Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Ein kenning er að hörð veður hafi
gert það að verkum að fuglinn hafi
verið of þreyttur til að kaga eftir
æti. Það stenst varla því veturinn
mun ekki hafa verið sérlega harður
og ef þetta hefði við rök að styðjast
ætti fuglinn líka að hafa rekið ann-
ars staðar á land. Þá hefur fuglinn
ekki verið ataður í olíu eða grút,
samkvæmt frétt AFP.
Tegund í nokkurri hættu
Á heimasíðu Náttúrufræðistofn-
unar segir að langvía verpi allt í
kringum norðurhvel jarðar. Hér
verpur hún í um 20 byggðum og eru
þær langstærstu í Látrabjargi og
við Hornvík. Langvía er staðfugl að
mestu en hingað leita auk þess fær-
eyskir og breskir fuglar á vetrum.
Íslenski langvíustofninn taldi um
690 þúsund pör 2006−2008 og hafði
fækkað um 29% frá fyrra stofnmati
kringum 1985. Fækkunin var mest
suðvestanlands, töluverð á Vest-
fjörðum og Langanesi, lítil breyting
var í Drangey og Grímsey en fjölg-
un í Skrúði og Papey.
Langvía er flokkuð sem tegund í
nokkurri hættu (VU), segir á heima-
síðu Náttúrufræðistofnunar.
Mengun Hermenn hreinsa fjörur í
Hollandi í ársbyrjun eftir að flutn-
ingaskip missti fjölda gáma.
Samþykkt var einróma í bæjarstjórn
Kópavogs í fyrradag að lækka laun
bæjarstjórnarfulltrúa um 15%, eða
sem nemur 53.094 krónum. Fara
laun fulltrúanna því úr 353.958 krón-
um í 300.864 krónur. Laun fyrir setu
í öðrum nefndum og ráðum haldast
hins vegar óbreytt. Laun bæjarfull-
trúa hækkuðu síðast í fyrra, en þá
voru þau hækkuð um 30%.
Greint er frá ákvörðun bæjar-
stjórnar í tilkynningu frá bæjar-
félaginu, en þar er jafnframt tekið
fram að laun bæjarstjóra hafi lækk-
að um 15% í júní á síðasta ári að ósk
bæjarstjóra. Kom hún í kjölfar um-
fjöllunar um að laun bæjarstjórans
höfðu hækkað um 612 þúsund krón-
ur yfir árið, úr 1,9 milljónum upp í
tæpar 2,5 milljónir. Með 15% lækk-
un væru laun hans því um 2,1 millj-
ón.
Hafði Kópavogsbær áður fryst
laun bæjarfulltrúa vegna umdeildra
hækkana kjararáðs á þingfararkaupi
í nóvember 2016, en sú ákvörðun
hafði áhrif á laun bæjarfulltrúa í
Kópavogi sem tóku mið af þingfara-
kaupi. Í stað þess að fylgja fordæmi
kjararáðs var þá sett af stað endur-
skoðun á launakjörum bæjar-
fulltrúanna og var niðurstaða þess á
þeim tíma sú að laun bæjarfulltrúa
myndu hækka um 30% í stað 44%.
Morgunblaðið/Ómar
Kópavogur Launalækkunin var
samþykkt einróma í bæjarstjórn.
Laun bæj-
arfulltrúa
lækkuð
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
hafa vísað bílaleigunni ProCar ehf.
úr samtökunum og fara fram á eft-
irlitsúttekt til að eyða óvissu um
sölu notaðra bílaleigubíla. Tilefnið
er umfjöllun fréttaskýringarþáttar-
ins Kveiks á RÚV í fyrrakvöld þar
sem fjallað var um bílaleiguna
ProCar ehf. Í þættinum kom fram
að tugþúsundir kílómetra hafi verið
teknir af akstursmælum í tugum
bíla.
„Forsvarsmenn umræddrar bíla-
leigu hafa þegar gengist við brot-
unum í yfirlýsingu. Er ljóst að um
víðtæk brot er að ræða sem snúa að
fjölda bíla um nokkurra ára bil.
Samtök ferðaþjónustunnar for-
dæma umrædd brot og árétta að
auk þess að blekkja og brjóta alvar-
lega á rétti einstaklinga og lögaðila
sem í góðri trú hafa keypt notaða
bíla af viðkomandi bílaleigu, skekkir
slík brotastarfsemi samkeppnis-
stöðu bílaleiga í landinu,“ segir í til-
kynningu frá SAF í gær.
Þar er áréttað að innan raða sam-
takanna starfi fjöldi bílaleiga sem
stundi ábyrgan og heiðarlegan at-
vinnurekstur. „Ólíðandi er að brot
eins fyrirtækis varpi óréttmætum
skugga á allar bílaleigur í landinu.
Samtök ferðaþjónustunnar standa
fyrir fagmennsku og gæði og líða
ekki brot sem þessi.
Umrædd bílaleiga er aðili að
SAF. Í ljósi alvarleika málsins hef-
ur stjórn SAF ákveðið einróma að
vísa fyrirtækinu úr samtökunum á
grundvelli 5. gr. laga SAF þar sem
segir að stjórn SAF geti vikið fél-
aga úr samtökunum „vegna alvar-
legs brots gegn lögum samtakanna,
landslögum eða venjum er varða
góða viðskiptahætti,“ segir þar enn-
fremur.
Leggja SAF áherslu á að stjórn-
völd og eftirlitsaðilar hlutist til um
að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öll-
um bílaleigum sem hafa starfsleyfi,
með tilviljanakenndu úrtaki innan
hverrar bílaleigu. Þar verði kannað
hvort samningar um sölu á bílum í
eigu bílaleiga séu í samræmi við
kílómetratalningu í leigusamn-
ingum.
Bílaleigunni Procar vísað úr SAF
Farið fram á eftirlitsúttekt til að eyða óvissu um sölu notaðra bílaleigubíla