Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Síða 12
Í dag er stór dagur í mínu lífi, þar sem ég hef leitað föður míns, Roberts Trevors Smith, alla mína tíð. Sú leit bar loksins árangur þökk sé Hlyni Smith.“ Það var fyrir um ári sem Gunnar Smith, skrifaði þessi orð á Facebook til vina sinna og vanda- manna. Þá hafði Gunnar, eftir áratugalanga leit, fundið út hver faðir hans var. Sá sem komst loksins á sporið var sonur Gunnars, Hlynur Smith, sem hafði sjálfur átt þá ósk frá því hann var lítill strákur að pabbi hans fyndi pabba sinn. Gunnar settist niður með blaðamanni til að deila sögunni af því hvernig hin langa leit tók loks enda. „Ég er fæddur árið 1963 og ólst upp í Laug- arásnum, á Kleifarvegi, hjá ömmu minni og afa, Gunnari Halldórssyni útgerðarmanni og Guðnýju Óskarsdóttur en þau voru bæði frá Siglufirði og bjuggu þar þar til um miðja öld- ina,“ segir Gunnar sem ætlar aðeins að rekja forsögu sína. Elst sjö systkina fór móðir Gunnars, Theó- dóra Gunnarsdóttir, í örlagaríka ferð til Bret- lands 19 ára gömul, þar sem hún réði sig til starfa á hóteli í Newquay sem er á Cornwall- skaganum. Þar kynnist hún ungum manni, Breta að nafni Robert Smith, sem starfaði sömuleiðis á hótelinu. Eftir að Robert og Theódóra höfðu verið kærustupar í um eitt ár sneri Theódóra aftur til Íslands, barnshafandi. Þessa manns átti Gunnar eftir að leita í um 40 ár. „Ég vissi alla tíð að faðir minn var breskur, það var aldrei farið í felur með það enda lét móðir mín mig fá eftirnafn hans sem eftir á að hyggja kom mjög á óvart. Ég veit í raun og mun aldrei vita nákvæmlega hvað varð til þess að það slitnaði upp úr hjá þeim, einhverra hluta vegna var þeim ekki ætlað að vera saman en ég veit að engu að síður var sorg báðum megin, hjá honum og henni yfir því. Mamma giftist aftur, þegar ég var um tveggja ára, gömlum æskufélaga frá Siglufirði, og eign- uðust þau þrjú börn saman. Ég ólst hins vegar alla tíð upp hjá móðurafa mínum og -ömmu og var afar hændur að þeim.“ Kæmi áður en ég yrði 16 Fannstu fyrir föðurleysi sem barn? „Já, ég gerði það. Aðstæður mínar breyttust mjög snögglega þegar ég var tíu ára gamall, 1973. Á einu og sama árinu lést afi minn, sem hafði verið mér eins og faðir, en aðeins nokkr- um mánuðum áður hafði móðir mín misst eig- inmann sinn í sjóslysi, frá þremur ungum börnum, því yngsta tveggja ára. Allt breyttist þá, amma og mamma báðar búnar að missa eiginmenn sína og mjög ungur þurfti ég standa svolítið á eigin fótum; var oft- ast sendur í sveit á sumrin og ég fann þá veru- lega fyrir því og hugsaði oft, hvort það hefði ekki verið gott að geta leitað til föður míns, hvar svo sem hann væri. Mér hafði einhvern tímann verið sagt að hann ætlaði að koma áður en ég yrði 16 ára og hitta mig og ég hélt einhvern veginn í það. Ég upplifði vöntun, af hverju kom enginn að sækja mig. Það má segja að leit mín hafi ekki hafist fyrr en þau tímamót nálguðust og ekkert bólaði á honum.“ Gunnar var ungur þegar hann kynntist eigin- konu sinni, Ingibjörgu Jensdóttur, og um leið eignaðist hann tengdaforeldra sem reyndust honum afar vel og breyttu miklu fyrir líf hans. Hvað vissirðu um föður þinn? „Ég vissi í raun mjög lítið. Það var lítið talað um hann og því sem mamma hafði átt frá hon- um fargaði hún nokkrum árum eftir að það slitnaði upp úr hjá þeim en systur hennar tókst að bjarga einhverju undan, myndum og bréfum, sem hún lét mig svo hafa þegar ég var um 10 ára aldur. Þau gögn hef ég ríghaldið í í áratugi, örfáar myndir og bréf. Í þessum gögnum var einnig heimilisfang sem var í raun það eina fyrir utan nafn hans sem ég hafði til að leita eftir.“ Gunnar tínir fram 4 myndir sem hafa fylgt honum alla tíð. Á einni þeirra er faðir hans, á annarri situr prúðbúið fólk og börn við borð. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem hann fékk að vita að á myndinni væri föðursystir hans að halda upp á afmælið sitt. Á þeirri þriðju eru föðurforeldrar hans. Gastu aldrei fengið frekari upplýsingar hjá fjölskyldumeðlimum, afa eða ömmu, hér á Ís- landi? „Með afa, sem deyr þegar ég er þetta ungur, fara án efa upplýsingar forgörðum. Hann var yndislegur maður og reyndist mér afar vel en þar hefði ég eflaust getað fengið upplýsingar þegar leitin hófst. Móðir mín sagðist ekki hafa frekari upplýsingar fyrir mig, eða vildi kannski ekki að ég fyndi hann, ég get ekki getið mér til um það og mun aldrei vita það héðan af en móðir mín lést fyrir 7 árum. Þegar ég reyndi að ganga á hana, sem ég gerði margoft, eyddi hún talinu eða svaraði einhverju út í hött.“ Sonur Gunnars, Hlynur Smith, situr með okkur í viðtalinu enda hefur hann verið föður sínum til halds og trausts í leitinni síðustu árin og sá sem að endingu komst á sporið. Hann tekur undir og segist muna eftir að hafa reynt að spyrja ömmu sína en ekkert orðið ágengt. „Ég var mjög ungur þegar ég áttaði mig á því að leit pabba míns að pabba sínum var stór partur af tilveru hans. Ég man eftir pabba og besta vini hans tala um þetta fram og aftur, þeir voru í sambandi við spæjara og þetta var leitin mikla sem litaði alla manns ævi. Það var þó ekki fyrr en ég eltist sem ég öðlaðist þroskann til að skilja hvað þetta skipti föður minn miklu máli og fór sjálfur á stúfana. Enda var umhverfið talsvert breytt þegar ég fór að leita; með inter- netið og Facebook, en fyrir pabba þegar hann var að leita ungur maður,“ segir Hlynur. Fór ungur að skrifa bréf Hver voru fyrstu skrefin í leitinni, Gunnar? „Ég var ungur þegar ég fór að skrifa fyrstu bréfin. Þau sendi ég á þetta heimilisfang sem móðursystir mín hafði látið mig fá, heimilis- fangið stóð á bréfi sem faðir minn hafði sent móður minni, og þangað hélt ég áfram að senda bréf öðru hverju næstu árin, sem ég í fyrstu lét mig hafa að skrifa bara á íslensku þar sem ég kunni lítið sem ekkert í ensku en síðar sendi ég þau á ensku. Í þeim voru ýmsar upplýsingar um mig, því í raun vissi ég ekkert hvað faðir minn vissi um mig. Nokkrum árum síðar ákvað ég að fara í breska sendiráðið og athuga hvort þeir gætu aðstoðað mig, enda ekkert grín að ætla að finna einhvern í Bretlandi sem bar nafnið Robert Smith – svipað og að leita að Jóni Jóns- syni nema þarna er leitað í milljónasamfélagi. Þarna vissi ég ekki um millinafn hans. Um leið fór ég líka að sækja fæðingarvottorð mitt en þar kom fram nafn föður míns sem og fæðing- arár hans og -dagur, svo ég gerði mér vonir um að hægt væri að vinna með það.“ Það tók Gunnar tíma að herða sig upp og fara í breska sendiráðið, en þar upplifði hann um leið sár vonbrigði. Lítið var gert úr beiðni hans, sendiráðið sagðist ekkert geta hjálpað, það væri líklega búið að rífa þetta hverfi sem heimili föður hans hefði staðið í. „Þetta braut mig niður um tíma. Ég var svo til stuðningslaus í þessari leit og þetta var stórt skref, ég mun aldrei gleyma þessari ferð og þeim dónaskap sem ég mætti þar sem ung- ur strákur. Ég var hins vegar heppinn með vini og þeir fóru að hvetja mig og aðstoða, við réðum meira að segja einkaspæjara. Næstu áratugir áttu eftir að einkennast af því að ég tók skorpur í leitinni en hætti þess á milli því leitin var eitthvað svo vonlaus.“ Sat fyrir utan húsið Um þrítugt var Gunnar farinn að leita mark- vissara. Þetta var þó á þeim árum áður en int- ernetið kom til sögunnar, kringum 1990, og var leit, sem í dag hefði verið aðeins léttari vegna Facebook og slíkra tóla, þung í vöfum. Vinur Gunnars, Guðni Guðfinnsson, var einn þeirra sem voru honum innan handar og hvöttu áfram og þeir leituðu á náðir fleiri en eins einkaspæjara. Slík þjónusta var dýr og komu þeir þar að lokuðum dyrum. Einn þeirra fann fjóra sem gætu hugsanlega passað við föður Gunnars en þegar á reyndi reyndist eng- inn þeirra sá rétti. „Ég hef leitað til flestra staða sem mér datt í hug. Sent bréf á Alþjóðlega Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn þar ytra og maður otaði sínum tota alls staðar. Eitt sinn lenti ég á spjalli við Breta sem kom í ljós að hafði verið í lögreglunni í Liverpool og hann bauðst til að skoða þetta fyrir mig og var spenntur fyrir að fara sjálfur á þetta heimilisfang sem ég hafði og hann gerði það og bankaði upp á. Ég sat hér heima á Íslandi, spenntur við símann, að hann hringdi í mig þegar hann væri búinn að fara og hvort eitthvað kæmi í ljós en engar upplýsingar fengust, enginn þekkti Robert Smith eða vissi hvenær hann hafði flutt út. Ég er sjálfur mikill Tottenham-maður og ég hef nokkrum sinnum farið út og heimsótt þess- ar slóðir í leiðinni. Ég hef setið fyrir utan húsið og það eru áratugir síðan ég gerði það fyrst. En auðvitað var þetta bara eins og ætla að finna nál í heystakki.“ Fékk áhuga með aldrinum Hlynur hefur einnig setið með föður sínum fyrir utan húsið, sem og hinir synir Gunnars; Axel og Theódór sem hafa alla tíð sýnt leit föð- ur síns mikinn áhuga. „Þegar ég eltist og fór sjálfur að leita áttaði Ævilangri leit lokið Þegar þú hefur eytt meira en 40 árum í leit að föður þínum er stundin þegar þér er ljóst hver hann er og hvar hann er niðurkominn ólýsanlegt og yfirþyrmandi augnablik. Ævilöng leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.