Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Side 14
„Auðvitað veit maður sem Íslendingur að það
er hægt að setja auglýsingu í dagblað með
litlum upplýsingum og kannski finna viðkom-
andi. Þar sem þau eru úr milljónasamfélagi
datt þeim það ekki í hug, hvernig smæð sam-
félagsins hér er.
Um tíma stóð til að ég yrði Gunnarsson, eft-
ir afa mínum. Ég hafði síðar fregnir af að móð-
ir mín var hörð á því að ég yrði Smith, á tímum
meira að segja þar sem það þótti nú ekkert
sérstaklega eftirsóknarvert að bera svona ætt-
arnafn. Ég velti fyrir mér af hverju, jafnvel
hvort hugsunin hefði verið sú að það yrði auð-
veldara að finna mig síðar meir, ef faðir minn
skyldi leita. En þetta í raun flækti málin því
það hvarflaði aldrei að þeim að ég hefði verið
gerður að Smith.“
Þegar Robert var orðinn mjög veikur og lá
banaleguna spurði eiginkona hans hvort þau
ættu að gera eina tilraun enn, til að reyna að
finna Gunnar.
„Faðir minn sagði þá að það væri ein-
faldlega orðið of seint. Ég veit auðvitað ekki
allt um hans aðstæður, hvort hann hafi hikað
við að valsa inn í líf mitt. Bróðir hans sagði
mér þegar ég hitti hann að faðir minn hefði
verið lengi að jafna sig eftir að mamma fór
til Íslands, það hefði ekki verið hægt að
ræða við hann í heilt ár. Einhverra hluta
vegna þorði hann ekki að eiga við leit að mér
sjálfur, systkini mín voru það fólk sem var í
því.
Ég fékk að vita þegar ég kynntist fjölskyld-
unni úti að faðir minn talaði alltaf um son sinn
sem hann hafði átt áður, hann hélt upp á
myndir af mér og móður minni, hann átti hár-
lokk úr henni. Hann ól börnin sinn upp í því að
þau ættu fjögur systkini, þar af einn hálf-
íslenskan bróður og talaði opinskátt um móður
mína við þau öll, líka eiginkonu sína. Salvadora
er einstök manneskja. Þegar ég heyrði í henni
í fyrsta skipti, sagði hún; Kallaðu mig bara
„mömmu“ ef þú vilt. Mitt hús er þitt hús.
40 ára leit var þar með lokið. Mánuði síðar
fór Gunnar út að hitta systkini sín og Salva-
doru. Á hálfu ári hefur hann alls farið þrisvar
að heimsækja þau og þau komu til Íslands í
janúar.
„Þetta er yndislegt fólk, ég er mjög heppinn
með það. Ég er auðvitað búinn að bíða svo
lengi og þetta hefði getað verið hvernig sem
var. Þau ekki vitað af mér. Ég var svo hrædd-
ur við að þegar ég loksins fyndi þau kæmi ég
að lokuðum dyrum. Þetta hefur líka verið til-
finningaríkt fyrir þau. Ég þyki lifandi eftir-
mynd föður míns. Barnabarn föður míns grét
þegar ég faðmaði hana í fyrsta sinn, hún var
afar hænd að afa sínum og fékk hálfgerða afa-
tilfinningu. Á flugvellinum var ég knúsaður í
bak og fyrir.
Það er svolítið eins og ég hafi þekkt þetta
fólk alla tíð. Ég á yndisleg systkini hér heima,
ég tek það fram, en þarna er hinn helmingur-
inn, sem vantaði.“
Engin þörf á DNA
Fyrstu helgina sem Gunnar dvaldi úti í Bret-
landi hjá loksins fundnu fjölskyldunni, voru
tvö stór fjölskylduboð haldin. Vanur að vera
alltaf sá eini sem hét Smith, segir hann til-
finninguna ólýsanlega að vera umkringdur
óteljandi Smith-um. Þess má þó geta að börn
og barnabörn Gunnars bera öll ættarnafnið.
„Besta tilfinningin var samt þegar ég gekk
þangað sem hann er jarðsettur, sem er í
göngufæri við heimili fjölskyldunnar. Þarna
hvíldi hann, þarna var nafn hans á steini. Ég sá
hvar hann var og það var eiginlega geggjað,
svo góð tilfinning.“
Gunnar hefur ekki farið í DNA-rannsókn
enda þykir útlitið eitt og sér næg sönnun.
Bróðir hans sagðist sjá lifandi eftirmynd föður
síns og það væri engin þörf á prófi.
„Þetta er allt auðvitað því að þakka að Hlyn-
ur gafst ekki upp. Hann endaði á að hitta á vel-
viljaðan mann sem vildi raunverulega hjálpa,
var ekki á höttunum eftir peningum eða neinu
fyrir sjálfan sig. Meira að segja þegar Hlynur
sendi honum þakklætisskilaboð svaraði hann
ekki. Leitinni er lokið, ég er ekki lengur að
leita að andliti í þvögunni þegar ég ferðast
ytra.“
„Við þurfum bara að finna okkur annað til að
leita að núna!“ skýtur Hlynur inn í að lokum.
Hlynur Smith með Gunn-
ari Smith en Hlynur var sá
sem kom föður sínum að
lokum á sporið.
Morgunblaðið/Hari
’Þau voru bara búin að veraað bíða, þau höfðu líka leitað.Það var ljúfsár tilfinning að þráttfyrir að faðir minn væri látinn
þá fann ég strax að þau höfðu
alla tíð viljað tengjast mér.
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019
Guðni Guðfinnsson er vinur Gunnars Smith til
margra ára en þeir kynntust í gegnum hand-
boltann, þar sem þeir voru báðir að þjálfa hjá
Fjölni. Guðni hefur fylgst með leit Gunnars og
sjálfur tekið þátt í henni.
„Ég kynntist Gunnari upp úr 1990 og fékk
fljótlega að heyra sögu hans. Hann sagði mér,
og maður fann, að hann var svolítið búinn að
gefa upp þá von að finna föður sinn nokkurn
tímann. Hins vegar þegar til dæmis Englend-
ingar urðu á vegi hans, fann maður að vonin var enn til staðar
þar sem hann gaf sig alltaf á tal við þá,“ segir Guðni sem gekk
langt við að reyna að aðstoða vin sinn, fór inn á síður sem snér-
ust um að finna týnt fólk í Bretlandi og Guðni var með Gunnari í
að leita uppi einkaspæjara, og Guðni var búinn að tala við
nokkra þegar einn gaf honum von. Úr varð að Guðni fór sjálfur
til útlanda að athuga heimilisfang sem einn þeirra hafði fundið,
hjá ekkju Roberts nokkurs Smith, en það reyndist ekki réttur
maður.
„Hvaðan maður er upprunninn er svo stór hluti af manni og ég
skynjaði hvað Gunnar þráði þetta heitt. Það var því ólýsanleg til-
finning þegar Gunnar hringdi í mig og sagði að líklega væri fað-
ir hans fundinn, þegar Hlynur hafði komist á rétta slóð. Við höfð-
um ákveðið að hittast og horfa saman á leik, en þetta er líklega í
fyrsta skipti sem við horfðum á leik án þess í raun að horfa á
hann, hugurinn var annars staðar.“
Það var við hæfi að Guðni færi með Gunnari í heimsókn ytra
og hitti fólkið hans, en þeir fóru nú um jólin.
„Það er mest um vert hvað þetta er yndislegt fólk sem hann á
þarna úti, eftir alla þessa leit, að komast að því.“
Með í leitinni í fjölda ára
Guðni Guðfinnsson