Morgunblaðið - 14.02.2019, Side 32
VIÐTAL
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Njörður Sæberg Jóhannsson á
Siglufirði, sem undanfarin ár hefur
verið að skrá báta- og skipasögu
Fljóta og Siglufjarðar, með því að
gera nákvæm líkön af helstu fleyjum
sem þar úti fyrir klufu hafflötinn
fyrr á tímum, þar sem tomman er
fetið, þ.e.a.s. í hlutföllunum 1 á móti
12, lauk á dögunum við eitt í viðbót
og nú fyrsta þilskip Ólafsfirðinga.
Það bar heitið Gestur. Og afrakst-
urinn er hinn glæsilegasti eins og
var og er með öll hin, allt er unnið of-
an í minnstu smáatriði, jafnt neðan
þilja sem ofan. Meira að segja grjót-
ið í ballestina var sótt inn í Ólafs-
fjörð. Efniviður líkansins er greni,
en öll bönd þó úr eik, og naglar eru á
fjórða þúsund talsins.
Breytingin er hins vegar sú að
þúsundþjalasmiðurinn gengur ekki
heill til skógar, frekar en við smíði
líkansins sem hann gerði þar áður,
Blika, því hendurnar eru að missa
allan næmleika sökum taugasjúk-
dóms. Sjálfur lýsir hann því þannig
að það sé eins og hendurnar séu all-
ar klæddar leðri og þar undir sé
stöðugur náladofi. Engan sem lítur
það sem af þeim kemur myndi þó
gruna hið sanna. Og nú er kappinn
farinn að huga að næsta verki,
hvergi banginn.
Af skipasmíðaættum
Njörður er fæddur á Siglufirði ár-
ið 1945, hefur búið þar alla tíð og á
ættir að rekja til mikilla skipasmiða.
Hann lærði múrverk í Iðnskólanum
á Siglufirði, fékk síðar meistararétt-
indi og starfaði eftir það sjálfstætt,
en hafði jafnframt tekið fagteikn-
ingar í trésmíði.
Fyrsta líkanið sem Njörður smíð-
aði var Úlfur, sem Þorsteinn í Haga-
nesvík átti, svo gerði hann lítinn ára-
bát handa sjálfum sér og ætlaði að
hætta eftir það, en gat ekki. Þá
komu Marianna, Bæringur SK 5,
sem Páll Árnason á Ysta-Mói smíð-
aði 1898 fyrir Einar Hermannsson á
Molastöðum, og síðan annar Bær-
ingur sem langafi Njarðar í föður-
ætt, Ásgrímur Sigurðsson, smíðaði
upphaflega 1894, og eftir það gerði
hann Vonina og Óskina, þá Sigurvin,
bát Gústa guðsmanns, síðan Blíð-
haga, Skagaströnd, Hraunaskipið,
Hákarl/Haffrúna, Fljóta-Víking,
Álku, Ugga, Jóhönnu, Blika, Lata-
Brún, rúffskipið Farsæl, Blika og
núna Gest.
Upphaflega danskur
„Það sem ég veit um þetta skip,
sem ég var að ljúka við, er, að það
voru kaupmenn á Austurlandi sem
eignuðust það fyrst,“ segir Njörður.
„Friðrik Jónsson, kenndur við
Syðri-Bakka á Hjalteyri við Eyja-
fjörð, álítur að það hafi verið smíðað
í Danmörku. Afturhlutinn bendi ein-
dregið til þess og eins hitt, að allt
skipið var saumað úr eir. Það fór á
milli Austfjarða og alveg norður fyr-
ir, til Raufarhafnar og sennilega til
Húsavíkur, og var látið safna skreið í
sig, auk þess að vera með eitthvað af
verslunarvöru. Það voru bara tvær
kojur við aftanvert dekkhúsið, svo
var smá upphækkun og þaðan pallar
aftur í gafl, og þar var þessi varn-
ingur geymdur; þetta er ekki svona
á líkaninu mínu, því skipinu var síðar
breytt til hákarlaveiða og ég miða
við þann tíma. Það voru engar
skilrúmsfjalir
í því meðan
austanmenn
áttu það en
þegar var
komið með það
á Siglunes til
lagfæringa og
breytinga voru
sett í það tvö
bjálkaskilrúm í
hvora síðu og skilrúm-
sfjalir og skipt að hluta
til, þ.e.a.s. um miðjuna,
um efsta borðið báðum
megin; þar hefur senni-
lega komist vatn á milli listans sem
er utan á skipinu og byrðingsins,
farið upphaflega í gegnum
lensportin, náð að setjast
og borðin þar af leiðandi
fúnað. Þetta var ekkert
óalgengt á súðbyrð-
ingum.“
Eigendur að Gesti
eftir að hann kemur
að austan og fer í
yfirhalninguna á
Siglunesi eru
Björn Gísla-
son, bóndi á
Ytri-Á í
Ólafs-
firði,
Finnur Gíslason, bóndi á Bursta-
brekku í Ólafsfirði, og Jón Þorkels-
son, bóndi í Skarðsdal í Siglufirði.
Gestur kom á Siglunes 4. maí 1857
og viðgerð lauk 28. maí 1857.
Sama dag kom hann inn til
Ólafsfjarðar og var þar
á legu.
„Það er mjög
erfitt að
finna ná-
kvæmlega uppruna þessa skips,
hvar í Danmörku það hefur verið
smíðað, en líkur benda til þess að
það hafi verið smíðað í Fredriks-
havn, eftir byggingarlaginu að
dæma,“ segir Njörður. „Það var 40
fet á lengd eða 12 metrar og 20
sentímetrar og það var skráð rúm-
lega 12 tonn en það hefur borið tölu-
vert meira. Breytingarnar sem voru
gerðar voru til mikilla bóta.“
Langalangafi skoðaði fleyið
„Langafi minn, Kristján Jónsson í
Lambanesi í Fljótum, sagði mér að
tengdafaðir hans, Sæmundur Jóns-
son, bóndi og skipstjóri á Ysta-Mói í
Flókadal, Felli og Efra-Haganesi,
hefði átt erindi á Siglunes þegar
nýbúið var að setja Gest upp þar og
hefði skoðað skipið mjög vandlega.
Bestu lýsingarnar sem ég á eru frá
Kristjáni og syni hans, Valgarði;
hann var búinn að skrifa á blöð
nokkrar lýsingar af þessum gömlu
skipum sem langafi minn hafði séð
og einnig hafði hann skrifað niður
eftir tengdaföður sínum. Og þegar
afi minn, Jón Kristjánsson, varð sjö-
tugur og Valgarður kom í afmælið
hans, þá kom hann með skókassa
með þessum upplýsingum.“
Gestur var alltaf gerður út á há-
karl eftir að hann kom í Ólafsfjörð,
og var skilrúmaður með það í huga,
smíðaðar í hann rennur, bætt tveim-
ur kojum aftan við, þar sem versl-
unarvörurnar áðurnefndar höfðu
verið geymdar, þannig að í honum
voru alls sex kojur. Um borð voru 10
menn, sex hásetar voru á dekki í
einu og þrír í koju fjóra tíma í senn
og uppi á dekki í átta tíma. Vaktir
voru þrískiptar. Skipstjórinn gekk
ekki þessar vaktir, heldur fór í koju
eftir þörfum.
Nafnið á skipinu er til komið af
fyrsta hlutverki þess, segir Njörður,
að safna skreið hjá mönnum, þá töl-
uðu þeir um að nú væri að koma
gestur. Farið var með skreiðina
til Seyðisfjarðar.
„Hvort það voru
danskir kaupmenn
eða Steinbach
sem áttu Gest í
upphafi veit ég ekki
en hjá honum vann
kaupmaður sem kom svo
síðar til Siglufjarðar með
verslun og þegar hann fór
héðan skuldaði hann Siglunes-
bændum fé og munnmæli segja að
þeir hafi haft milligöngu um að fá
skipið keypt, þótt það væri komið til
ára sinna, til að jafna út skuldina og
hafi borgað eitthvað á milli og svo
selt það til Ólafsfjarðar eftir við-
gerðina,“ segir Njörður.
Árið 1872 var Gestur horfinn úr
Ólafsfirði og sennilega ónýtur.
Nákvæmnisverk Óskiljanlegt er að þetta sé verk manns sem hefur nær enga tilfinningu í hönd-
um. Skýringin er að hluta sú að allar tangir sem hann notar eru öfugar, þ.e. hann þrýstir ekki á
til að loka þeim heldur er með þær opnar, grípur utan um hlutinn, sleppir takinu og þær lokast.
Kojur Hér er búið að taka aftara dekkhúsið á Gesti af svo að sést í stiga, kojur og matarkistur.
Líkanið er eins og skipið leit út eftir að hafa verið breytt á Siglunesi í maí árið 1857, úr skreiðar-
og verslunarskipi í hákarlaskip. Í líkaninu eru t.d. eirnaglar eins og í fyrirmyndinni.
Líkan af fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga
Gestur var upphaflega í eigu kaupmanna á Austfjörðum Líklega smíðaður í Danmörku
Breytt í hákarlaskip í maí 1857 á Siglunesi Allt unnið ofan í minnstu smáatriði hjá Nirði Sæberg
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Þúsundþjalasmiður Njörður Sæberg Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað mörg skipslíkön í gegnum tíðina.
Glæsifley Eiginkona Njarðar, Björg Einarsdóttir, hefur bæsað allan viðinn í Gesti,
auk þess að sauma seglin. Njörður sá um uppsetninguna. Þá hefur Sigríður Olga
Magnúsdóttir, dýralæknir í Danmörku, aðstoðað við að útvega alla nagla í líkanið.
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019