Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2019, Side 31
ur sinnar tíðar, og gagnslaust sé að mæla hann á okk- ar kvarða. Hann hafi verið guðfaðir í tvennum skiln- ingi orðsins. Hann braust til valda með glæpsamleg- um aðferðum sem höfuð valdablokkar, stórfyrirtækis sem fór fram eins og væri það ríki í ríkinu. Fólk sem ögraði honum lifði það sjaldnast af. Hans friður skipti miklu meira máli en blóð píslarvotta sem fluttu boð- skapinn og efldu hinn kristna söfnuð. Hann og hans leynilega fjölskyldufyrirtæki beygði lýðveldið undir sig með afli, svindli og spillingu. Áratugum saman gerði hann Öldungaráðinu „mörg tilboð sem það gat ekki hafnað“. Og það var sannmæli að hann var guð- faðir Evrópu og áhrifa hans sér þar enn þá stað. Þá 15. nú 29. mars Hin fræga dagsetning, 15. mars, reyndist mesti ör- lagatími í lífi Oktaviusar. Sú staðreynd hefur þó ekki runnið upp fyrir honum fyrr en löngu síðar. Nú vill svo til að önnur dagsetning, aðeins réttum tveimur vikum síðar, 29. mars, skekur Evrópu. Enginn kann nú að lesa í innyfli svo gagni. Þótt að- eins séu um 6 vikur til þessarar örlagadagsetningar þorir enginn að spá með vissu um hvað þá muni ger- ast, þótt lagafyrirmælin séu klár. Það er útgöngudag- urinn mikli. Og dagsetningin sú umlukin eftirvænt- ingu, spennu, óskum, vonum og sannfæringu um betri tíð. En það glittir líka í örvæntingu, fordæm- ingu, hatur og heift. Og ekki vantar samsærin. Það er eðli samsæra að menn sjá þau ekki öll fyrr en síðar, oft um seinan, og sum aldrei. Önnur urðu aldrei, en voru skálduð upp síðar, eins og samsærin um morðið á J.F. Kennedy. En sum samsæranna um brexit hafa þegar dúkkað upp og horfið og víst er að mörg ný koma til fyrir hvert eitt sem ekki gengur upp. Innræti samsærisins til staðar En þessi samsæri hefðu verið miklu færri og ekki nærri eins hættuleg ef ekki kæmi til sú staðreynd að innan breska þingsins eru menn úr fleiri flokkum en einum, sem telja réttlætanlegt að hafa niðurstöðu þjóðaratkvæðis að engu. Og það þótt þeir hafi lofað á flokksþingum sínum og svarið í bak og fyrir að slík svik væru óhugsandi. Nú færa menn fyrir því rök að slík svik komi til greina og í framhaldinu finna þeir viðbótarrök sem sýni að það séu engin svik að hafa þjóðaratkvæðið að engu, þvert ofan í fögur fyrirheit. Það sé þvert á móti óhjákvæmilegt nauðsynjaverk. Þau rök eru t.d. borin fram að á daginn hafi komið að margvísleg neikvæð áhrif fylgi því að hætta í ESB. En sá skelfingaráróður hefur lengi heyrst. Fyrir at- kvæðagreiðsluna var skelfingin útlistuð og máluð á alla veggi með stórum stöfum og feitu letri. En meirihlutinn gerði ekkert með það frekar en hinn ömurlega áróður um Icesave hér á landi. Þessi rök eru því ógildir uppvakningar. Næstu rök eru þau að þeir sem sögðu já við útgöngu hafi ekki getað vitað hversu gallaður útgöngusamningurinn yrði. Það er líka eins og hver önnur vitleysa. Við kjörborðið var enginn að pæla í útgöngusamn- ingi enda ekkert um hann spurt. Aðeins spurt: viltu fara úr ESB eða vera kyrr. Enda er útgöngusamn- ingurinn hreint gervivandamál. Flest það sem þar er tínt til snýst um smælki sem gæti valdið einhverjum vandræðum, í einhverja daga eða jafnvel vikur eftir útgöngu hafi menn ekki samið fyrirfram hvernig skyldi farið með. Hvað með það? Það væri stórundar- legt ef ekki þyrfti að laga sig að breytingum af þess- ari stærð. Leyfa þjóð að tala! Sumir heimta nú í takt við þekkta ESB-hætti nýja atkvæðagreiðslu. Nú heitir það að leyfa skuli þjóð- inni að tala. Þessu beita einkum þeir sem alls ekki vildu leyfa þjóðinni að tala í fyrra sinnið! Og hvað svo? Verði útganga enn samþykkt eins og líklegast er á þá að reyna í þriðja sinn? Verði útgöngu nú hafnað fá þá útgöngumenn sinn annan séns eins og hinir? Flestir skynja fáránleikann. Málpípur ESB og búktalarar þeirra í Bretlandi og víðar láta enn eins og öll áhættan af útgöngunni 29. mars (sem ýmsir telja að Theresa May muni reyna að hlaupa frá) liggi hjá Bretum einum. Það voru vissulega talpunktar sem allt ESB-kerfið hefur lesið upp úr. Áætlunin gekk út á að gera út- gönguna ómögulega með brögðum í breska þinginu. Talið er víst að meirihluti þingmanna hafi sagt nei við útgöngu í þjóðaratkvæði. Sumir standast illa freistingu um að eyðileggja þjóðaratkvæði sem „fór illa“. Margt hefur þegar verið reynt, og er ekki enn útséð um það hvort þau spellvirki lukkist eða verði hrundið á næstu 5 vikum. Þýskur utanríkisráðherra áttar sig Sigmar Gabriel, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, skrifaði nýlega grein sem birtist í fjöl- mörgum fjölmiðlum. Hann hvatti nú ESB eindregið til að endursemja um hinn „misheppnaða útgöngu- samning“ en taka ella þá áhættu að gera Evrópu að aukaleikara á alþjóðavísu: „Brexit mun skaða og skerða hlutverk Evrópu í veröldinni í þeim mæli sem við Evrópubúar sýnumst í augnablikinu alls ófærir um að gera okkur grein fyrir til fulls. ESB er nú í hlutverki áhorfandans gagnvart G-2 heiminum sem Bandaríkin og Kína leiða. Sambandið má ekki við bræðravígi í hefndarskyni gagnvart kjarnorkuvopnuðum hernaðarlegum bandamanni, sem hýsir hjartað í alþjóðlegum viðskiptum. ESB verður sín vegna að tryggja traust bönd við Stóra- Bretland. Það má auðvitað yppta öxlum og halda því fram með góðum rökum að það sé Bretlandi sjálfu að kenna og ábyrgðarleysi leiðtoga þess hvernig komið er. En sú réttlæting gagnast engum. Evrópa sem heild mun gjalda útgöngu Breta.“ Of seint í festu gripið? En þótt fleiri áhrifamenn á meginlandinu séu nú farnir að sjá ljósið sem þeir sáu ekki fyrr, blindaðir af eigin móðgunum og sjálfbirgingi gagnvart þjóð- arvilja aðildarlands sem vildi fullveldi sitt til baka, má vera að það sé of seint. Embættisliðið í Brussel fékk of lengi að leika laus- um hala. Þeirra sannfæring var sú að kæmust Bretar klakklaust frá útgöngu sinni þá myndu fleiri stór lönd fylgja í kjölfar þeirra og þá væri þetta búið. Þeir trúa því sem sagt að óttinn, óbilgirnin og hót- anir haldi öðrum þjóðum og vanmáttugri áfram inni. Það hlýtur þó að vera dapurlegt fyrir þá sjálfa að þurfa að lifa við þá staðreynd. Eiginlega ömurlegt. Morgunblaðið/Hari 17.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.