Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 60

Morgunblaðið - 14.02.2019, Síða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Blaðamaður á fullum launum Seinna sumarið mitt í bókhaldinu var mér kippt inn á ritstjórn nær fyrirvaralaust til sumarafleysinga og starfaði ég þar síðan sem blaða- maður á fullum launum til 1955. Það voru spennandi tímar fyrir mig þeg- ar ég settist við skrifborð í sama herbergi og Þorsteinn Jósefsson blaðamaður og rithöfundur. Mér lík- aði strax vel við hann enda var hann glaðlegur en hlédrægur og vann sín störf vel og hljóðlátlega. Hann varð lands- kunnur fyrir bók sína, Landið þitt, og hafði safnað efni í hana á ferðalögum sínum um landið og ljós- myndir hans og Páls Jónssonar prýddu fyrstu útgáfuna. Þeir áttu því margt sameiginlegt, ferðuðust saman um landið á sumrin, tóku ljós- myndir og söfnuðu bókum. Einnig safnaði Þorsteinn bókum sem skrif- aðar voru af erlendum ferðamönnum og útgefnar erlendis, sumar þýddar á íslensku. Mörg erlend dagatöl voru prýdd með myndum eftir Þorstein. Þá vildi hann fá mig sem fyrirsætu á dagatöl en mér leist ekkert á að fara að standa hríðskjálfandi við ein- hvern fossinn eða við sjóinn í Skerja- firðinum og auk þess hafði ég ekki aðgang að íslenska þjóðbúningnum svo ég færðist hlæjandi undan enda hafði ég enga hugmynd um það þá að störf ljósmyndafyrirsætu gætu verið eftirsóknarverð. Einnig bauð Þorsteinn mér að sækja um ókeypis skólavist í þekktum kvennaskóla í Sviss sem veita átti íslenskri stúlku vegna menningartengsla sem verið var að koma á milli landanna. Ég varð að hafna því góða tilboði því að til að geta stundað þar nám hefði þurft talsvert meira fé en ég átti til. Þannig hagaði til að næsta skrifstofa við okkur Þorstein var stór og með glugga sem vísaði niður að Banka- stræti og undir þeim glugga voru þrjú skrifborð sem blaðamennirnir Thorolf Smith, Axel Thorsteinson og Karl Ísfeld sátu við, hver á móti öðr- um. Yfir skrifborðum þeirra var allt- af reykjarský því þeir voru allir miklir reykingamenn. Karl Ísfeld var stöðugt með logandi sígarettu í stórum öskubakka, oftast brann hún upp á meðan hann hamraði ritvélina sína af miklu öryggi og sagðist hann reykja þrjá pakka yfir sólarhring- inn. Karl var laglegur maður með snöggar hreyfingar þó hann væri kominn með stóra ístru svo að hon- um gekk illa að reima skóna sína. Þegar hann kom til vinnu sinnar á morgnana bauð hann öllum glaðlega góðan dag með hásri röddu, smeygði sér úr hvíta, hálfsíða frakkanum sín- um og hengdi upp svartan hattinn með slútandi börðum, gekk beint að kaffiborðinu og fékk sér nýlagað kaffið sem ég hafði oftast lagað. Þá staðnæmdist hann á miðju gólfi með kaffibollann í hendinni og fór með vísur eða kvæði sem hann hafði ort eða þýtt um nóttina. Ekki stóð á við- brögðum frá Thorolfi Smith, sem var stór og myndarlegur maður með djúpa rödd, sem kom þá strax með snarpar og gamansamar athuga- semdir enda maðurinn einstaklega orðheppinn. Axel Thorsteinson not- aði eldgamla ritvél með háu lykla- borði með afmáðum stöfum og hamraði á hana, einbeittur með píp- una sína milli tannanna svo það hvein í ritvélinni eins og í hríðskota- byssu. Hann var líka fréttaritari Ríkisútvarpsins. Hlustaði hann á fréttaútsendingar frá BBC klukkan sex og sjö á morgnana og las þær síðan í morgunfréttum ríkisútvarps- ins klukkan átta á hverjum morgni. Þessir blaðamenn voru allir miklir andans menn í mínum augum og rit- færir mjög. Þarna vann skemmtilegur hópur blaðamanna sem stríddu mér tals- vert en þeir voru mér líka hjálplegir og umhyggjusamir eins og við vær- um ein stór fjölskylda. Umhyggja Axels var einstök. Eitt sumarið, þeg- ar ég greindist með sára verki í maganum, bauð hann mér að koma heim til sín í hádegismat til sinnar elskulegu eiginkonu og keyrðum við heim til hennar á gömlum gulum landbúnaðarjeppa. Hann sat tein- réttur við stýrið með svartan lítinn hatt yfir silfurgráu hárinu og með pípuna á milli tannanna og keyrði jeppann eins og traktor svo það ískraði og hvein í kúplingunni. Sig- ríður kona hans var einstaklega lag- leg og elskuleg kona sem beið alltaf með heitan hádegisverðinn handa okkur og sonum þeirra tveim sem voru þá ungir að árum. Fyrir ein- stakt atlæti þeirra hjóna batnaði mér um sumarið og er ég þeim ævarandi þakklát fyrir elskulegheit- in. Hersteinn Pálsson ritstjóri var með skrifstofu sína næst inngang- inum. Hann ritstýrði blaðinu af mik- illi röggsemi og byrjaði alltaf á því á morgnana að skipta með okkur verkum þó að flestir hefðu sitt ákveðna verksvið. Stundum vorum við kölluð inn til hans en annars gekk hann frjálslega á milli borð- anna og talaði við okkur um verkefni dagsins. Oft var gestkvæmt hjá Her- steini á skrifstofu hans en þó féll honum aldrei verk úr hendi. Í há- deginu, þegar blaðið var komið í prentun, fórum við út í mat en hann sat eftir við ritvélina sína og þýddi skáldsögur og drakk á meðan mikið af Coca Cola. En þegar við komum úr mat lagði hann skáldsöguna frá sér og tók við að skrifa leiðara fyrir næsta blað eða líta yfir greinar sem biðu birtingar. Langur vinnudagur Á morgnana þurftum við að hafa hraðar hendur til að ná nýjustu fréttum og koma þeim út í prent- smiðju fyrir klukkan ellefu og síðan var lesið yfir og prófarkir leiðréttar áður en prentvélarnar fóru í gang með miklum hávaða. Verkefni mín fyrir hádegið voru yfirleitt að hringja eftir fréttum frá lögreglu og slökkviliði og fá veður- og skipafrétt- ir eða taka við tilkynningum. Einnig hljóp ég oft út í prentmyndagerð eft- ir myndamótum af myndum sem birta átti í blaðinu. Eftir hádegið tóku við þýðingar hjá mér á léttu efni, annaðhvort gamanmálum eða fréttum af fræga fólkinu og kvik- myndastjörnum, en sjaldan var mér trúað fyrir þýðingum á myndasög- unum um Tarsan og vinsælu fram- haldssögunum með ákveðna les- endahópa því þar mátti ekkert bregða út af með klaufalegu orðfæri. Eftir því sem ég vandist starfinu var mér trúað fyrir viðtölum og jafnvel leikhús- eða kvikmyndagagnrýni í forföllum. Gat þá vinnutíminn dreg- ist á langinn fram á kvöld eins og gerist hjá fjölmiðlum. Næstum dag- lega voru blaðaviðtöl hjá fyrir- tækjum, ný umboð, ný skip eða flug- vélar komu til landsins, brýr byggðar eða flugvellir opnaðir og ekki síst var sagt frá þegar frægt fólk kom til landsins. Við slík tæki- færi var oftast boðið upp á áfenga sterka drykki sem margur blaða- maðurinn var veikur fyrir og fór flatt á. Það gat því komið fyrir að þeir skiluðu sér ekki með efnið upp á ritstjórn eftir slík viðtöl. Einnig voru blaðamannafundir haldnir utan höf- uðborgarsvæðis og fóru þá blaða- menn frá fjölmiðlunum saman í rútu og oftar en ekki voru vínveitingar í boði svo Hersteinn sendi okkur sem ekki drukkum áfengi á þá staði. Stundum var ég eina blaðakonan í hópnum og því frekar óörugg með mig og var þá betra að hafa Magða- lenu Thoroddsen frá Morgunblaðinu með í hópnum eða bekkjarbróður minn, Gunnar G. Schram. Hann vann þá í afleysingum á Morgun- blaðinu meðfram lögfræðinámi sínu og sat oft við hlið mér þegar líða tók á ferðina og teygði sína löngu fætur fram fyrir mig og varnaði hálf- drukknum og kvensömum karl- mönnum að gerast ágengir við mig. Þannig gætti hann sinnar gömlu bekkjarsystur. Oft dáðist ég að því hve snjall blaðamaður Gunnar var og hvað hann náði góðum viðtölum miðað við mig enda var ég þá oft hlé- dræg þegar margir voru um frétt- irnar. Blaðamenn frá morgunblöð- unum höfðu líka þann forgang að þeirra viðtöl birtust strax morgun- inn eftir þar sem mín viðtöl voru oft mikið stytt þegar þau birtust í mínu síðdegisblaði. Sem dæmi má nefna viðtal við Jón Helgason, prófessor frá Kaupmannahöfn, vegna útgáfu á ljóðabók hans. Hann virtist hafa allt á hornum sér og sneri út úr því sem ég spurði um svo að mér féllust gjör- samlega hendur en síðar birti Gunn- ar flott viðtal við hann í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Sömu sögu er að segja af viðtali við málarann Jó- hannes Kjarval í sambandi við mál- verkasýningu hans því þegar ég hafði lesið minnispunkta mína eftir viðtalið fann ég ekki orð af viti eða samhengi í neinu af því sem ég hafði skrifað en Gunnar birti seinna myndskreytta grein með fínum texta. Mér lærðist smám saman að nota lengri tíma til að skrifa og vinna betur heimildavinnuna fyrir grein- arnar mínar eða fá einkaviðtöl. Steinkista Páls biskups og fleira minnisvert Margt merkilegt upplifði ég á þessum árum eins og för mína í Skálholt í ágúst 1954 þegar stein- kista Páls biskups Jónssonar fannst við rannsóknir á gamla kirkjugarð- inum. Við opnun hennar blöstu við okkur jarðneskar leifar hans, senni- lega frá árinu 1211, ásamt krók af biskupsstaf og fannst mér það frem- ur hrollvekjandi. Eftirminnileg er heimsókn hinnar heimsfrægu, frönsku söng- og nektardansmeyjar, Josephine Baker, og gaman var að fylgja henni um bæinn eftir viðtalið við hana á Hótel Borg þegar við gengum saman upp Bankastræti og Laugaveg og sleiktum rjómaís með góðri lyst á leið okkar í leit að snyrti- stofu fyrir hana. Erindi hennar hing- að til landsins var að falast eftir ís- lensku barni til ættleiðingar en því höfnuðu íslensk stjórnvöld. Launalaust leyfi Þegar við Guðmundur áttum von á okkar fyrsta barni fékk ég launa- laust leyfi frá áramótum og fram í júní 1955 en eftir að sonurinn fædd- ist þurfti ég að hætta að vinna á Dagblaðinu Vísi, eftir rúmlega fjög- ur skemmtileg ár, því ég gat hvergi fengið pössun fyrir hann. Ekkert pláss fékkst fyrir hann á dagheimili þar sem ég var gift kona þrátt fyrir að ég ætti eiginmann í námi. Þá kvaddi ég vini mína og starfið á Dag- blaðinu Vísi með miklum söknuði. Seinna bauðst mér starf á Vikunni en hafnaði því þar sem ég var á leið til Svíþjóðar. Þannig lauk blaða- mennskuferli mínum. Margbrotið lífshlaup Lífssporin mín, heitir sjálfsævisaga Erlu Jóns- dóttur sem kom nýverið út. Í bókinni segir Erla frá æviferli sínum, uppvextinum á Akureyri, blaðamennsku, heimilishaldi og skilnaði eftir 29 ára hjónaband. Einnig segir hún frá starfi sínu sem forstöðumaður bókasafns Garðabæjar og hvernig hún byggði líf sitt upp á ný. Ævisaga Erla Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður bókasafns Garða- bæjar. Hér birtist hluti kafla þar sem segir frá vinnu á Dagblaðinu Vísi. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dönsk hönnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.