Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019
Aðalfundur
Össurar
2019
Athygli hluthafa er vakin á því að þann
6. desember 2017 voru viðskipti með
hlutabréf Össurar hf. sameinuð í kauphöll
Nasdaq Copenhagen. Þá var öllum
hlutabréfum Össurar hf. sem voru til
viðskipta í Kauphöll Íslands umbreytt í
hlutabréf sem eru til viðskipta í kauphöll
Nasdaq Copenhagen. Við umbreytinguna
voru hlutabréfin færð á safnreikninga og frá
þeim tíma hafa hluthafar ekki verið skráðir
undir eigin nafni í hlutaskrá Össurar hf.
Hluthafar sem vilja nýta atkvæðisrétt
sinn á aðalfundinum þurfa því að afla
fullnægjandi staðfestingar á eignarhlut
sínum frá þeirri fjármálastofnun sem er
með hlutabréf þeirra í vörslu. Hluthafar
eru hvattir til að afla staðfestingar frá
vörsluaðila sínum sem fyrst svo unnt sé að
tryggja að atkvæðisrétturinn verði virkur á
aðalfundardegi.
Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins,
fundargögn og nánari upplýsingar um
aðalfundinn á heimasíðu Össurar hf.:
www.ossur.com/investors/AGM
Aðalfundur Össurar hf. verður
haldinn í höfuðstöðvum félagsins
að Grjóthálsi 5 í Reykjavík,
fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 9:00
Maður hefur gengið
undir manns hönd til að
rökstyðja að þyrma
beri Víkurgarði í mið-
borg Reykjavíkur. Bar-
átta fyrir friðun garðs-
ins hefur verið
áberandi á síðum
Morgunblaðsins. Sagn-
fræðingar, fornleifa-
fræðingar, kirkjunnar
menn, arkitektar og
heiðursborgarar Reykjavíkur hafa
beitt sér í málinu auk fjölmargra ann-
arra.
Alþingi er friðheilagt segir í 36. gr.
stjórnarskrárinnar og má enginn
raska friði né frelsi þess. Stórt og
mikið hótel og veitingastaðir með til-
heyrandi umferð ferðamanna og hóp-
ferðabíla, mega með réttu teljast fela
í sér röskun á þingfriði í andstöðu við
ákvæðið. Ég hefi lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu um að fjár-
málaráðuneyti verði falið, helst með
samningum en með eignarnámi ef
nauðsyn krefur, að tryggja ríkinu
eignarhald á Landssímahúsinu eða
eftir atvikum þeim hluta byggingar-
lóðar sem tilheyrir Víkurkirkjugarði.
Áður hefur verið bent á að friðhelgi
Alþingis sé virt að vettugi með áform-
unum og kærði forsætisnefnd Alþing-
is deiliskipulag svæðisins til úrskurð-
arnefndar umhverfis- og auðlinda-
mála á sínum tíma.
Kirkjugarður
með þúsund ára sögu
Fleiri rök hníga í átt til þess að rík-
ið eignist Landssímahúsið eða eftir
atvikum umráðarétt yf-
ir Landssímareitnum.
Má þar nefna þá stað-
reynd að á Landssím-
areitnum var um langan
aldur kirkjugarður
Reykvíkinga. Upphaf
kirkjugarðs Víkur-
kirkju má rekja hátt í
1000 ár aftur í tímann.
Þar var jarðað fólk á
seinni hluta 19. aldar.
Löng saga friðunar
Landssímareiturinn
á sér langa sögu. Ríkisstjórnin greip
á árunum 1965-66 inn í rás atburða
sem ógnaði gamla kirkjugarðinum og
kom í veg fyrir að mikil bygging, en
álíka stór og sem næst alveg á sama
stað og sú sem nú er áformað að þar
hýsi hótel, risi sunnan við Landssíma-
húsið. Skipulagsnefnd kirkjugarða,
undir forystu Sigurbjarnar Ein-
arssonar biskups og Kristjáns Eld-
járns þjóðminjavarðar, hefði í mars
1965 vakið athygli borgarlögmanns á
því að lög heimiluðu ekki að þarna
yrði reist mannvirki nema sam-
kvæmt sérstakri undanþágu ráð-
herra, að fengnu samþykki skipulags-
nefndar kirkjugarða, fyrirrennara
kirkjugarðaráðs. Ríkisstjórnin
fjallaði á fundi sínum 9. september
1965 um nauðsyn þess að ekki yrði
leyfð bygging norðan Kirkjustrætis,
milli Aðalstrætis og Thorvaldsens-
strætis.
Leið slökkviliðs um garðinn
Hafa verður hugfast að auk að-
komu gesta þarf að huga að aðflutn-
ingi ýmissa vara og vista til hótel-
rekstrar. Fram hafi komið í fjöl-
Vörn fyrir Víkurgarð
Eftir Ólaf
Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson
Í Morgunblaðinu í
gær birta Jón Baldvin
Hannibalsson og
Bryndís Schram opið
bréf til RÚV.
Þegar RÚV fjallaði
um málefni Jóns
Baldvins höfðu birst
fjölmargar fréttir í
ólíkum fjölmiðlum
sem byggðust á frá-
sögnum fjölda kvenna
af samskiptum við Jón. Umfjöllun
RÚV var vönduð og Jóni voru gefin
mörg tækifæri til að koma sínum
sjónarmiðum á framfæri, sem hann
svo gerði í löngu viðtali í Silfrinu.
Dagskrárstjórar og fréttastjórar
telja sem fyrr að fréttagildi málsins
hafi verið ótvírætt og er ekkert sem
bendir til annars en að vinnureglur
og siðareglur RÚV hafi verið virt-
ar.
Fjölmiðlar eiga að vera fulltrúar
almennings og í því felst að þurfa
að taka á erfiðum málum. Með um-
ræddri umfjöllun var Ríkisútvarpið
að sinna sínu hlutverki og skyldum.
Um Ríkisútvarpið gilda sérstök
lög sem svo eru áréttuð í þjónustu-
samningi við mennta- og menning-
armálaráðuneytið. Til að tryggja
óhlutdrægni og sanngjarna máls-
meðferð hefur RÚV einnig sett
starfsfólki sínu ítarlegar frétta-
reglur. Allt er þetta gert til að
tryggja vandaðan
fréttaflutning og dag-
skrárgerð. Störf Ríkis-
útvarpsins eru opinber
og almenningur getur
lagt sjálfstætt mat á
þau en samkvæmt
opinberum mælingum
nýtur Ríkisútvarpið
yfirburðatrausts meðal
almennings. Ef ein-
hver er ósáttur við til-
tekin atriði í frétta-
flutningi tekur RÚV
fúslega við athugsemdum og svarar
með formlegum hætti. Ef viðkom-
andi er ósáttur við þá afgreiðslu
sem hann fær er hægt að beina
málinu til sérstakrar siðanefndar
sem leggur sjálfstætt mat á fram-
göngu starfsmanna RÚV en að auki
má benda á að allir geta skotið mál-
um til Blaðamannafélags Íslands.
Ef Jón Baldvin og Bryndís telja á
sig hallað hvet ég þau til að beina
málum í þennan formlega farveg
sem er til staðar fyrir þau eins og
aðra.
Svar við opnu bréfi
Jóns Baldvins og
Bryndísar Schram
Eftir Magnús Geir
Þórðarson
Magnús Geir Þórðarson
» Fjölmiðlar eiga
að vera fulltrúar
almennings og í því
felst að þurfa að taka
á erfiðum málum.
Höfundur er útvarpsstjóri.
Í jómfrúræðu
minni á þingi 2017
gerði ég að umtals-
efni veika stöðu lög-
gjafarvaldsins undir
liðnum ný vinnu-
brögð á Alþingi. Til-
efnið var að á nefnd-
arfundi kom
ónefndur gestur úr
einu ráðuneytinu og
varð að orði að þeir
hygðust leggja fram frumvarp eft-
ir áramót um tiltekið mál. Svo
virðist sem gengið sé út frá því að
frumvörp eigi sér fæðingarstað í
ráðuneytum. Hér verður að hafa í
huga að fullkomlega eðlilegt er að
ýmis lög eigi sér uppruna í ráðu-
neytum, t.d. heildarlög um ein-
staka málaflokka. Þrískipting
ríkisvaldsins gerir ráð fyrir því að
lagasetning sé í höndum löggjafar-
samkomunnar þar sem að megin-
stefnu eigi að fyrirfinnast upp-
spretta, samning og samþykkt
laga.
Veik staða löggjafarvaldsins
Margoft hefur verið bent á
veika stöðu löggjafarvaldsins
gagnvart framkvæmdavaldinu og
áætlanir í stjórnarsáttmálanum
um styrkingu þess eru dæmi um
stöðuna eins og hún í raun er.
Hingað til hafa áætlanir um styrk-
ingu löggjafarvaldsins jafnan
runnið út í sandinn og líklega er
þannig komið nú að staða þingsins
hafi sjaldan eða aldrei verið veik-
ari miðað við hina rík-
isþættina tvo, fram-
kvæmda- og dóms-
valdið. Hér þarf að
vanda til verka og
stjórnlaus fjáraustur
er ekki rétta lausnin.
Forgangsatriði verður
að vera að efla getu
þingsins og fasta-
nefnda til raunveru-
legrar lagasetningar
og ekki síður stefnu-
mótunar á ólíkum svið-
um þjóðmála.
Flest frumvörp koma
úr ráðuneytum
Staðreyndin er sú að flest þing-
mál koma fullburða út úr ráðu-
neytunum, sem sjá um samningu
þeirra. Í nefndum Alþingis er farið
höndum um málin, stundum gerð-
ar viðbætur og síðan fer laga-
frumvarpið eða ályktunin í gegn-
um þingið, í flestum tilfellum lítið
breytt. Þessi frumvörp og álykt-
anir eru því unnin af fram-
kvæmdavaldinu, ráðherranum og
embættismönnum í ráðuneytunum.
Á Alþingi fer þannig fram nokkurs
konar yfirlestur á þessum afurðum
úr ráðuneytunum. Hér er ekki
gert lítið úr ýmsum lagfæringum
sem þingið gerir á frumvörpum,
sem er heilmikil og vönduð vinna.
Lagasmíð innan ráðuneyta
Svör ráðherra ríkisstjórnarinnar
við fyrirspurnum mínum um fjölda
starfsmanna sem vinna að gerð
lagafrumvarpa berast mér þessa
dagana og bera með sér að sú
vinna er umfangsmikil og svo er
einnig um aðkeypta sérfræðiþjón-
ustu ráðuneytanna við frumvarps-
smíð. Ég hafði áður skrifað um þá
hugmynd mína hvort ekki væri
einfaldast að flytja hluta af sér-
fræðingunum úr ráðuneytunum til
þingsins og spara þannig fjármuni.
En sú hugmynd er kannski of ein-
föld.
Stefnumörkun umhverfis-
og samgöngunefndar
Í ljósi framangreinds verð ég að
lýsa ánægju minni með það verk-
lag sem umhverfis- og samgöngu-
nefnd þingsins viðhafði um sam-
gönguáætlun þar sem nefndin
vann nánast frá grunni ítarlega
stefnumótun í samgöngumálum
landsins með það að markmiði
m.a. að flýta framkvæmdum í sam-
gönguáætlun og taka upp svokall-
aða skoska leið í flugfargjalda-
málum landsbyggðarinnar.
Vonandi eru þessi vinnubrögð vísir
að því sem koma skal, nefnilega að
nefndir Alþingis komi með virkum
og afgerandi hætti að samningu
laga frá upphafi og móti stefnu
sem þar komi fram. Þannig eiga
nefndir Alþingis að virka og því
fagna ég þessum vinnubrögðum.
Samgöngunefnd
mótar stefnu
Eftir Karl Gauta
Hjaltason
» Vonandi eru vinnu-
brögðin vísir að því
sem koma skal, að
nefndir Alþingis komi
með afgerandi hætti að
samningu laga og móti
stefnu sem þar komi
fram.
Karl Gauti Hjaltason
Höfundur er þingmaður og
nefndarmaður í umhverfis- og
samgöngunefnd.
kgauti@althingi.is
Allt um sjávarútveg