Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 49

Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 ÚTSALA 20-70% afsláttur Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15 Þeir sem fylgjast með beinni sjón- varpsútsendingu úr hljóðveri K100 hafa tekið eftir því að glatt er á hjalla í morgunþættinum Ísland vaknar. Þannig má á stundum sjá þau Jón Axel, Kristínu Sif og Ásgeir Pál stíga trylltan dans við tónlistina sem spiluð er í þáttunum. Þó gleðin sé við völd þótti athuglum hlustanda ástæða til að nefna umræddan dans við þremenningana í bréfkorni til þáttarins í vikunni og þótti í raun nóg um. „Það er greinilegt á dans- sporunum að Jax og Ásgeir hafa ekki uppfært danssporin síðan löngu fyrir síðustu aldamót,“ sagði meðal annars í bréfinu. Kristín Sif segist margoft hafa nefnt þetta við meðstjórnendur sína og reynt að koma þeim inn á tuttug- ustu og fyrstu öldina með takmörk- uðum árangri. „Vandamálið er að JAX klappar alltaf þegar hann dans- ar sem er nokkuð sem datt úr tísku fyrir 30 árum og Ásgeiri Páli finnst alltaf ægilega töff að smella fingr- um.“ Jax segist ekki hafa farið út að skemmta sér síðan skemmtistað- urinn Thorvaldsen var og hét. „Það myndu allir hlæja að þér á B5 ef þú reyndir að stíga danssporin þín þar,“ sagði Kristín Sif og bætti við að lík- lega yrði hringt á lækni ef Ásgeir myndi reyna það sama. „Ég er búin að reyna að kenna þeim hvernig folk dansar í dag, en það virðist hálf- vonlaust,“ segir Kristín skellihlæj- andi og bætir við að líklega væri best að fá fagmann í verkið. „Ég er ekki viss um að nokkur danskennari hafi þolinmæði í að gera mig hipp og kúl þegar kemur að dansi,“ sagði Ásgeir Páll. „Við auglýsum eftir fagmanni sem telur sig geta komið til okkar svo þeir líti ekki út eins og hálfvitar við danssporin í hljóðverinu,“ sagði Kristín Sif að lokum og biður áhuga- sama um að setja sig í samband við þáttinn. Það er því deginum ljósara að spennandi verður að fylgjast með morgunþættinum á K100 næstu daga og vikur. islandvaknar@k100.is Dansa eins og á síðustu öld Þáttarstjórnendur Ísland vaknar gleyma því stundum að þau eru í beinni sjónvarpsút- sendingu á meðan á þættinum stendur. Hlustendur hafa undan- farið hæðst að dans- hæfileikum Jax og Ás- geirs en Kristín Sif hefur reynt að hjálpa þeim, með takmörkuðum árangri þó. Skjáskot K100 Kristín Sif hermir eftir Jax að dansa. Í síðdegisþættinum hjá Loga og Huldu var rætt við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, hamfararfræðing og leiðbeinanda í skyndihjálp, og var auglýsingaherferð bresku hjarta- verndarsamtakanna rifjuð upp af því tilefni. Í þeirri auglýsingu fer Vinnie Jones með hlutverk leiðbein- anda í skyndihjálp og hljómar Bee Gees lagið Staying Alive undir aug- lýsingunni og er það engin tilviljun þar sem slagarinn frá árinu 1977 er 103 slög á mínútu. Á síðu Rauða krossins segir frá Guðna Ásgeirssyni, skyndihjálpar- manni ársins 2018, en hann bjarg- aði manni sem hafði fengið hjarta- áfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að manninum þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði að- gerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun. Í fyrstu hélt Guðni að maðurinn sem hafði verið að skokka væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á manninum. Maðurinn hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp. Guðni kallað til tvo vegfarendur og fékk annan til að hringja í Neyðarlínuna og hinn til að aðstoða við að veita manninum hjartahnoð. Guðni hnoðaði manninn af miklum krafti þar til sjúkraflutn- ingamenn komu á vettvang og bjargaði hann þannig lífi mannsins. Guðni segist hafa farið á skyndi- hjálparnámskeið í Verkmenntaskól- anum á Akureyri fyrir mörgum ár- um og síðar sótt stutt námskeið í vinnunni. K100 eða lög með 100 slög á mínútu Almennt viðmið í hnoði segir Þóra Kristín vera 100 slög á mínútu þannig að það getur verið heppilegt að rifja upp góðan lagalista sem inniheldur lög sem eru með 100 slög á mínútu, en á meðal þeirra eru lögin What’s Going On með Marvin Gaye, Rock your Body með Justin Timberlake og Rumour Has It með bresku söngkonunni Adele. Nú er bara að leggja nokkur þeirra á minnið og ekki verra að panta sér tíma í skyndihjálp til að vera við öllu búin. Einnig mætti muna út- varpsstöðina K100 til að rifja upp takt sem hentar fyrir hjartahnoð. Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Mynd: Youtube - Nick of Time Fou Vinnie Jones kenndi fyrstu hjálp undir laginu Staying Alive í herferð bresku hjartaverndarsamtakanna. Engin tilviljun, því lagið er 100 slög á mínútu. Fyrstu hjálpar (s)lögin Á hverju ári velur Rauði krossinn skyndihjálpar- mann ársins og er tilgangurinn með tilnefningu til skyndihjálparmanns ársins að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Stayin’ Alive Bee Gees Dancing Queen ABBA Cecilia Simon & Garfunkel Hard To Handle The Black Crowes Sweet Home Alabama Lynyrd Skynyrd Rock Your Body Justin Timberlake I Will Survive Gloria Gaynor MMMBop Single Version. Hanson Gives You Hell The All American Rejects History of Rap Jimmy Fallon, Justin Timberlake Girls Just Want to Have Fun Cyndi Lauper Crazy in Love Beyonce, Jay Z Just Dance Lady Gaga, Colby O’Donis Something Just Like This The Chainsmokers, Coldplay Rumour Has It Adele Sorry Justin Bieber Rock This Town Stray Cats Fly Sugar Ray Hips Don’t Lie Shakira Work It Missy Elliott What’s Going On Marvin Gaye Suddenly I See KT Tunstall Crazy Gnarls Barkley Spirit In the Sky Norman Greenbaum Man in the Mirror Michael Jackson One Week Barenaked Ladies Another Brick in the Wall Pink Floyd Hugmyndir að lögum sem eru 100 slög á mínútu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.