Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Flórens&Toskana
sp
ör
eh
f.
Sumar 5
Flórens er ein glæsilegasta lista- og menningarborg Ítalíu.
Suðræna Toskana héraðið, pálmum prýdd Versilíaströndin
og töfrandi klettaströndin Cinque Terre heilla okkur líka
í þessari spennandi ferð. Ferðin bæði byrjar og endar í
heimsborginni Mílanó og þaðan er ekið um gróðursæl
héruð yfir til Flórens, höfuðborgar Toskanahéraðs, þar sem
við upplifum skemmtilega daga á meðan við fræðumst um
sögu, listir og mannlíf borgarinnar.
1. - 8. júní
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideild-
ar Háskóla Íslands og fv. hagfræðing-
ur verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar,
segir grundvallarbreytingu hafa orðið
á kjarabaráttunni.
Sú breyting felist í sem stystu máli í
því að málin séu ekki lengur rædd út
frá grundvallarforsendum í efnahags-
málum heldur sé búið að ramma inn
umræðuna út frá orðræðu uppgjörs og
þjóðfélagsátaka.
„Í vestrænum löndum tengjast
kjaraviðræður umfjöllun um hag-
stjórn. Sú umræða snýst um hluti eins
og verðbólgu, efnahagsstöðugleika,
kaupmátt og atvinnuleysi. Spurt er
hvað launþegar gætu fengið út úr
samningum og hvað sé til skiptanna.
Þessi umræða er slegin út af borðinu
hérlendis með fullyrðingum um að
stöðugleiki gagnist ekki láglaunafólki,
sem er fullkomin firra.
Óstöðugleiki – svo sem við gengisfall
krónunnar – hefur verið launafólki
mjög dýrkeyptur, enda hefur kaup-
máttur launa lækkað í verðbólgu. Þá
eru íbúðalán heimilanna að miklu leyti
verðtryggð og
margir munu tapa
miklu í verðbólgu-
skoti,“ segir Ás-
geir. Nú séu kröf-
urnar lagðar fram
án kostnaðar-
greiningar. „Orð-
ræða forystu-
manna verkalýðs-
hreyfingarinnar er
nú á allt öðrum
nótum. Hún forðast að ræða tölur og
staðreyndir heldur styðst við pólitísk
hugtök sem koma málinu varla við.
Rætt er um stéttabaráttu,“ segir Ás-
geir. Orðræðan beri þannig keim af
slagorðum Karl Marx, helsta kenn-
ingasmiðs sameignarstefnunnar.
Eignafólk gegn efnalitlum
Áherslan sé á baráttu öreiganna
gegn auðstéttinni. Höfðað sé til tilfinn-
inga með hugtökum á borð við kúgun, í
stað þess að ræða málin út frá stað-
reyndum. Með því verði baráttan heift-
úðug og persónuleg.
„Orðræðan felst líka í því að hafna
rökræðu. „Við höfum rétt fyrir okkur –
sættu þig við það,“ er sagt. Þetta er ný-
mæli í kjarabaráttunni síðustu áratugi.
Á fyrri tíð var verkalýðshreyfingin
býsna sleip í rökræðu um efnahagsmál.
Hún gat svarað atvinnurekendum og
gagnrýni hagfræðinga á málefnalegum
grundvelli,“ segir Ásgeir og bendir á
að síðustu áratugi hafi verkalýðshreyf-
ingin jafnan krafist launahækkana
þegar uppsveifla var að hefjast. Nú sé
hins vegar krafist mikilla hækkana
þegar hagkerfið er að kólna.
„Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög
fylgst náið með stöðu útflutnings-
greina, einkum þó sjávarútvegsins.
Þegar ég var hagfræðingur Dags-
brúnar á sínum tíma, í tíð Guðmundar
„Jaka“ J. Guðmundssonar, tók ég þátt
í kjaraviðræðunum 1995.
Ég man að eitt sinn er við sátum við
samningaborðið vildi Guðmundur
hærra tilboð frá atvinnurekendum og
spurði hvort ekki mætti gera ráð fyrir
einni góðri loðnugöngu. Þetta er mjög
lýsandi. Þegar vel gekk í sjávarútvegi
voru verkalýðsfélögin eitilhörð. Þegar
illa áraði voru þau hófsöm. Nú vilja
verkalýðsfélögin hins vegar ekki ræða
stöðu ferðaþjónustunnar sem er orðin
helsta útflutningsgreinin. Þetta er al-
gjört frávik frá því sem var.“
Kjarabaráttan snýst
ekki um staðreyndir
Fv. hagfræðingur Dagsbrúnar merkir mikla breytingu
Ásgeir
Jónsson
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á
næstu þremur árum og hæsta aldursþrep í
hæsta virka launaflokki um 82% ef kröfur Efl-
ingar í kjaraviðræðunum yrðu samþykktar
óbreyttar. Þá yrði launataflan endurskoðuð
þannig að aldursþrepum yrði fjölgað um eitt og
bil aukast á milli launaflokka og aldursþrepa.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Samtaka
atvinnulífsins, sem þau birtu í gærkvöldi á
vefnum.
Byggist á kröfugerð SGS
Í tilkynningu samtakanna segir að kröfu-
gerð Eflingar byggist á þeim kröfum sem
Starfsgreinasambandið hafi samþykkt 10.
október síðastliðinn og að félagið hafi vísað
deilu sinni til ríkissáttasemjara á grundvelli
þeirra. Þá segir einnig að í viðræðum aðila hafi
komið fram að Starfsgreinasambandið vilji sjá
1,5% bil milli launaflokka og 2% bil milli aldurs-
þrepa.
Samkvæmt núgildandi launatöflu Eflingar
og Samtaka atvinnulífsins eru lægstu byrjun-
arlaun í neðsta launaflokknum, launaflokki 4,
266.735 krónur. Samtökin segja að Efling hafi
krafist þess að þau hækkuðu upp í 425.000 fyrir
lok samningstímans en hann á að vera til næstu
þriggja ára. Myndi sú launahækkun nema 59%.
Á sama tíma gerði kröfugerð Eflingar ráð
fyrir að í stað fimm ára starfsaldursþreps, líkt
og nú sé, myndu koma tvö ný þrep sem mið-
uðust við sjö og tíu ár í starfi. Starfsmaður í
lægsta launaflokki mun samkvæmt núgildandi
launatöflu hækka upp í 272.261 krónu eftir
fimm ár í starfi. Hæsta aldursþrepið sam-
kvæmt kröfugerðinni myndi hins vegar færa
starfsmanni í lægsta launaflokki 459.000 krón-
ur á mánuði eftir tíu ára starf, eða sem nemur
69% hækkun frá núgildandi taxta.
82% hækkun á hæstu laun
Í efsta launaflokki af þeim tíu sem eru í gildi,
launaflokki 17, eru byrjunarlaunin nú 293.559
krónur. Þau eiga að hækka í 507.875 krónur
samkvæmt kröfugerðinni, eða sem nemur 73%
hækkun.
Þá er starfsmaður í efsta launaflokknum í
efsta aldursþrepinu nú með 300.681 krónu í
laun eftir fimm ára starf. Þau laun myndu þá
hækka samkvæmt kröfugerð Eflingar í
538.348 krónur eftir sjö ára starf annars vegar,
sem er hækkun upp á 79%, og hins vegar í
548.505 krónur eftir tíu ára starf, sem er 82%
hækkun.
Samtök atvinnulífsins segja að samkvæmt
þessum útreikningum myndu lægstu byrjun-
arlaun hækka um 158.000 krónur á mánuði en
laun í hæsta aldursþrepi í hæsta virka launa-
flokki um 248.000 krónur á mánuði. Lægstu
launin myndu þannig hækka minnst í krónum
og prósentum en hæstu umsömdu launin um
hæstu prósentuna og hæstu krónutöluna.
Þá segir í tilkynningu sem Samtökin sendu á
fjölmiðla með útreikningum sínum að sam-
kvæmt kröfugerð Eflingar ætti að „auka bil
milli launaflokka og aldursþrepa. Hækkun
lægstu byrjunarlauna ein og sér gefur því
ófullnægjandi mynd af kröfugerðinni,“ segja
Samtök atvinnulífsins.
Taxtahækkanir samkvæmt kröfugerð Efl ingar að mati SA
Milli áranna 2018-2021
80%
60%
40%
20%
0%
Heimild: Samtök atvinnulífsins.Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 7 ár Eftir 10 ár
Launafl. 4
59% 61%
63% 65%
69%
Launafl. 5
61% 63%
65% 67%
70%
Launafl. 6
62% 64%
66% 68%
71%
Launafl. 7
63% 65%
67% 69%
72%
Launafl. 8
64% 66%
68% 70%
74%
Launafl. 9
65% 68%
70% 72%
75%
Launafl. 10
67% 69%
71% 73%
76%
Launafl. 11
68% 70%
72% 74%
77%
Launafl. 13
70% 72%
74% 76%
79%
Launafl. 17
73% 75%
77% 79%
82%
launafl. Byrjunarlaun Eftir 1 ár Eftir 3 ár Eftir 7 ár Eftir 10 ár
4 425.000 433.500 442.000 450.500 459.000
5 431.375 440.003 448.630 457.258 465.885
6 437.750 446.505 455.260 464.015 472.770
7 444.125 453.008 461.890 470.773 479.655
8 450.500 459.510 468.520 477.530 486.540
9 456.875 466.013 475.150 484.288 493.425
10 463.250 472.515 481.780 491.045 500.310
11 469.625 479.018 488.410 497.803 507.195
13 482.375 492.023 501.670 511.318 520.965
17 507.875 518.033 528.190 538.348 548.505
Launatafl a miðað við kröfugerð Efl ingar að mati SA
Árið 2021
Segja hæstu launin hækka mest
Samtök atvinnulífsins birta kröfugerð Eflingar á heimasíðu sinni Segja hækkun lægstu byrjunar-
launa gefa ófullnægjandi mynd af kröfugerðinni Fjölga á aldursþrepum um eitt og miða við sjö og tíu ár
Kjaradeilur