Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 54
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Allir hafa skoðanir á mat og neyslumynstrið breytist hratt. Mérfinnst þetta skemmtilegur starfsvettvangur og svo finnst mérlíka gaman að stússast í eldhúsinu hér heima við allskonar til- raunastarfsemi,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson sem er fimmtugur í dag. Hann nam matvæla- og hagfræði við Háskóla Íslands. Starfaði að námi loknu hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og seinna Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og Nóa-Síríus en hefur síðastliðin ellefu ár verið framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar. Síðan í barnæsku hefur Gunnar stundað veiðiskap. Aðeins fimm ára fór hann með Sigurgeiri Friðjónssyni í Elliðaárnar og hafa þeir aldrei misst úr ár síðan. „Snemma á vorin reyni ég að komast í bleikjuveiði og lax þegar líður á sumarið, svo úr verður margra mánaða ævintýri. Í seinni tíð hefur sumarbústaðalífið heillað fjölskylduna. Árið 2011 keyptum við bústað í landi Hallkelshóla í Grímsnesi og höfum þar átt okkar gæðastundir. Okkur finnst gott að komast út fyrir bæinn; bæði til að slappa af og svo erum við líka að smíða þar, gróðursetja, leggja göngustíga og fleira skemmtilegt,“ segir Gunnar, sem er kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur grafískum hönnuði. Þau eiga þrjú börn sem öll búa í foreldrahúsum: Hafstein sem er 22ja ára, Berglindi 18 ára og Bjarna Má 16 ára. „Ég verð heima á afmælisdaginn. Hins vegar ætlum við hjónin að skreppa til Rómar í nokkurra daga frí áður en langt um líður. Þar er ætlunin að heimsækja Vatíkanið, skoða Colosseum og fara á góða ítalska veitingastaði. Það getur ekki klikkað.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fimmtugur Veiði og sumarbústaðalíf heilla, segir Gunnar í viðtalinu. Okkar gæðastundir Gunnar B. Sigurgeirsson er fimmtugur í dag V ésteinn Ólason fæddist 14. febrúar 1939 á Höfn í Hornafirði. Hann ólst þar upp og í Villinga- holtsskóla í Flóa. Vésteinn gekk í Héraðsskólann á Skógum 1953-55 og Menntaskólann að Laugarvatni 1955-59. Hann varð mag. art í íslenskum fræðum frá Há- skóla Íslands 1968 og dr. phil. frá sama skóla 1983. Vésteinn var lektor í íslensku við Kaupmannahafnarháskóla 1968-72, lektor og síðar dósent í almennri bókmenntafræði við HÍ 1972-1980, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ 1980-1985. Hann var prófessor í íslensku við Óslóarháskóla 1985-91, prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands 1991-2009 og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar 1999-2009. Hann var gistiprófessor við University of California, Berkeley, háskólaárið 1988-99, og University of New Mex- ico, Albuquerque, vormisseri 2017. Vésteinn var m.a. forseti heim- spekideildar 1993-95 og fulltrúi í Rannsóknarráði Íslands 1994-2000. Helstu rit Vésteins eru Íslend- ingasögur I-VIII, útg. ásamt Grími M. Helgasyni 1968-73; The Traditional Ballads of Iceland (dokt- orsrit) 1982; Íslensk bókmenntasaga I–II 1992-93, ritstjóri og meðhöf- undur; Samræður við söguöld: Frá- sagnarlist Íslendingasagna og for- tíðarmynd 1998; og Eddukvæði I–II, Vésteinn Ólason, fyrrverandi prófessor og forstöðumaður – 80 ára Á Srí Lanka Vésteinn og Unnur ásamt syni þeirra, Ara, og sonardætrum, Unni og Álfrúnu. Vinnur að rafrænni útgáfu á Konungsbók Í Tógó Unnur og Vésteinn með fjar-fóstursoninn Esso á milli sín. Kópavogur Bianka fæddist 17. júní 2018 í Reykjavík kl. 17.28. Hún var 49 cm að lengd og vó 3.550 g. For- eldrar hennar eru Iwona Natalia Zawadowska og Lukasz Majchrzak. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.