Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Qupperneq 16
KNATTSPYRNA 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 Hafi það ekki verið nægilega mikil nið-urlæging fyrir Gershom Cox, bak-vörð Aston Villa, að verða fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir þrjátíu mín- útna leik gegn Úlfunum á Dudley Road Gro- und í Wolverhampton laugardaginn 8. sept- ember 1888 var höfuðið bitið af skömminni eftir leik þegar í ljós kom að þetta var að öll- um líkindum fyrsta markið í deildarkeppni á Englandi. Og þar af leiðandi í heiminum. Aumingja Cox sá fram á að nafn hans yrði um aldur og ævi brennimerkt í sögubæk- urnar. Og þannig var það löngu eftir að Cox sagði skilið við þessa jarðvist. Að vísu ber ekki öll- um heimildum saman. Sumir halda því fram að útherjinn knái Kenny Davenport hafi skorað fyrsta markið fyrir Bolton Wanderers gegn Derby County og aðrir fullyrða að Fred Dewhurst, miðherji Preston North End, hafi rofið múrinn, gegn Burnley. Þetta misræmi varð til þess að tveir forvitnir sagnfræðingar, Robert Boyling og Mark Metcalf, fóru á stúf- ana fyrir nokkrum árum til að rannsaka mál- ið og leiða það til lykta í eitt skipti fyrir öll. Leiknum seinkaði Eftir mikið grúsk komust þeir að niðurstöðu. Lengi vel var talið að leikur Úlfanna og Aston Villa hefði hafist á undan öðrum leikj- um þennan fyrsta dag mótsins, eða á slaginu kl. 15. Samkvæmt fyrirfram auglýstri dag- skrá í Midland Evening News 7. september 1888, sem sagnfræðingarnir grófu upp, átti leikurinn hins vegar ekki að hefjast fyrr en klukkan 15.30. Hafi leikurinn verið á áætlun skoraði Cox markið á slaginu kl. 16. Boyling og Metcalfe gera því raunar skóna að það gæti hafa verið síðar en algengt var að leikj- um seinkaði á þessum árum; stundum mættu liðin sjálf of seint til leiks og oft og tíðum tók langan tíma að koma áhorfendum inn á leik- vanginn. Á flestum völlum var aðeins eitt hlið. Raunar telur Metcalfe nær útilokað að flautað hafi verið til leiks á réttum tíma enda ólíklegt að áhangendur Villa, sem flestir ættu að hafa unnið til hádegis þennan dag, hafi komist til Wolverhampton í tæka tíð. Menn stigu sem kunnugt er ekki upp í bíla árið 1888. Og eins og góðra gestgjafa er siður hafa Úlfarnir örugglega beðið átekta. Raunar er þetta akademískt því sannað þykir að tvö mörk hafi verið gerð fyrir klukkan 16, mörk- in sem um er getið hér að ofan. Leikur Bolton og Derby átti að hefjast á sama tíma, kl. 15.30, en í umsögn um leikinn í dagblaðinu Cricket and Football Field kem- ur fram að honum hafi seinkað um korter. Davenport skoraði markið eftir tveggja mín- útna leik, sumsé klukkan 15.47, hafi Cricket and Football Field ekki skjöplast. Það þýðir að hann er fyrsti markaskorarinn í deildar- leik í sögu knattspyrnunnar. Ekki Gershom Cox. Ólst upp á sömu torfu Í Cricket and Football Field kemur fram að markið hafi verið „fínt“, án þess að tilburðum sé nánar lýst. Raunar verður Cox að sætta sig við brons- ið, þar sem mark Dewhurst fyrir Preston kom eftir þriggja mínútna leik gegn Burnley en sá leikur hófst ekki fyrr en kl. 15.50. Hann hefur þá látið til skarar skríða fimm mínútum á eftir Davenport og að minnsta kosti átta mínútum á undan Cox sem rog- aðist væntanlega með þessa þungu byrði æv- ina á enda. Davenport, sem alist hafði upp steinsnar frá Pikes Lane-vellinum, eins og heimavöllur Bolton hét á þessum árum, bætti fljótlega við öðru marki en það var þó skammgóður verm- ir þar sem Derby vann leikinn, 6:3. Alls voru 23 mörk skoruð þessa fyrstu helgi í sögu ensku knattspyrnunnar. Synd væri þó að segja að menn hafi fundið netmöskvana þennan dag en engin net voru í mörkunum á þessum fyrstu árum. Það hafa örugglega verið uppgrip fyrir boltasækj- endur. Hvort lið um sig tilnefndi einn dómara og greindi þá á stóð yfirdómari á hliðarlínunni og skar úr um ágreiningsmál. Auk þess að halda tímanum til haga. Þekktu ekki leikmenn Leikmenn léku í ónúmeruðum treyjum sem gerði blaðamönnum erfitt fyrir, enda allur gangur á því hvort þeir báru yfirhöfuð kennsl á einhvern á vellinum, sérstaklega leikmenn gestaliðsins. Fólk var ekki með myndir af helstu sparkgoðum fyrir framan sig á degi hverjum árið 1888. Þess utan voru blaða- menn gjarnan látnir sitja fjarri völlunum sem á köflum minntu raunar meira á kartöflu- garða en knattspyrnuvelli. Eitt hefur þó ekki breyst en samkvæmt Cricket and Football Field var fyrsta marki Davenports ákaft mótmælt vegna gruns um rangstöðu. Davenport hafði gengið til liðs við Bolton frá Gilnon Rangers árið 1883 og lék alls í níu ár með liðinu. Hann kom við sögu í öllum leikjum Bolton á þessari fyrstu leiktíð og lék tvo landsleiki fyrir England. Fáum sögum fer af Davenport eftir að hann lagði skóna á hill- una en hann sálaðist árið 1908, aðeins 46 ára gamall. Bolton flutti búferlum frá Pikes Lane yfir á Burnden Park árið 1895 sem var heimili fé- lagsins í 102 ár. Í dag leikur félagið sem kunnugt er á Reebok Stadium. Langt er síð- an Pikes Lane vék fyrir fjölbýlishúsum sem standa nú þar sem fyrsta deildarmarkið í knattspyrnusögunni var skorað. Á ýmsu gekk í þjóðlífinu á þessum tíma en sama dag og ensku knattspyrnunni var ýtt úr vör fannst Annie nokkur Chapman myrt í Whitechapel-hverfinu í Lundúnum. Hún var annað fórnarlamb raðmorðingja sem hlaut viðurnefnið Kviðristu-Kobbi eða Jack the Ripper. Þrjú ennþá í efstu deild Tólf lið áttu aðild að þessu fyrsta Englands- móti, öll úr miðlöndunum, þar sem vöggu knattspyrnunnar er að finna. Þrjú þeirra leika ennþá í efstu deild; Everton, Úlfarnir og Burnley. Hin níu liðin voru Aston Villa, sem hafði frumkvæði að því að deildin var sett á laggirnar, Blackburn Rovers, West Bromwich Albion, Bolton Wanderers, Accr- ington, Notts County, Stoke City, Derby County og Preston North End. Þau stóru á nútímamælikvarða komu síðar. Það var Preston North End sem fór með öruggan sigur af hólmi á þessu fyrsta Eng- landsmóti; hlaut 40 stig úr 22 leikjum en 2 stig voru gefin fyrir sigur á þessum tíma. Aston Villa hafnaði í öðru sæti með 29 stig. Preston vann átján leiki, gerði fjögur jafntefli og tapaði ekki einum einasta leik. Það afrek hefur aðeins einu sinni verið leikið eftir, árið 2004 þegar Arsenal fór taplaust gegnum mót- ið. Þá voru leikirnir raunar orðnir 38. Ekkert að (sjálfs)marka Laugardagurinn 8. september 1888 var sögulegur en þá fóru fyrstu deildarleikirnir í knatt- spyrnu fram í miðlöndunum á Englandi. Leikurinn átti eftir að breiðast út um heiminn eins og eldur í sinu. Í meira en heila öld héldu menn að fyrsta markið hefði verið sjálfsmark. Svo var víst ekki. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lið Bolton Wanderes í árdaga. Hringur hefur verið dreginn utan um Kenny Davenport, fyrsta markaskorara sögunnar. Hann ólst upp steinsnar frá Pikes Lane-vellinum, heimavelli Bolton. Gershom karlinn Cox. Fyrstu Englandsmeistararnir, Preston North End, fóru tap- lausir gegnum mótið 1888-89.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.