
stöðu til heimsins út frá henni.
Sjálfa dreymir mig oft að ég sé að
missa af flugi eða eigi eftir nokkrar
mínútur að stíga í stólinn og jarða
manneskju sem ég veit engin deili á.
Einnig að ég eigi að spila einleik á
fiðlu með sinfóníuhljómsveit og þó
kann ég ekkert á hljóðfærið, segir
Arna og heldur áfram:
„Að vera á síðustu stundu með
allt í draumum tengi ég við þá ár-
áttu mína að fresta hlutunum. Ég
lifi alltaf svolítið á brúninni og segja
má að draumarnir mínir endur-
spegli það. Ef þig dreymir Siggu
frænku sem var alltaf reið og bitur
getur slíkt verið áminning til þín um
þá sömu lesti, sem þú þarft að yfir-
stíga.“
Til viðbótar við sálgæslu hefur
Arna Ýrr fjallað um drauma á nám-
skeiðum í Grafarvogskirkju og víð-
ar. Eru þau námskeið í grunninn
jafningjavinna hvar fólk greinir frá
viðhorfum sínum og vitund og kryf-
ur inntak draumanna til mergjar –
sér til þekkingar og sálubótar.
Einnig hefur hún haldið fyrirlestra
um málefnið og verður einmitt einn
slíkur í Grafarvogskirkju 20. febr-
úar kl. 17.30. Sá fyrirlestur er öllum
opinn og ókeypis.
Mætum skuggahliðinni
„Tákn í draumum eru ein-
staklingsbundin,“ segir sr. Arna.
„Að dreyma kött getur haft
ólíka merkingu fyrir fólk með ólíkar
tilfinningar og afstöðu gagnvart
köttum. Alla drauma þarf því að
túlka í samvinnu við manneskjuna
sjálfa og út frá aðstæðum hennar og
upplifunum. Þannig eru allir
draumar einstaklingsbundnir, þótt í
þeim geti líka birst tákn með algilda
merkingu,“ segir Arna. „Við mæt-
um til dæmis oft „skugganum“ okk-
ar, sem er eiginlega skuggahlið okk-
ar sjálfra, gjarnan manneskja af
sama kyni og við sjálf, en á ein-
hvern hátt skuggaleg eða ógnandi.
Önnur tákn eru til dæmis hús eða
farartæki, sem tákna gjarnan líf
manns og aðstæður á einhvern hátt.
Það að missa tennur eða neglur, að
fljúga eða leggja á flótta eru líka
þekkt tákn og skilaboð í draumum,“
segir Arna og bætir við að lokum:
„Mikilvægast er að muna að
sérhver manneskja er sérfræðingur
í sínu lífi og sínum draumum, og í
sálgæslu þarf jafnan að koma til
móts við fólk á þess eigin for-
sendum. Mannfólkið er eins ólíkt og
það er margt.“
Draumarnir eru leiðin að kjarnanum
Sálgæsla með sérstöðu!
Draumar í svefni endur-
spegla líf í vöku. Prestur í
Grafarvogi vinnur með
fólki í erfiðum aðstæðum
og í samtölum fer hún
óvenjulega leið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Prestur „Í undirmeðvitundinni býr viska,“ segir Arna Ýrr Sigurðardóttir sem stundar þó ekki draumaráðningar.
Thinkstock.com
Framsýni Tákn í draumum eru einstaklingsbundin og fólk er ólíkt.
Margt er í deiglunni í Eyjum um þess-
ar mundir en 1. janúar síðastliðinn
voru hundrað ár frá því að Vest-
mannaeyjar fengu kaupstaðarrétt-
indi og verður þess minnst með ýms-
um hætti út afmælisárið. Fyrr í
þessari viku var opnuð sýning í Ein-
arsstofu þar sem saga Eyjanna er
skoðuð með augum grunnskóla-
barna.
Sérstakur hátíðarfundur í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja verður í dag
fimmtudaginn, 14. febrúar. kl. 18 en
þá er liðin rétt öld frá fyrsta bæjar-
stjórnarfundinum. Fundurinn verður í
bíósal Kviku, gamla félagsheimilinu
við Heiðarveg. Ýmsir viðburðir tengd-
ir afmælinu verða svo allt árið, en að-
alhátíðin verður 5. júlí og tengd ár-
legri hátíð þegar goslokanna árið
1973 er minnst eins og löng hefð er
orðin fyrir.
Nú á föstudaginn, 15. febrúar,
verður bæjarstjórnarfundur unga
fólksins í samstarfi við Grunnskóla
Vestmannaeyja. Á sunnudaginn, 17.
febrúar, verður svo málþing í bíósal
Kviku; Nútíð, fortíð og framtíð Vest-
mannaeyja – tækifæri og ógnanir. Íris
Róbertsdóttir, bæjarstjóri setur þing-
ið en frummælendur eru dr. Ágúst
Einarsson, prófessor og fyrrverandi
rektor Háskólans á Bifröst, sem talar
um samspil atvinnulífs og menning-
ar, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, talar
um tækifærin sem liggja í ferðaþjón-
ustunni, dr. Hólmfríður Sveinsdóttir,
frumkvöðull og stofnandi Protis ehf.
á Sauðárkróki ræðir mikilvægi vís-
inda og nýsköpunar í sjávarútvegi,
Ásgeir Jónsson, adjunkt við Háskól-
ann í Reykjavík og umsjónarmaður
Haftengdrar nýsköpunar segir frá ný-
sköpun og menntun í Bláa hagkerfinu
og Tryggvi Hjaltason hjá CCP og for-
maður Hugverkaráðs spyr Hvernig
átt þú að tryggja að Vestmannaeyjar
sigri framtíðina?
Málþingsstjóri er Sara Sjöfn Grett-
isdóttir, ritstjóri Eyjafrétta.
100 ára kaupstaðarafmæli í Vestmannaeyjum
Hátíðarfundur
og málþing um
framtíðarmál
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flug Fagur er Vestmannaeyjabær.
Ágúst Einarsson Íris Róbertsdóttir
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Ný sundföt
frá Panache