Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 1
Benda hvorir á aðra Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér allt frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Hæstu laun í hæsta aldursþrepi myndu hins vegar hækka um 83% samkvæmt útreikn- ingum SA á kröfugerðinni. Forsvarsmenn Eflingar segja hins vegar að krafa félagsins og Starfs- greinasambandsins hafi verið um flata krónutöluhækkun ofan á greidd grunnlaun, sem næmi 42.000 krónum á hverju ári samningstímans, sem yrði þrjú ár. Samkvæmt því myndi einstaklingur með 300.000 króna laun á mánuði vera með 425.001 krónu í uppsöfnuð laun eftir þrjú ár, eða sem nemur samtals 41,7% hækk- un á þeim þremur árum. Þá heldur forysta Eflingar því fram að hækkun meðallauna yrði um 6,5% á ári og hækkun heildarlauna að öðru óbreyttu 5,4% á ári. Segir félagið því að meðalhækkun launa samkvæmt kröfugerð sinni yrði á bilinu 16,2% til 19,4%, en ekki í þeim tugum prósenta sem SA hafi reiknað út. Engir þröskuldar á þátttöku Atkvæðagreiðsla um verkfalls- boðun Eflingar hefst á mánudag- inn. Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði við Morgunblaðið í dag að allir fé- lagsmenn sem ynnu samkvæmt samningi Eflingar um störf í hótel- og veitingageiranum yrðu á kjör- skrá. Hins vegar tæki verkfallsboð- unin einungis til þeirra sem störf- uðu við þrif og hreingerningar á hótelum og gistiheimilum. Enginn þátttökuþröskuldur væri í atkvæðagreiðslunni.  Misvísandi fullyrðingar SA og Eflingar um kröfugerð félagsins  Allir félags- menn Eflingar í hótel- og veitingageiranum mega kjósa um verkfallsboðunina Kjaradeilur » Samtök atvinnulífsins áætla að kröfugerð Eflingar feli í sér hækkanir á launa- töflu sem nemi allt frá 59% á lægstu laun til 83% á hæstu laun. » Efling segir hins vegar að kröfugerðin sé um fasta krónutöluhækkun upp á 42.000 krónur á ári næstu þrjú ár og meðalhækkun launa á bilinu 16,2% til 19,4%. MKjaradeilur »4 og 6 L A U G A R D A G U R 2 3. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  46. tölublað  107. árgangur  Millimál í fernu VÍTAMÍN&STEINEFNIPRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er orku- og próteinríkur næringardrykkur sem hentar vel þeim semþurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi. OFTAST Á BAK VIÐ TJÖLDIN Á EDDUNNI EINSTAKUR HLJÓMUR INGU BJARKAR LÝRULEIKUR 46HEIÐURSVERÐLAUN 49  Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingis- manns sem laut að rekstrar- kostnaði gjaldeyriseftirlits Seðla- banka Íslands. Þótt eftirlitið hafi verið starfrækt frá miðju ári 2009 eru aðeins til sundurliðaðar tölur yfir rekstur þess frá árinu 2013. Frá þeim tíma hefur reksturinn kostað ríflega 1,5 milljarða króna. »22 Morgunblaðið/Golli SÍ Gjaldeyriseftirlitið hóf starfsemi 2009. Eftirlitið kostað milljarða króna Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norður- landanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Unnið er að því að koma á kross- gjafaskiptum vegna nýrnagjafa og nýrnaþega í gegnum sameiginlegt félag, Scandiatransplant, og segir Jóhann Jónsson, yfirlæknir ígræðslulækninga á Landspít- alanum, að gangi allt að óskum sé hugsanlega hægt að hefja kross- gjafir nýrna milli Norðurlandaþjóð- anna á seinni hluta þessa árs. Jóhann segir að bið eftir nýrum sé yfirleitt ekki lengri en eitt til eitt og hálft ár á Norðurlöndunum. »16 Morgunblaðið/Ómar Landspítali Samkomulag um kross- gjafir yrði framför fyrir nýrnaþega. Krossgjafa- skipti í burð- arliðnum Kvikmyndin Kona fer í stríð, sem Benedikt Erl- ingsson leikstýrði, sópaði í gær til sín Eddu- verðlaununum. Hlutu aðstandendur myndar- innar öll þau tíu verðlaun sem hún var tilnefnd til, en myndin var meðal annars valin kvikmynd ársins, auk þess sem Benedikt Erlingsson hlaut Edduna fyrir bestu leikstjórnina. Þá hlaut Hall- dóra Geirharðsdóttir verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu. »49 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kona sópar til sín Eddu- verðlaununum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.