Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.02.2019, Blaðsíða 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert að glíma við verkefni sem krefst mikils af þér. Reyndu að gefa nán- ustu samböndum þínum sérstakan gaum þessar vikurnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Reiddu þig ekki um of á aðstoð ann- arra. Einblíndu á aðalatriðin og þá mun lausnin fljótlega liggja í augum uppi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur tekið í að kynnast sið- um og venjum framandi þjóða en þá er að mæta þeim opnum huga og láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Leggðu niður varnir og einhver mun koma þér til hjálpar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hafðu augun hjá þér, ef þú skrifar undir einhver skjöl. Gleðstu með öðrum af heilum hug og þá mun þér líða og ganga betur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að nota forystuhæfileika þína til þess að safna vinnufélögum þínum að viðamiklu verkefni. Veldu vel þá sem þú umgengst. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert í rétta skapinu til að prófa alls kyns möguleika. Gleymdu ekki að sinna þér í öllum hamaganginum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur mikla löngun til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og læra eitt- hvað nýtt. Þér hættir til að gera of miklar kröfur til vissrar persónu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það ekki á þig fá þótt þér finnist stundum smáatriðin gera þér erfitt um vik. Vinur frá gamalli tíð mun koma óvænt inn í líf þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert skýjum ofar því draumar þínir eru orðnir að veruleika. Sum sambönd eru dauðadæmd frá byrjun, opn- aðu augun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að gæta þess að láta ekki tilfinningarnar hlaupa með þig í gön- ur. Síðar á árinu færðu tækifæri til að heimsækja stað sem þig hefur lengi dreymt um. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú kemst ekki lengur hjá því að taka tillit til annarra þegar þú gerir ætlanir um framtíðina. Makinn á eftir að koma þér skemmtilega á óvart. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitthvað verður til þess að setja allt á annan endann hjá þér í dag. Gerðu þitt besta og láttu það duga. Þú fréttir af fjölg- un í stórfjölskyldunni. Á dögunum skrifaði DavíðHjálmar Haraldsson í Leir- inn: „Byggð í Grímsey hefur átt undir högg að sækja og barna- fjölskyldur þar eru orðnar svo fá- ar að til vandræða horfir. Því hef- ur ráðamönnum komið í hug að hætta eltingaleik við að fá barna- fólk til Grímseyjar en reyna þess í stað að fá eldra fólk til að setjast þar að. Grímsey gæti þannig orðið fyrirmyndar gamalmennanýlenda enda skortir ekki ákveðni og góð- an hug ráðamanna“: Breytt Grímsey vill gömlum hið besta, þar góðvild mun ríkja og festa og augljós er þörfin fyrir öll nýju störfin en einkum þó grafara og presta. Þessi skrif Davíðs Hjálmars ýttu við mér og rifjaðist upp smáljóð um Grímsey sem ég orti meðan ég enn var í pólitík en vinur minn Atli Heimir Sveinsson samdi lag við ljóðið og söng það fyrir mig. Mér þótti það ljómandi fallegt eins og ljóðið! Langt í norðri er lítil ey, þar lifir minning ein um ungan pilt og yngismey og á þau sólin skein. Stúlkan hann við heimskautsbaug að hjarta sínu dró. Upp til himins fuglinn flaug en fiskur sporði sló. Paradís á eynni er og opnast lífsins dyr. Alsælan er alvöld hér og ekki neins hún spyr. Grýlukvæði Grímseyinga er gamansamur bragur sem margir þekkja eða þekktu. Hann átti sér nokkurn aðdraganda. Séra Oddur Gíslason prestaskólakandídat hafði verið skikkaður „með harðri og eindreginni skikkun“ til þess að gegna prestþjónustu í Grímsey en hann neitaði. Jón Hjaltalín land- læknir studdi hann, sagði óbúandi í eynni og rétt væri að flytja eyjarskeggja í land. Kvæðið byrjar svo: Bóndinn á bænum er farinn í kaupstaðarferð til lands. Konan situr heima og kveður við son sinn: Einatt hef ég horft í land, hrædd er ég um skipið, að það sigli upp í sand eða hreppi meira grand og reki sig á Hjaltalín með hripið. Og lýkur svo: Farðu að sofa, Mangi minn, á morgun kemur skipið. Færir þér hann faðir þinn fíkjurnar og sykurinn; en aldrei kemur Hjaltalín með hripið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hugsað til Grímseyjar JÓNAS FANN ANDANN KOMA YFIR SIG. „GeturÐU sektaÐ mig seinna? Ég er aÐ flýta mér.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að styðja hana með ráðum og dáð. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ANDVARP. ERFIÐUR DAGUR HVERSU ERFIÐUR ER HANN, SPYRÐ ÞÚ? MEIRA AÐ SEGJA BANGSINN MINN ÞARF BANGSA VIÐ RÆNDUM BÁÐIR KASTALANN EN ÞÚ TÓKST NÆSTUM ALLT GÓSSIÐ! HVÍ ER ÞAÐ SANNGJARNT? GÓÐUR PUNKTUR. ÞÚ MÁTT BERA HLUTA AF ÞVÍ FYRIR MIG! Víkverji stendur í flutningum þessadagana. Hann hefði aldrei grun- að allt umstangið sem fylgir. Það þarf að mála og það þarf að þrífa, jafnvel þótt það sé búið að þrífa, og það þarf helst að skipta út öllu og setja allt inn. Miðað við framkvæmdaáætlun Vík- verja og fjárráð stefnir hann á að vera búinn að öllu fyrir pólskiptin, en þau munu vera í nánd. x x x Þá er Víkverji að reka sig á það, aðhann hefur ávallt, líkt og Blanche DuBois, treyst á gæsku ókunnugra þegar kemur að því að eiga hluti sem eiga að vera til á heimilum, eins og borvélar og ryksugur. Víkverji hefur nefnilega mjög sjaldan á lífsleiðinni verið maður einsamall, og nú þegar hann er svo sannarlega einsamall, á hann barasta ekki neitt, nema fjóra veggi, málningardót og Playstation- tölvu, svona eins og fullorðnum manni sæmir. x x x Sem betur fer býr Víkverji yfirvissum hæfileikum þegar kemur að því að skrúfa saman IKEA-hillur og mun hann vonandi eiga fyrir eins og einni kommóðu og jafnvel sexkanti til þess að setja hana saman. Víkverji lætur sig dreyma um að vinna í lottó- inu, svo hann geti smellt sér á eins og eina NJÜRGEN-hillu eða jafnvel FLÜRGEL-skrifboð sem færi svo vel með JOKKMOKK-stólunum hans. Alla vegana eitt af þessu er ekta vöruheiti í IKEA, en Víkverji treystir sér ekki að fullu til að segja hvert þeirra. x x x Reyndar eru mestu vandræði Vík-verja þau að finna loftljós sem honum þykja við hæfi. Svo er mál með vexti að hann myndi vilja eitt- hvað svona „normal“, sem væri bara hangandi ljósakróna með eins og ein- um skermi. Að finna slíka ljósakrónu virðist hins vegar hægara sagt en gert. Víkverji elur því með sér þann draum að opna húsgagnaverslun, sem myndi einfaldlega heita „Norm- al“, sem seldi bara mjög staðlaðar út- gáfur af helstu hlutum. Fyrir þá sem eru jafn kassalaga í hugsun og Vík- verji væri slík búð algjör draumur. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi (Jóh: 11.25) Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.