Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 30
urðar. Einar heldur áfram og segir að þegar Sigurður slasaðist hafi fleiri lent í erfiðleikum og nokkrir af skip- verjunum hafi farið á kaf. Við það hafi annar skipverji slasast á fæti og einn skipverji unnið mikið þrekvirki þegar hann náði að halda skipsfélaga sínum sem kominn var út fyrir borðstokk, með annarri hendi, standandi á klakabrynju á meðan stórsjór gekk yfir skipið. Einar og Ragnar segja að Mar- teinn skipstjóri hafi kallað hvern og einn skipverja til sín og útskýrt hversu alvarleg staðan væri og sagt að nú þyrftu allir að leggja sig alla fram til þess að eygja von um að lifa óveðrið af. Einar og Ragnar segja fumlaus vinnubrögð yfirmanna skips- ins og traust þeirra á körlunum um borð hafa gert það að verkum að þeir voru ekki hræddir. Ragnar sem hvorki átti fjölskyldu né foreldra tel- ur að það hafi hjálpað sér að hugsa ekki of mikið um dauðann og sama segir Einar sem ekki var kominn með fjölskyldu. Allir eru sammála um að erfitt hafi verið að fylgjast með leit- inni að Júlí frá Hafnarfirði sem fórst með 30 manna áhöfn ekki langt frá þeim. Þeir voru meðvitaðir um að sömu örlög gætu beðið þeirra. Lítill tími til að hafa áhyggjur Þórður sem átti eiginkonu, barn og annað á leiðinni segir að það hafi ekki skipt máli hvort menn ættu fjöl- skyldu eða ekki. Það hafi lítill tími gefist til þess að hugsa um það. „Auðvitað flaug ýmislegt í gegnum hugann og ég var hræddur mest allan tímann, en það var ekkert annað í boði en að gera allt til þess að lifa af,“ segir Þórður sem upplifði ekkert eitt augnablik erfiðara en annað. Einar hélt hins vegar í eitt skipti að allt væri búið. „Ég var í stiga sem liggur upp á brú- arþakið að aðstoða við lagfæringar á loftnetsmastrinu þegar skipið valt á þá hlið. Ég náði einhvern veginn að ríg- halda mér í stigann sem var einn kla- kabunki og sem við nálguðumst sjóinn meira þá hugsaði ég „Já, verður þetta svona.“ Nafni minn Björnsson sagði að þessu loknu að við værum ekki feigir,“ segir Einar og Ragnar bætir við að hann hafi verið á leiðinni niður í vél þegar enn ein holskeflan kom yfir togarann og sjórinn fossaði inn. Hann hafi stokkið aftur á steis því hann vildi frekar deyja hratt í mínus þriggja gráðu sjónum en lokast inni í skipinu. Ísingin á skipinu var orðin svo mik- il á sunnudag að Þórður, Jón Gríms- son, annar vélstjóri og Marteinn skip- stjóri komu sér saman um að ekkert væri annað í stöðunni en að freista þess að brenna davíðurnar af. Þórður og Jón ásamt Einari og Ragnari fóru í það verk. Það var mikið hættuspil þar sem rekkverkið var farið og dekkið afturá glerhált auk þess sem togarinn valt sitt á hvora hliðina og sjór gekk yfir hann. Verkið tók sex til sjö tíma. Á meðan héldu aðrir í áhöfninni áfram að berja klaka af skipinu. „Hugmynd þremenninganna varð okkur til lífs,“ segja Einar og Ragnar. Þórður kemur inn í samtalið og lýsir því þegar Marteinn skipstjóri freist- aði þess að snúa Þorkeli mána og koma honum á lensið. „Það vildi ekki betur til en svo að rétt áður en skipið náði að snúa sér fékk það undir sig sjó og lagðist á hlið- ina.“ Einar og Ragnar taka undir með Þórði að á þessum tímapunkti hefði hættan verið mest. Allt var keyrt í botn og Þorkell máni náði að rétta sig við. „Hann hefði aldrei náð því ef ekki hefði verið kröftug díselvél um borð og davíðurnar hefðu enn verið á hon- um, segir Ragnar og Einar og Þórður taka í sama streng. Skipverjarnir þrír segja að sér hafi ekki orðið meint af hrakningunum. Allir fóru þeir strax aftur á sjóinn en Ragnari leið ekki vel í brælum, ísing fór illa í Þórð og Einar dreymdi erfiða drauma um hríð. Í um sólarhring náðist ekki sam- band við Þorkel mána. Togarinn Mars náði að lokum sambandi og hélt sér í sjónlínu við togarann eftir það. „Það veitti öryggiskennd, við viss- um að þeir gætu ekkert gert til að bjarga okkur en áhöfnin gæti a.m.k sagt frá örlögum okkar, segir Þórður og Ragnar skýtur inn í að menn hafi lítið talað saman á heimleiðinni. „Það voru allir svo þreyttir, flestir höfðu staðið vaktina í 72 tíma en ein- hverjir urðu örmagna og fóru á taug- um sem eðlilegt er,“ segir Einar sem man enn hversu þreyttur hann var. Mannskaði Togarinn Júlí fórst í Nýfundalandsveðrinu 1959 með 30 manna áhöfn. 39 börn misstu föður sinn í slysinu, mikil og víðtæk leit var gerð að Júlí. Hrakningar Davíðum, björgunarbátum, rekkverki og ýmsu öðru var hent í sjóinn til þess að halda Þorkeli mána á floti í ofsaveðri.Davíður Óvenju sverar davíður voru um borð í Þorkeli mána. 30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Skip sem lentu í erfið- leikum og háska í Ný- fundnalandsveðrinu 1959 voru Þorkell máni RE, sem bjargaðist með 32 manna áhöfn eftir þriggja sólarhringa hrakninga, Pétur Hall- dórsson sem lenti í vandræðum líkt og Þor- kell máni en komst í skjól, Gerpir sem fékk á sig brotsjó suður af Hvarfi og Bjarni riddari, Júní og Harðbakur sem lentu í erfiðleikum. Togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst og var talinn af 17. febrúar 1959. Um borð var 30 manna áhöfn á aldrinum 16 til 48 ára sem lét eftir sig samtals 39 börn frá nokkurra vikna gömlum til 15 ára. Júlí-slysið var með meiri sjó- slysum sem orðið höfðu á Íslandi. Í Þormóðsslysinu 1943 fórst 31 og í Halaveðrinu 1925 fórust 68 menn á tveimur togur- um. Mikil leit var gerð að Júlí og tóku þátt í henni björgunarflug- vélar og bandarískar flotaflugvélar, veður- skip og rússneskir verksmiðjutogarar. Leitarsvæðið var yfir 70.000 fersjómílur. Leitað var frá Íslandi, Kanada, Bandaríkj- unum og Nýfundna- landi. 13 manns var bjargað af Cape Dauphin frá Kanada en 16 fórust með Blue Wave frá Kanada og Meletia frá Spáni fórst með allri áhöfn. Hans Hedtoft frá Grænlandi fórst með 40 manna áhöfn og 55 farþegum við Græn- land daginn eftir að Þorkell máni lét úr höfn 29. janúar, og tveimur dögum eftir að skipið kom til hafnar fórst vitaskipið Hermóður með 12 manns. Júlí fórst með 30 skipverjum NÝFUNDNALANDSVEÐRIÐ Hetja Marteinn Jónas- son, skipstjóri á Þorkeli mána RE 205. 60 ár frá ofsaveðrinu á Nýfundnalandsmiðum www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Margverðlaunuð baðvifta Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A) Innbyggður raka-, hita- og hreyfiskynjari. Vinnur sjálfvirkt 3W
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.