Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 14.02.2019, Qupperneq 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2019 Davíð Þór Jónsson tónskáld og Benedikt Erlingsson leikstjóri hlutu Hörpu, Norrænu kvikmynda- tónskáldaverðlaunin 2019, fyrir tónlistina í kvikmyndinni Kona fer í stríð, þegar verðlaunin voru afhent í níunda sinn í norrænu sendiráð- unum í Berlín á þriðjudag. Dómnefndir hvers lands tilnefna sína fulltrúa, en lokavalið var í höndum dómnefndar sem skipuð var Christine Aufderhaar, George Christopoulos og Florian Vollmers. Í rökstuðningi þeirra er bent á að notkunin á hljómsveitinni sem fylgi titilpersónu myndarinnar setji ekki aðeins tóninn fyrir sögu Höllu og hrynjandi framvindunnar, heldur einnig persónuna sjálfa. Einnig er tekið fram að kvikmyndatónlist ein- skorðist ekki aðeins við tónlistina sjálfa heldur listrænt samstarf tón- skálds og leikstjóra. „Af þeim sök- um falla verðlaun ársins í skaut bæði tónskáldsins Davíðs Þórs og leikstjórans Benedikts fyrir skýra og frumlega útkomu samvinnu þeirra sem miðlað er jafnt í tónlist og sjónrænt. Ósk okkar er að verð- laun ársins hvetji kvikmyndagerð- arfólk til að líta á tónlistina sem mikilvægt grunnefni sögunnar sem eykur áhrif hennar í stað þess að nálgast tónlistina sem formúlu- kennt efni sem hafi fyrst vægi við eftirvinnslu myndar.“ Frá því Harpa var fyrst afhent 2010 hafa alls fjórir Íslendingar verið verðlaunaðir. Í fyrra hlaut Daníel Bjarnason verðlaun fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Árið 2016 hlaut Atli Örvars- son hlaut verðlaun árið 2016 fyrir tónlist sína við kvikmynd Gríms Há- konarsonar, Hrútar, en það sama ár fékk Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun. Davíð Þór og Benedikt fá Hörpu fyrir Konuna  Harpa, Norrænu kvikmyndatón- skáldaverðlaunin afhent í 9. sinn Ljósmynd/Thomas Kolbein Bjørk Olsen Glaðir Davíð Þór Jónsson og Bene- dikt Erlingsson bregða á leik við verðlaunaafhendinguna í Berlín. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, sem gengur undir listamannsnafninu DJ Flugvél og geimskip, gaf út nýja breiðskífu 18. janúar síðastliðinn og nefnist sú Our Atlantis! eða Okkar Atlantis! og er gefin út af hollenska fyrirtækinu Geertruida Records. Platan er að- gengileg líka á Spotify, fyrir þá sem vilja hlusta strax. Steinunn hélt fáeinum dögum eftir útgáfu plötunnar í ferðalag um Evr- ópu þar sem hún kynnti hana með tónleikahaldi. Hún hitaði upp fyrir bandarísku hávaðarokkssveitina Lightning Bolt fyrstu viku ferða- lagsins en þeir sem ekki þekkja til hennar ættu að kynna sér hana, til dæmis á YouTube. Einstaklega hress hljómsveit sem ætti að passa vel við hina eldhressu Steinunni sem heimatilbúna þrívíddarlistasýningu á netinu samhliða plötuútgáfunni og gaf út tölvuleik fyrir jól, leik sem tengist einu lagi plötunnar. Lightn- ing Bolt hefur einnig gefið út tölvu- leik en á annars lítið sameiginlegt með Steinunni í tónlist. Inn í aðrar víddir Steinunn er spurð að því hvers vegna hollenskt útgáfufyrirtæki sé að gefa út plötuna hennar og segist hún hafa verið á tónleikaferð um Evrópu og haft viðkomu í Amster- dam. Í rauða hverfinu rambaði hún á litla útvarpsstöð og þáttarstjórn- andi sem þar var að störfum bauð henni að spila. Að því loknu þurfti hún að koma sér og öllu sínu haf- urtaski á næsta stað en enginn fannst leigubíllinn. Einn útvarps- mannanna kom henni þá til að- stoðar og spurði í framhaldi hvort hún hefði áhuga á að gefa út tónlist á vegum fyrirtækis sem hann ræki með vini sínum. Steinunn sló auð- vitað til og úr varð Our Atlantis!. Fyrsta plata Steinunnar var Glamúr í geimnum, svo kom Nótt á hafsbotni og nú Our Atlantis! og segist Steinunn nú vera búin að sameina bæði geim og hafsbotn í Atlantis. „Mér fannst fínt að sam- eina þetta tvennt og vera með plötu sem gerist eiginlega á báðum stöð- um. Það er talað um að Atlantis hafi verið hátæknileg borg með geim- skip og alls konar hlið inn í aðrar víddir, þú gast farið inn um einar dyr og varst komin til annarrar plánetu. Mér fannst þetta svo skemmtilegt.“ Frekar fjörug Steinunn segist hafa fengið þá gagnrýni, þegar hún sagði fólki frá hugmyndinni, að hún þyrfti nú að fara að koma sér niður á jörðina, fara að taka hlutina alvarlega og hætta að hugsa um geimverur og aðrar furður. Steinunn segist hafa ákveðið að gefa skít í þessar athuga- semdir. Hún hafi viljað gera plötu sem henni þætti fyndin og skemmti- leg, plötu sem fjallaði um Atlantis, borgina týndu. „Að gefa smá skít í að vera alvarleg, vera frekar fjörug,“ segir Steinunn og hlær. – Er fólk virkilega að segja við þig að þú sért ekki nógu alvarleg? „Já, það hefur verið gert, sérstak- lega í Hollandi,“ segir Steinunn og hlær við. Einkum séu það myndlist- armenn sem hafi gagnrýnt þetta alvöruleysi hennar. „Þeir hafa spurt hvort það sé nóg á Íslandi að allt sé bara fyndið og hvort tónlist eigi ekki að breyta heiminum. En þetta er nú líka svolítið frá því að ég var í Lista- háskóla Íslands, þá átti maður alltaf að gera eitthvað sem breytti heim- inum,“ segir Steinunn en hún nam myndlist í skólanum. Hún segist einfaldlega gefa skít í kröfur annarra um alvarleika og gera það sem hana langi til að gera. Hún vilji bara fá að vera hún sjálf. Bjánaleg hljóð Steinunn segist nær alltaf nota fyndin hljóð við tónlistarsköpunina og hafa gaman af því að búa til bjánaleg hljóð. „Ég hef tekið eftir því að ef mörg bjánaleg hljóð koma saman, til dæmis bjánaleg trommu- hljóð og bjánaleg hljómborðshljóð, þá verður það stundum alvarlegt. Ef nógu mikið grín kemur saman, eins og tveir mínusar verða plús.“ – Þú leyfir ímyndunaraflinu að fara með þig á flug á Our Atlantis! er það ekki? „Jú, ég leyfi hugmyndafluginu að fljúga þar og ég var búin að lesa mér til um Atlantis en nennti svo ekkert að spá í það á meðan ég var að gera lögin, nema þegar mig vantaði hug- myndir um hvað ég ætti að syngja. Eitt lag heitir bara „Atlantis“ og er um Atlantis en allir hinir textarnir eru bara eitthvað sem ég var að syngja um. Þegar maður er búinn að segja að platan fjalli um Atlantis þá tengja allir textana og lögin við Atl- antis,“ svarar Steinunn. Dýrkar „drum and bass“ – Ég tek eftir því að hljóðheim- urinn er orðinn ríkari hjá þér, þú ert farin að blanda inn í hann teknói og fleiru. Hefurðu verið að leika þér með strauma og stefnur? „Já. Þegar ég byrjaði að taka plöt- una upp fékk ég lungnabólgu og var veik heima í tvo mánuði og hafði ekk- ert annað að gera en að vera á netinu að skoða hvernig ætti að gera tónlist. Á hinum tveimur plötunum gerði ég bara eitthvað og fyrir tilviljun kom eitthvað skemmtilegt út og þá notaði ég það. En á þessari plötu var ég bú- in að læra að búa til bjánaleg hljóð á syntha en áður notaði ég hljóð í hjómborði,“ útskýrir Steinunn. Hún segist dýrka „drum and bass“-tónlist og hafa lært að búa til slíka takta eins og heyra má á plötunni. „Ég vil hafa sem mest fjör líka á tónleikum og elska þegar fólk byrjar að dansa,“ bætir hún við, eldhress að vanda. Gefur skít í alvarleikann  Dj Flugvél og geimskip gefur út sína þriðju breiðskífu  Sameinar á henni óravíddir geimsins og töfraheim hafsbotnsins  Segist hafa verið gagnrýnd fyrir að taka listina ekki nógu alvarlega Ljósmynd/Art Bicnick Ævintýraheimur Myndin sem fylgir nýjustu plötu Steinunnar, Our Atlantis! Einstök Steinunn Eldflaug Harðardóttir, DJ Flugvél og geimskip. DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.