Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ögmundur Jónasson, fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, er nú staddur í Tyrklandi þar sem hann talar máli Kúrda og mannréttinda al- mennt, eins og hann orðar það. Ög- mundur kom til Tyrklands í byrjun vikunnar og á mánudaginn hitti hann forsvarsmenn HDP flokksins, Lýð- ræðisfylkingarinnar, sem er flokkur Kúrda, í Ankara. Þá hitti hann sömu- leiðis fulltrúa mannréttindasamtaka og verkalýðshreyfingar. Ögmundur segir að fróðlegt en jafnframt óhugnanlegt hafi verið að hlýða á mál þeirra, en yfir 250 þús- und landsmanna sitja í fangelsi af pólitískum ástæðum og um 800 þús- und hafa verið sviptir frelsi eða frelsi þeirra takmarkað. Vakti það athygli Ögmundar að margt fylgdarfólk hans þurfti að tilkynna yfirvöldum um ferðir sínar, sumir daglega og aðrir tvisvar á dag. Krafa um friðarviðræður fangelsissök Aðspurður segir Ögmundur að engin svör hafi borist við beiðni hans um fund með dómsmálaráðherra Tyrklands, Abdul-hamid Gül. Í bréfi Ögmundar var vakin athygli ein- angrunarvist Öcalans, leiðtoga Kúrda, en honum hefur verið haldið í einangrunarfangelsi í tuttugu ár. „Menn bíða þess nú hvort tyrk- nesk yfirvöld sýni einhvern vilja til að koma til móts við kröfur fólks sem snúast fyrst og fremst um að rjúfa einangrun Öcalans, óskoraðs leið- toga Kúrda. Það er litið svo á að hann sé lykillinn að friðarviðræðum, en við skulum ekki gleyma því að krafan um að taka upp friðarviðræður við Kúrda og Öcalan er fangelsissök. Nýlega leyfðu yfirvöld bróður hans að hitta hann í fimmtán mínútur. Fyrir það hafði enginn fengið að hitta hann frá 2016 og hann hefur ekki fengið að hitta lögfræðinga frá árinu 2011. Þetta er alveg yfir- gengilegt ástand,“ segir Ögmundur í samtali við Morgunblaðið. Dauði fyrirsjáanlegur Í gær hélt Ögmundur ásamt sam- ferðamönnum sínum til Diyarbakir í Suð-austanverðu Tyrklandi en á þá borg líta Kúrdar sem höfuðborg sína í Tyrklandi. Þar hitti hann Leylu Güven sem var á 98. degi sínum í svelti til að mótmæla einangrun Öcalans og pólitískum fangelsunum í landinu. „Hún er alveg aðframkomin. Dauði hennar er fyrirsjáanlegur,“ sagði Ögmundur en Güven var flutt á sjúkrahús síðdegis í gær eftir að henni hafði hrakað. Ástandinu víða mótmælt Ögmundur segir að vaxandi spennu gæti í Tyrklandi vegna svelti- mótmæla pólitískra fanga þar og kröfunnar um að einangrun Öca- lands verði aflétt og pólitískum föng- um sleppt úr haldi. Á morgun, 15. febrúar, verða einmitt tuttugu ár lið- in frá því Öcalan var hnepptur í varð- hald og settur í einangrun. „Það er mikið að gerast núna. Í ýmsum bæjum og borgum í Suð- austur-Tyrklandi eru að hefjast mót- mæli og samstöðufundir. Þeim fjölg- ar sem eru í mótmælasvelti í fang- elsum, þeir eru 318 núna en voru talsvert færri. Fleiri eru líka í mót- mælasvelti. Við heimsóttum í Strass- borg 14 manns sem hafa verið í mót- mælasvelti þar síðan um miðjan desember.“ Ástandið í Tyrklandi „yfirgengilegt“  Ögmundur Jónasson talar máli Kúrda og mannréttinda í Tyrklandi  Hitti Leylu Güven sem nálg- ast hundraðasta dag sinn í mótmælasvelti  Tveir áratugir frá því Öcalan var hnepptur í varðhald Í Tyrklandi Ögmundur Jónasson talar máli Kúrda og mannréttinda í Tyrklandi. Til vinstri er hann við hlið Leylu Güven en til hægri í viðtali í gær. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 8 7 5 16 0 2 / 18 Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn föstudaginn 8. mars 2019 á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl 16:00. DAGSKRÁ FUNDARINS 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu 3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu 5. Kosning stjórnar félagsins 6. Kosning endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum: a. Lækkun hlutafjár – ógilding eigin hluta sem leiðir til breytinga á 2. gr. samþykkta. b. Lagt er til að komið verði á fót tilnefningarnefnd þar sem hlutahafafundur kýs tvo fulltrúa og stjórn tilnefnir einn. 8. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd 9. Heimild til kaupa á eigin bréfum 10. Önnur mál löglega fram borin Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning Hluthafar eiga rétt á að leggja fram mál og/eða ályktunartillögur fyrir fundinn ef gerð hefur verið skrifleg eða rafræn krafa um það eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. í síðasta lagi kl. 16:00 þriðjudaginn 26. febrúar 2019. Hafi hluthafar krafist þess að tiltekið mál eða ályktun verði tekin fyrir verða endanleg dagskrá og tillögur uppfærðar á vefsíðu félagsins eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfundinn. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig að á aðalfundarvef félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu atkvæða, form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Aðrar upplýsingar Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að samþykktabreytingum, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæðafjölda í félaginu á boðunardegi sem og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á aðalfundarsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Hluthöfum er bent á að skv. samþykktum félagsins skal tilkynna skriflega, minnst sjö dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal framboðstilkynningum skilað til stjórnar í síðasta lagi föstudaginn 1. mars 2019 kl. 16:00. Það sama gildir um framboð í tilnefningarnefnd. Hægt er senda inn framboð á netfangið compliance@icelandairgroup.is Sitjandi stjórnarmenn í Icelandair Group, að Ásthildi Otharsdóttur undanskilinni, hafa lýst yfir vilja til að gefa kost á sér til endurkjörs á aðalfundi. Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn, föstudaginn 22. febrúar 2019 kl. 16:00. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 15:30. Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins, www.icelandairgroup.is/agm Reykjavík, 14. febrúar 2019, stjórn Icelandair Group hf. AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.