Morgunblaðið - 14.02.2019, Page 35
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
RÉTTURHLUTHAFA TIL AÐ FÁMÁL SETT
ÁDAGSKRÁHLUTHAFAFUNDAROGKOSNING
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með nægilegum fyrirvara til
að unnt sé að takamál til meðferðar á fundinum. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir
eigi síðar en 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16.00 mánudaginn 25. febrúar 2019.
Nánari upplýsingar umþátttöku og atkvæðagreiðslu er að finna á heimasíðu félagsins.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins
njóta ekki atkvæðisréttar. Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð eða
greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara
kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er
að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til
félagsins.
AÐRARUPPLÝSINGAR
Endanleg dagskrá svo og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur
félagsins og allar tillögur, verða hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins og munu
jafnframt liggja frammi á skrifstofu félagsins. Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. a.
hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um
framboð til stjórnar.
Tillaga tilnefningarnefndar félagsins um tilnefningar stjórnarmanna mun liggja fyrir
tveimur vikum fyrir aðalfund. Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar
verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Reykjavík, 13. febrúar 2018,
stjórnOrigo hf.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn
er að finna á origo.is
AÐALFUNDURORIGOHF.
7.MARS 2019 KL. 16.00
í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37
1 Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár
2 Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun umhvernig fara skuli
með hagnað félagsins á reikningsárinu
3 Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum skv.
endurkaupaáætlun sem felur í sér breytingu á grein 2.1
í samþykktum félagsins
4 Tillaga stjórnar um að breyta grein 5.1 í samþykktum félagsins þannig
að stjórn verði framvegis skipuð 5mönnumog engum varamanni
5 Ákvörðun umþóknun til stjórnarmanna
6 Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu (óbreytt)
7 Kosning stjórnar
8 Kosningendurskoðanda
9 Tillögur frá hluthöfum
10 Tillaga stjórnar umheimild til kaupa á eigin hlutum
sbr. 55. gr. hlutafélagalaga
11 Önnurmál
Samstarfsráðherrar Norðurlanda
komu saman nýverið til fundar í
Reykjavík þar sem samþykkt var
framkvæmdaáætlun um hreyfan-
leika fólks á milli landa. Er mark-
miðið að gera fólki auðveldara að
flytja til annars norræns ríkis til að
starfa, reka fyrirtæki, stunda nám
eða eiga þar heima. Var þetta fyrsti
fundur samstarfsráðherranna á for-
mennskutíma Íslands.
Sigurður Ingi Jóhannsson er sam-
starfsráðherra Norðurlanda fyrir Ís-
lands hönd. Í svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins
segir Sigurður
Ingi að mikill
stuðningur sé
innan Norður-
landanna, bæði
Norrænu ráð-
herranefndar-
innar og Norður-
landaráðs, við
þau áform að
taka upp sameig-
inleg rafræn skil-
ríki sem gildi á NB8 svæðinu svo-
nefnda, sem eru Norðurlöndin og
Eystrasaltsríkin.
„Það er hluti af pólitískum vilja að
greiða götu íbúa Norðurlandanna
milli landa, og gera lífið auðveldara
og skilvirkara. Norðurlöndin hafa
sett sér það sameiginlega markmið
að vera samþættasta svæði í heimi,
þar sem fólk og fyrirtæki geta auð-
veldlega fært sig á milli, og rafræn
skilríki eru hluti af því,“ segir Sig-
urður Ingi en ítrekar að ekki sé ver-
ið að taka upp ný rafræn skilríki,
heldur snúist verkefnið um að Norð-
urlöndin og Eystrasaltsríkin viður-
kenni rafræn skilríki hvert annars.
Þannig gætu Íslendingar notað þau
rafrænu skilríki sem þeir notast við í
dag gegnum farsímann.
„Þetta gerir líf íbúa Norður-
landanna einfaldara, ekki síst þeirra
sem búa í öðrum ríkjum. Nú fer til
dæmis töluverður tími hjá fólki sem
er ekki með ríkisfang að fá kenni-
tölu í því ríki sem það býr í. Það get-
ur tekið langan tíma og verið krefj-
andi,“ segir Sigurður Ingi og bætir
við að þetta geti auðveldað lífið
verulega fyrir þá mörg þúsund Ís-
lendinga sem búi á hinum löndunum
á Norðurlöndum, s.s. námsmenn.
Bent er á í svari ráðherra að
meira og minna öll opinber þjónusta
sé orðin aðgengileg með rafrænum
hætti, eins og skattframtölin, um-
sóknir um skólavist, rafræna lyf-
seðla o.fl.
Nýtt fyrirkomulag er hlutfallslega
talið mikilvægara fyrir Ísland en
mörg önnur ríki þar sem svo margir
Íslendingar búa í Skandinavíu. Einn-
ig kæmi þetta sér vel fyrir Norður-
landabúa búsetta á Íslandi og fólk
frá Eystrasaltsríkjunum, þannig eru
ríflega 4.000 Litháar hér á landi.
Byrjar á þessu eða næsta ári
„Spennandi verður að sjá hvernig
þetta verkefni þróast. Mér segir svo
hugur um að þegar þetta er komið í
gagnið muni koma upp ýmis mál, en
líka alls kyns möguleikar í þá veru
að auka rafræna þjónustu við fólk,“
segir ráðherra.
Vinnuhópur hefur verið að störf-
um við undirbúning verkefnisins.
Hefur Hagstofa Íslands m.a. átt sæti
í þeim hópi. Taka þarf á ýmsum
lagalegum og tæknilegum álita-
málum en Sigurður Ingi segir þeirri
vinnu miða vel.
Ráðherraráð um stafræna væð-
ingu, sérstakt ráðherraráð sem var
sett upp tímabundið til að sjá um þau
mál og fjármálaráðherra situr í,
mun hittast á Íslandi í maí og fara
yfir stöðuna. Vonir standa til að
verkefninu verði hrint í framkvæmd
í lok árs eða byrjun næsta árs.
bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fólk á ferð Auðvelda á för fólks á milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.
Auðvelda á för á
milli Norðurlanda
Geti notað rafræn skilríki landanna
Sigurður Ingi
Jóhannsson