Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Blaðsíða 13
ég mig fljótlega á því að það væri sennilega
ekki fræðilegur möguleiki á að finna hann, og
það þrátt fyrir tilkomu Facebook. Ég hugsa að
síðustu árin sé ég búinn að skoða alla Robert
Smith í heiminum sem eru með einhvers konar
prófíl á netinu. Og reyndar ekki bara Robert
Smith heldur líka alls konar Breta sem heita
Smith, þeir eru ekkert fáir!“ segir Hlynur.
Gunnar kímir og segir að þetta hafi oft verið
mjög spaugilegt. Hlynur hafi ósjaldan hrópað
upp yfir sig, límdur ofan í skjáinn; „Pabbi,
sjáðu, hér er einn Smith, sjáðu hvað hann er
líkur þér!“
Hlynur auglýsti margoft á breskum face-
book-síðum, svo sem „missing people“ og setti
inn þær myndir sem faðir hans átti í sínum fór-
um og spurði hvort einhver kannaðist við and-
litin og nafnið Robert Smith. Þar lenti hann á
misvönduðu fólki enda svikahrappar jafnan til-
búnir til að nýta sér viðkvæmar aðstæður.
Einn harðsvíruðustu svikaranna gekk svo
langt að segjast ekki aðeins hafa fundið Rob-
ert Smith, og gaf þeim feðgum talsverða von,
heldur sendi hann mynd af honum eins og
hann ætti að líta út í dag; þar sem hann stóð
hress og kátur í stofu. Síðar, þegar rýnt var í
myndina kom í ljós að svikahrappurinn hafði
fótósjoppað myndirnar sem Gunnar átti af föð-
ur sínum og hinar svart hvítu myndirnar inn á
og lét líta út fyrir að „Robert“ stæði í stofunni
með þær fjölskyldumyndir í ramma fyrir aftan
sig uppi á vegg. Og að sjálfsögðu fóru þá að
berast beiðnir um meiri peninga, annars væri
ekki hægt að ganga lengra. Að lokum lá mikið
á að Hlynur myndi millifæra peninga því
„Robert Smith“ væri svo veikur.
„Þótt það væri vissulega högg að lenda í
svona fólki þá fannst mér eftir þetta ég enn
síður geta gefist upp, fannst ég hafa gert mig
að hálfgerðu fífli og ég yrði bara að finna Rob-
ert Smith fyrir pabba,“ segir Hlynur. „Ég var
ófá kvöldin við tölvuna langt fram á nætur og
eiginkona mín farin að kalla á mig að hætta
þessu nú smástund og koma að sofa. Það komu
tímar sem mér leið eins og þetta hlyti að vera
bara allt skáldskapur. Það hefði aldrei verið til
neinn Smith, Smith-fjölskyldan væri ekki til.
Ég var heillengi að meðtaka það þegar það
loks gerðist.“
Á réttri slóð
Því einn daginn, gerðist það sem feðgarnir
voru farnir að telja útilokað.
„Þegar Hlynur tók upp þráðinn, og neitaði
að gefast upp, var ég eiginlega búinn á því og
hugsaði með mér að líklega fyndi ég hann aldr-
ei,“ segir Gunnar en þó kom að þeim degi að
Hlynur fékk skeyti frá manni sem skipti raun-
verulega máli.
„Maðurinn bauðst til að skoða málið fyrir
mig og auðvitað tók ég því með varúð. Daginn
eftir sendi hann mér að hann hefði ekki fundið
neinn sem passaði nákvæmlega við upplýsing-
arnar en einn Robert Smith hefði hann þó
fundið nema að fæðingardagurinn var ekki sá
sami og pabbi hafði úr fæðingarvottorði sínu.
Hann sendi mér mynd af þessum tiltekna
Robert og vinur pabba sagði strax: „Þú ert bú-
inn að finna hann!“
Maðurinn sendi mér einnig slóðina á face-
booksíðu eiginkonu þessa Roberts Smith, sem
hét Salvadora, og ég hófst handa við að skrifa
skilaboð. Ég var margsinnis búinn að skrifa
skilaboð og eyða þeim aftur, skrifa og eyða til
skiptis þegar ég ýtti bara á enter,“ segir Hlyn-
ur.
„Mér brá svo að hann hefði sent skilaboðin
að ég bað hann strax í guðsbænum að taka þau
aftur – sem hann þóttist svo gera,“ segir Gunn-
ar og hlær.
„Mér fannst þetta stór ákvörðun, því ég í
raun vissi ekki hvað þau vissu. Vissi þessi kona
yfirhöfuð að ég var til, um fortíð eiginmanns
síns, við hverju gat ég búist?“ segir Gunnar en
Hlynur sendi einnig skilaboð á konu sem var
greinilega dóttir Salvadoru og væri því systir
Gunnars.
Það kom ekki svar í sólarhring og Hlynur
var nærri farinn að sjá eftir öllu saman þegar
svör fóru að berast, frá bæði Salvadoru, eigin-
konu Roberts, og dóttur hans. Frá Salvadoru
kom heil ritgerð. Faðirinn var fundinn og á því
lék enginn vafi. Gunnar fékk sendar myndir
sem faðir hans hafði átt og Gunnar aldrei séð;
nokkrar af þeim Robert og Theódóru saman í
Bretlandi, einnig mynd af Gunnari agnar-
litlum. Faðir Gunnars var látinn, hafði látist
2012 en Gunnar átti fjögur systkini ytra. Og
það sem kom honum mest á óvart; þau höfðu
líka leitað hans.
Höfðu beðið
„Þau voru bara búin að vera að bíða, þau höfðu
líka leitað. Það var ljúfsár tilfinning að þrátt
fyrir að faðir minn væri látinn þá fann ég strax
að þau höfðu alla tíð viljað tengjast mér,“ segir
Gunnar.
Eins og Gunnar hafði fjölskylda hans úti
haft rangar upplýsingar. Að vera ekki með
réttan fæðingardag á Robert Smith hafði
breytt öllu fyrir leit að svo einföldu nafni.
Einnig hafði Robert millinafn, Trevor, sem
hefði breytt miklu að vita. Fjölskyldan úti var
ekki með nafn Gunnars og þegar systkini hans
fóru að grennslast fyrir um hann á Facebook
og með hjálp Google höfðu þau talið að ef hann
hefði verið nefndur eftir föður sínum, sem þau
voru alls ekki viss um, eða hvort Gunnar vissi
yfirhöfuð að hann ætti föður í Bretlandi, þá
væri hann kenndur við Róbert; væri Róberts-
son upp á íslenska háttinn.
Ég var ungur þegar ég fór að skrifa fyrstu
bréfin. Þau sendi ég á þetta heimilisfang sem
móðursystir mín hafði látið mig fá, heimilis-
fangið stóð á bréfi sem faðir minn hafði sent
móður minni, og þangað hélt ég áfram að
senda bréf öðru hverju næstu árin.
Morgunblaðið/Hari
’Mér hafði einhvern tímannverið sagt að hann ætlaði aðkoma áður en ég yrði 16 ára oghitta mig og ég hélt einhvern veg-
inn í það. Ég upplifði vöntun, af
hverju kom enginn að sækja mig.
Ljósmynd sem Gunnar eignaðist í fyrra og
sá þá foreldra sína, Theódóru Gunnars-
dóttur og Gunnar Smith saman í fyrsta
skipti á mynd. Þau létust með 5 mánaða
millibili, Theódóra lést 2011 og Robert
2012.
17.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13