Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Sá sem þetta ritar hefur í nokkrum grein- um gert að umræðu- efni hvernig regluverk Evrópusambandsins hefur spunnið þéttan vef um aðildarríki þess. Nú er svo komið að jafnvel kröftugustu lýðræðisríki Evrópu – svo og Evrópusam- bandið sjálft – virðast standa ráðþrota gagnvart því verk- efni að finna ásættanlega lausn á þeirri lýðræðislegu ákvörðun að ganga úr sambandinu. Þessi sorglega staðreynd varðar okkur Íslendinga. Með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu er tekið við tilskipunum ESB um mál- efni, sem varða æ fleiri stjórn- málaleg viðfangsefni og tengjast æ minna hinum upphaflega samningi um aðild okkar að fjórfrelsinu. Gangverkið í þessari aðlögun er að mínu mati orðið svo vélrænt að það vekur spurningar um fullveldi okk- ar. Gangverk klukkunnar Það vekur því óneitanlega athygli mína þegar Björn Bjarnason, fyrr- verandi ráðherra, kýs einmitt klukk- una til að lýsa ferlinu, sem við hófum með aðild að EES. „Klukkan verður ekki færð aftur fyrir 2003 í orku- málum“ segir Björn í bloggi sínu þann 29. janúar, og tekur fram að í orkumálum hafi verið teknar stefnu- mótandi ákvarðanir til framtíðar ár- ið 2003. Þegar við gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu fór sem sagt klukkan að tifa. Enginn stöðvar tímans þunga nið, eins og Davíð orti. Tíminn markar okkur örlög. Hann mælist best með hárnákvæmum, vél- rænum hætti. Ekki hefur Michel Barnier, aðal- samningamanni ESB í Brexit- þvarginu, hugkvæmst að benda Theresu May á að „klukkan verði ekki færð aftur fyrir 1973“ þegar staðfestar voru stefnumótandi ákvarðanir um aðild Breta að ESB. Sennilega er það vegna þess að Bar- nier áttar sig á því að regluverk stjórnmála er annað en klukkunnar. Þess utan hefur talsvert vatn runnið til sjávar frá því merka ári. Sá Björn Bjarnason, sem ég þekkti sem vopnabróður minn í stjórnmálum og met mikils, aðhyllist ekki – mér vitanlega – vél- ræna örlagahyggju í líkingu við tímans rás. Stjórnmál eru hvorki vélræn né verður þeim líkt við gangverk klukkunnar, þótt emb- ættismönnum þætti það eflaust auðveldara viðfangs en skrykkj- óttur vettvangur lýð- ræðisins. Margt sem gerjast í stjórnmálum minnir meira á straumfræði vatnsins en gangverk klukkunnar. Upphaf tímatalsins? Árið 2003 var eflaust merkilegt ár. En það var ekki upphaf tímatals í orkumálum Íslendinga. Það ár var samþykkt tilskipun 2003/54/EB um sameiginlegar reglur um innri mark- að fyrir raforku (oftast kölluð önnur raforkutilskipun ESB). Sú tók við af fyrsta orkupakkanum frá árinu 1996. Í aðdraganda þess að annar orkupakkinn var samþykktur, urðu umræður á Alþingi um þá stefnu ESB að stuðla að því að innan sam- bandsins kæmist á virkur markaður fyrir raforku. Björn vitnar til ræðu, sem ég flutti árið 2000 af þessu til- efni sem framsögumaður utanríkis- málanefndar Alþingis. Telur hann að ég hafi borið lof á það frelsi orku- viðskipta, sem þar var til umræðu. Það er rétt hjá honum. Langtímastefna í orkumálum Það er einnig rétt að minnast þess að á þessu sama ári lauk ég við skýrslu Þingmannasamtaka Evr- ópuráðsins um langtímastefnu ríkja ráðsins í orkumálum. Sú skýrsla var unnin í þeim tilgangi að freista þess að samræma áherslur aðildarríkj- anna í orkumálum, ef þess væri nokkur kostur. Ljóst var að meðferð fjölmargra ríkja Evrópu á geisla- virkum úrgangi var með öllu óvið- unandi. Hugmyndir um að koma upp söfnunarstöðum fyrir slíkan úrgang, sem þá höfðu komið fram, voru í meira lagi vafasamar. Þar á móti kom að kjarnorka var mikilvæg orkulind fyrir margar Evrópuþjóðir. Gilti það einkum um Frakka, en einnig um Þjóðverja og Breta. Á þessum árum voru átta þjóðir að leita eftir aðild að Evrópusamband- inu og hlutu þær aðild árið 2004. Kjarnorka var í nokkrum þessara landa mikilvægur þáttur orkuöfl- unar, en tæknilegir vankantar voru á framleiðslunni fyrir utan geislavirka úrganginn. Eftir Chernobyl-slysið varð mjög erfitt að útvega fé til að vinna að tækninýjungum í kjarn- orkuvinnslu, sem þó voru taldar mögulegar. Niðurstaðan í þessu starfi að lang- tímastefnu ríkja Evrópuráðsins varð sú að um skýrsluna náðist samstaða allra fulltrúa aðildarríkja Evrópu- ráðsins innan Vísinda- og tækni- nefndar Evrópuráðsþingsins (sjá Committee on Science and Techno- logy, Council of Europe, Parliament- ary Assembly, Doc. 8653, 21. febrúar 2000: Basis of an Energy Strategy for Europe). Stjórn þings Evrópu- ráðsins ákvað hins vegar að sam- þykkja skýrsluna, en ræða hana ekki í þinginu. Það þýddi að skýrslunni var stungið undir stól og hafði hún sem slík engin áhrif á orkumál aðild- arríkja Evrópuráðsins. Orkumál Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna Þótt þessi málsmeðferð væri mér persónulega mikil vonbrigði, kom það ekki í veg fyrir að ég fékk tals- verða innsýn í orkumál Evrópu. Varðaði það ekki síst nýfrjálsu ríkin, sem sóttust eftir aðild að Evrópu- sambandinu. Þegar umræðan fór fram á Alþingi, var mér ofarlega í huga mikilvægi þess að þessi ríki fengju aðgang að orkumarkaði og orkuflutningakerfi ESB, sem verið var að leggja grunn að á þessum ár- um. Vék ég að því í máli mínu. Sá að- gangur var mikilvægur þáttur í að- lögun þessara ríkja að markaðsaðstæðum þróaðri ríkja Evrópu. Var gert ráð fyrir að aðlög- unin auðveldaði nýfrjálsu ríkjunum að efla hagvöxt. En ég gat þess einn- ig að orkumarkaður ESB tengdist ekki Íslandi og hefði því takmörkuð áhrif hér á landi. Í góðri trú Á þessum árum höfðum við Björn Bjarnason báðir stuðlað að því að Ís- land gerðist aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu. Ég hafði stutt þá aðild í góðri trú og treysti því að regl- urnar, sem við urðum aðilar að og kenndar voru við fjórfrelsið, væru þannig úr garði gerðar að þær giltu jafnt fyrir stór og smá ríki. Þetta traust beið hnekki þegar Bretar beittu Íslendinga hryðju- verkalögum og frystu eignir, ekki aðeins einkabankanna, heldur og ís- lenska ríkisins. Með aðgerðunum var frelsi til fjármagnsflutninga kippt úr sambandi á einni nóttu. Á þessum tíma var ég sendiherra Íslands í París. Ég varð var við það að jafnvel orðvörustu embættismenn franskir veltu því fyrir sér hvort ekki hefðu verið brotin lög á Íslendingum með þessum aðgerðum. Ég sendi um þetta trúnaðarskýrslur til íslenska utanríkisráðuneytisins og reiknaði með að það hefði áhuga á því að mál- ið yrði rannsakað frekar. En engin fyrirmæli bárust og var sem þessar trúnaðarskýrslur væru lítils virði. Eftirlitsaðili með EES-ríkjunum, eftirlitsstofnunin ESA, ákvað að hefja málsókn gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Að því máli gerðist ESB aðili (mig minnir að um þessa aðild hafi verið notað orðalagið „meðalgönguaðili“) og lýsti yfir stuðningi við kröfur ESA. Niður- staða EFTA-dómstólsins var sú að íslensk stjórnvöld hefðu ekki brotið lög EES. Þegar orðalag dómsorðs- ins er skoðað er erfitt að komast hjá því að gagnálykta að athæfi bresk- ara og hollenskra stjórnvalda gegn Íslendingum hafi verið með öllu ólöglegt. Framkvæmdastjórnin vanrækir skyldur sínar Eftirlitsaðili með hugsanlegum brotum Breta og Hollendinga gegn Íslandi var framkvæmdastjórn ESB. Framkvæmdastjórninni var skylt að rannsaka málið frá þeirri hlið. Ef um lögbrot var að ræða bar henni að lög- sækja Breta og Hollendinga fyrir Evrópudómstólnum. Hefði slík mál- sókn borið árangur er ekki útilokað að Ísland hefði öðlast grundvöll til að krefjast skaðabóta. En Framkvæmdastjórnin rann- sakaði ekki málið. Það eina sem birt- ist af hálfu hennar var yfirlýsing sem eignuð var Michel Barnier. Þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp úr- skurð sinn, var Barnier sá fram- kvæmdastjóri ESB, sem fór með innri markaðsmál og þjónustu. Hann sagði að dómsniðurstaðan breytti engu og tók fram að hann héldi fast við skilning sinn á innistæðu- tilskipun ESB. Ég fékk síðar tækifæri til að inna skrifstofustjóra stækkunarskrif- stofu ESB, Stefano Sannino, um ástæðu þess að málið hefði ekki verið rannsakað á sínum tíma. Hann sagði í fyrstu umferð, að þegar vinaþjóðir eins og Bretar og Íslendingar ættu í hlut, blandaði framkæmdastjórnin sér ekki í málið. Hann viðurkenndi þó, þegar ég gekk á hann, að fram- kvæmdastjórnin ætti í málaferlum við margar þjóðir vegna brota á reglum ESB. Ég endurtók þá fyrir- spurn mín um ástæður þess að málið var ekki rannsakað, en það varðaði grundvallarhagsmuni Íslands og réttindi innan EES. Við því fékkst ekkert svar annað en vingjarnlegt bros. Hægindaákvæði í stjórnarskrá Íslands Ýmis dæmi eru þekkt um ESB- reglur, sem brotnar hafa verið at- hugasemdalaust af stærri ríkjum ESB. Þess er hins vegar krafist að smærri ríki virði reglurnar og hefur verið gripið til harðra ráðstafana ef þau hlýða ekki. Mál af þessu tagi hafa sannfært mig um að innan ESB gildi mjög takmörkuð virðing fyrir réttindum aðildarríkja, ef þau stang- ast á við hagsmuni hinna stærri. Ég hef því misst það traust til ESB, sem ég bar – að óreyndu – til sambands- ins, þegar við gengum til samninga við ESB um EES. Við Björn Bjarnason höfum oftast haft svipaða afstöðu til aðildar að ESB. Við höfum verið á móti aðild Íslands að sambandinu. Nú hafa komið fram hugmyndir um að breyta stjórnarskrá Íslands með þeim hætti að inn í hana komi hægindaákvæði, sem heimili framvegis innleiðingu tilskipana EES og það fullveldisafsal sem í þeim kann að felast. Þessu er hreyft undir því yfirskyni að þar sé um að ræða eðlilega þátttöku í al- þjóðasamstarfi. Mér finnst ekki laust við að verið sé að finna sér- kennilegan bakdyrainngang í það samband sem nú virðist vera ill- mögulegt eða ómögulegt að yfirgefa. Eftir Tómas I. Olrich »Mál af þessu tagi hafa sannfært mig um að innan ESB gildi mjög takmörkuð virðing fyrir réttindum aðildar- ríkja, ef þau stangast á við hagsmuni hinna stærri. Tómas Ingi Olrich Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Tíminn og vatnið Andstæður Fagurgræn jurt virtist þrífast vel í ísnum um hávetur, en þegar betur var að gáð reyndist jurtin sú vera manngerð, úr plasti og á valdi vindsins kalda er næddi um klakann. Hari Um aldabil hefur lestur bóka verið Íslendingum hug- leikinn. Að kunna að lesa markaði lengi stöðu ein- staklingsins í samfélaginu. Þekkingarmiðlun og öflun fór þá aðeins fram með töluðu máli eða með lestri ritaðs máls og gefur því augaleið að kunnátta í lestri og ritun skapaði viðkomandi ákveðna yfirburði. En smám saman varð lestrarkunnátta almenn. Þá skapar færni til þess að lesa og rita ekki lengur ein og sér slíka yfirburðastöðu. Vissulega er þessi kunn- átta grundvöllur annarrar þekkingaröflunar og færni. Lestrarkunnátta er því og verður af- ar mikilvæg fyrir samkeppnishæfni hverrar þjóðar. Það hlýtur alltaf að verða keppikefli þjóðarinnar og menntakerfisins að skila þarna framúrskarandi árangri. En betur má ef duga skal. Samhliða hefur krafa um annars konar læsi þróast á síðustu árum. Krafan um getu fólks til að lesa og ráða í merkingu aðstæðna, hluta og fyrirbæra sem það upplifir eða skynjar í umhverfinu. Það má jafnvel leiða að því líkur að læsi í víðara samhengi verði ekki síður mik- ilvægt en hið hefðbundna læsi fyrir atvinnu- lífið á komandi áratugum. Aukin þörf fyrir starfsfólk með eiginleika á borð við aðlög- unarhæfni, lausnarmiðun, greiningu og sköpun gerir kröfu um nýja hugsun í mennta- kerfinu. Þá reynir á að færni sé þjálf- uð og skapað svigrúm fyrir ein- staklinga til að yfirfæra þekkingu og hagnýta í raunverulegum aðstæðum þar sem reynir á læsi og skilning á umhverfi. Þrátt fyrir að tæknin geti auðveldað marga hluti og skapað mikil tækifæri í skólastarfi verður seint hægt að leysa með tækni aðstæður til að þjálfa færni og læsi í þessu sam- hengi. Stöðugt verður að horfa til árang- urs í grundvallarfærni sem lestur og lesskilningur sannarlega eru. Þó er ekki síður mikilvægt að efla læsi í öðru og víð- ara samhengi og varðar lífsleikni og lykilfærni framtíðarstarfsmanna íslensks atvinnulífs. Það er því vel við hæfi að á Menntadegi atvinnu- lífsins sem í dag er haldinn í sjötta skipti sé læsi í lykilhlutverki. Samtal hagsmunaaðila er lykill að framförum og til að ná árangri. Íslenskt menntakerfi er öflugt en það eru tækifæri til að gera enn betur og þar leikur læsi lykilhlutverk. Að lesa eða vera læs Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Það má leiða að því líkur að læsi í víðara samhengi verði ekki síður mikilvægt en hið hefð- bundna læsi fyrir atvinnulífið á komandi áratugum. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.