Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2019 FERÐALÖG Hún er sannkölluð flökku-kind, hún Agnes Þorkels-dóttir, 26 ára háskólamær sem nemur stjórnmálafræði við HÍ. Ævintýraþráin bankaði upp á eftir menntaskóla og hélt hún af stað út í heim eftir að hafa unnið í fiski úti á landi og lagt fyrir hverja krónu. Agnes hefur bæði ferðast með vin- konu en oftar en ekki einsömul og þykir henni það ekkert tiltökumál. „Það er mjög einfalt og þægilegt; það kom mér mikið á óvart. Maður kynnist alltaf einhverjum og stund- um endar maður á því að ferðast með ókunnugu fólki. Þegar ég fór fyrst í heimsreisu með vinkonu minni þurftum við að hafa svolítið fyrir því að kynnast fólki en þegar ég er ein að ferðast þá sogast ég inn í alls kyns hópa,“ segir hún. „Fyrsta stóra ferðin mín var rétt eftir menntó en þá fór ég í sjálf- boðaliðastarf á Indlandi og Kenýa, á vegum Vina Indlands og var ég mán- uð á hvorum stað. Svo flugum við Lára Kristín vinkona mín yfir til Suður-Ameríku og byrjuðum í Vene- súela þar sem við lærðum spænsku og þaðan fórum við til Perú og Boli- víu.“ Risavaxnar lýs Á Indlandi sinnti Agnes ýmsum verkefnum fyrir samtökin og heim- sótti m.a. fjölmörg barnaheimili þar sem hún lék við börnin og reyndi að kenna þeim smávegis í ensku. Oft svaf hún á gólfinu með börnunum. „Ég elska að sofa á gólfum í Ind- landi. Og í indverskum lestum, það er besti staðurinn til að sofa á. Sef aldrei betur. Ég þrái að fara til Ind- lands bara til að sofa í lestum,“ segir Agnes og blaðamaður gapir af undr- un. Það er ýmislegt annað sem ferða- langurinn þurfti að venjast á Ind- landi. Fylgifiskur þess að vinna á indverskum barnaheimilum var hin mjög svo skæða lús, í yfirstærð! „Ég vissi mjög snemma að ég væri með lús en það þýddi ekkert að losa sig við hana; hún kom bara aft- ur. Það kom fyrir að einhver tíndi úr mér risavaxna lús. Ein kona tíndi úr mér lús og setti hana á hnéð á mér og sagði mér að kremja hana, sem ég gerði,“ segir hún og hlær. Öllu reddað á Indlandi Agnes segist hafa fengið algjöra bakteríu fyrir Indlandi. „Ég elska Indverja, ég kann vel að meta þá. Þetta er svo brosmilt og hjálpsamt fólk. Og menningin er engu lík og maturinn æðislegur. Ég hef farið þrisvar til Indlands og aldr- ei lent í neinu veseni. Ef ég var ráð- villt á lestarstöð og bað einhvern um aðstoð þá skipti engu máli hvort við- komandi talaði enga ensku; hann var umsvifalaust búinn að hringja í frænda sinn sem hafði mögulega verið í Svíþjóð áratugum áður sem kunni þá smá í ensku eða sænsku. Öllu er reddað, það er alveg ótrú- legt.“ Ljósmyndir úr einkasafni Best að sofa í indverskum lestum Eftir stúdentspróf lagðist Agnes Þorkelsdóttir í ferðalög um heiminn og meðfram háskólanámi hefur hún farið til Balí, Nepals, Kenýa, Perú, Bolivíu, Venesúela og þrisvar til Indlands. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Agnes gekk í fjórtán daga í Annapurna- fjöllunum í Nepal og fór hæst í 5.200 metra hæð. Agnes ferðaðist til Flores, eyju í Indónesíu. Þar var náttúrufegurðin engu lík og ekki mikill ágangur ferðamanna. Hér horfir hún yfir fjöll og firði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.