Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 16

Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Ídag eru 49 læknar í sérnámi íheimilislækningum á Íslandi,16 á landsbyggðinni og 33 áhöfuðborgarsvæðinu og von- andi bera heilbrigðisstofnanir og stjórnvöld gæfu til að halda áfram að styðja og styrkja framhaldsnám í heimilislækn- ingum og stuðla þannig að far- sælli framtíð heilsugæslunnar. Heilsugæslan á Íslandi er eitt- hvað sem við Ís- lendingar tökum sem sjálfsögðum hlut og það er kannski einmitt eins og það á að vera. Langflestir eru sammála um að réttur til heilsugæslu eigi að vera fyrir alla, alltaf og alls staðar og hún greidd úr sameiginlegum sjóðum. Uppbygging frá um 1970 Á síðustu áratugum höfum við byggt upp heilbrigðiskerfið hér- lendis m.a. með uppbygging heilsu- gæslunnar sem hófst um og eftir 1970. Ungir og áhugasamir læknar fóru í sérnám til útlanda til að verða heimilislæknar og á landsbyggðinni voru byggðar heilsugæslustöðvar af myndarskap. Uppbygging heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu var hægari og árum saman voru ekki til stöður á höfuðborgarsvæðinu fyrir heimilis- lækna sem voru að ljúka námi og vildu koma heim. Þannig var skort- ur á mannskap á tímabilum ekki endilega vegna þess að heimilis- læknar voru ekki til heldur líka vegna þess að það voru ekki til stöður og tregða til að fjölga þeim enda kostar alltaf að bæta í heilbrigðisþjónustu. Hvort þetta ástand dró úr áhuga ungra lækna á heimilislækningum er sennilega of- ureinföldum og ástæðurnar fyrir of fáum heimilislæknum á Íslandi örugglega fleiri og flóknari. Ætti að vera grunnstoð Umhugsunarvert er af hverju við leggjum ekki meiri áherslu á að reyna að fjölga heimilislæknum á Íslandi. Við vitum að heilbrigðis- kerfi með sterka frumþjónustu og heilsugæslu farnast venjulega betur bæði hvað varðar árangur og kostn- að. Sterk heilsugæsla ætti því að vera grunnstoð heilbrigðisþjónust- unnar og sterk heilsugæsla verður ekki til nema með góðri mönnun vel menntaðra heimilislækna að öðrum starfsstéttum ólöstuðum. Í heimilislækningum er lögð áhersla á að heilsugæslan og heim- ilislæknirinn séu að jafnaði fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu. Heimilislæknar eru fjölhæfir læknar sem geta leyst úr flestum vandamálum sem upp koma en leggja þess utan mikla áherslu á heilsuvernd. Heimilislæknar þekkja venjulega vel til skjólstæðinga sinna og fylgja oft fjölskyldum í gegnum gleði og sorg og þau kynni leiða til samfellu og þekkingar sem kemur að góðum notum þegar þarf að sinna jöfnum höndum bráðum og langvinnum heilsuvanda. Heimilis- læknar leitast einnig við að leið- beina skjólstæðingum sínum, þurfa oft að samhæfa eftirlit og meðferð í samstarfi við annað fagfólk og því er samvinna við aðra sérfræði- lækna, hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk mjög mikilvæg til að tryggja viðeigandi þjónustu. Þekking, færni og skilningur Heimilislæknar á Íslandi eru með langt nám að baki, 6 ára háskóla- nám í læknadeild og síðan tekur við kandídatsár, það er að minnsta kosti eins árs starfsnám sem kandí- dat og loks 5 ára framhaldsnám og sérhæfing í heimilislækningum. Í framhaldsnámi í heimilislækn- ingum eru uppi kröfur um þekk- ingu, færni, viðhorf og skilning á heimilislækningum og námið er að mestu starfsnám sem fer fram í heilsugæslunni sem og á sjúkra- húsum og auk þess er hluti námsins fræðilegur og einnig er krafa um rannsókna- eða gæðaverkefni. Hér áður fyrr þurftu ungir læknar að sækja sér framhaldsmenntun í heimilislækningum erlendis en síð- ustu tvo áratugi hefur byggst upp sérnám hérlendis að fyrirmynd ná- grannaríkja og eins og svo oft höf- um við Íslendingar nýtt okkur þekkingu og kosti vestan hafs og austan og skipulagt nám sem er með því besta sem þekkist á Norð- urlöndum og víðar. Tækifæri til þjálfunar Heilsugæslan gegnir mikilvægu hlutverki í að mennta sérnáms- lækna í heimilislækningum auk þess að taka þátt í menntun nýút- skrifaðra lækna á svokölluðu kandí- datsári og einnig læknanema, hjúkrunarfræðinema og ljós- mæðranema. Öllum þessum nemum er venjulega mjög vel tekið af skjól- stæðingum og starfsfólki heilsu- gæslunnar, mikill skilningur á mik- ilvægi tækifæra til þjálfunar og einnig er afar ánægjulegt og gef- andi að stuðla að þroska ungs fólks í námi. Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum Thinkstock/Getty Images Heilsa Umhugsunarvert af hverju við leggjum ekki meiri áherslu á að fjölga heimilislæknum, segir í greininni. Unnið í samstarfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Elínborg Bárðardóttir, umsjónarmaður sérnáms í heimilislækningum við Þró- unarsetur íslenskrar heilsugæslu. Elínborg Bárðardóttir Jón Kr. Ólafsson dægurlagasöngv- ari frá Bíldudal á 60 ára sviðs- afmæli um þessar mundir og í tilefni af því verða haldnir tónleikar í sal FÍH við Rauða- gerði í Reykjavík á morgun föstudag 15. febrúar kl. 20:30. Jón hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi en á tónleikunum verða fluttar klassískar söngperlur og dægurlög sem Jón Kr. hefur sungið í gegnum tíðina. Auk Jóns mun hópur söngvara; þau Ingimar Oddsson, Kristján Jóhanns- son, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir, Geir Ólafsson, Gunnar Björn Jónsson, Guðmundur Karl Eiríksson, Anna Sig- ríður Helgadóttir og Hlöðver Sigurðs- son, koma fram. Kynnir verður Anna Sigríður Einarsdóttir. Miðasala er á tix.is. 60 ára sviðsafmæli Perlur Jóns Jón Kr. Ólafsson Nú í meistaramán- uði, eins og febr- úar er stundum kallaður, efnir Ferðafélag Íslands til heilsuátaks fyr- ir þá sem vilja koma sér af stað og byrja að ganga sér til heilsubótar eftir að hafa verið lengi í kyrrstöðu eða glímt við veik- indi. Verkefni þetta nær raunar fram í marsmánuð sem er reyndar auka- atriði, meginmálið er að fólk komi sér af stað og geti með æfingum náð heilsubót og styrk. Gengið er tvisvar í viku, á mánudög- um kl. 17.50 er mæting við Árbæjar- laugina í Reykjavík og þá farið um Elliðaárdalinn. Þar eru markaðar gönguleiðir um fallegt og fjölbreytt landslag enda nýtur það mikilla vin- sælda meðal útivistarfólks. Á fimmtu- dögum, það er í dag, verður mætt á sama tíma, eða laust fyrir klukkan 18, nærri verslun Bauhaus við Vestur- landsveg og þá farið um stíg sem ligg- ur að skógræktarsvæði Mosfellinga í Hamrahlíð í Úlfarsfelli. „Þetta verkefni nú í meistaramánuðinum hentar vel þeim sem vilja komast í form eða eru í endurhæfingu, eins og er raunin með mig. Vegna slyss í fyrra hef ég lítið getað hreyft mig að undanförnu en er núna allur að komast á skrið. Þessar göngur henta mér því vel. Svo má líka segja frá því að með okkur í fyrstu göngunum var fólk sem hafði ekki hreyft sig lengi og var orðið stirt,“ segir Reynir Traustason sem er annar tveggja umsjónarmanna þessa verk- efnis. Hinn er Ólafur Sveinsson. Meistaramánuður Kyrrstaðan skal rofin Reynir Traustason · 8 Vöruflokkar · 200 PLU númer · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · Rafrænn innri strimill · Mjög auðveld í notkun. Verð kr. 49.900,- LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · 99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · íslenskur strimill · Mjög auðveld í notkun. Verð kr. 74.900,- · 99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · íslenskur strimill · Mjög auðveld í notkun. Verð kr. 79.900,- A217BXE-A207BXE-A147B ÖRUGGAR OG ENDINGARGÓÐAR 40 ÁR Á ÍSLANDI SJÓÐVÉLAR XE- Netverslun ORMSSON Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 | Laugardaga kl. 11-15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.