Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Audi Q7 e-tron er umhverfismildur
tengiltvinnbíll sem sameinar krafta
dísilvélar og rafmagnsmótors með
drægni allt að 56 km. (skv. NEDC).
Verð frá 10.990.000 kr.
Audi Q7 e-tron quattro
Rafmagnaður
Eigum nokkra Audi Q7 e-tron quattro
hlaðna aukahlutum á einstöku tilboðsverði.
Til afhendinga
r strax!
Söngskólinn íReykjavík
Síðasta 7 vikna námskeið vetrarins
hefst 4.mars og lýkur 3. maí
Einnig er hægt að fá einkatíma í söng - fjöldi tíma samkomulag
SÖNGNÁMSKEIÐ
Nánari upplýsingar
www.songskolinn.is / 552-7366
Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmtilegt við sitt hæfi!
• Fyrir fólk á öllum aldri:
Sem undirbúningur fyrir frekara söngnám
eða tómstundagaman fyrir söngáhugafólk
• Kennslutímar:Morguntímar / Síðdegistímar / Kvöldtímar
• Söngtækni:Raddbeiting / Túlkun / Einsöngur / Raddaður söngur
• Tónmennt:Tónfræði / Tónheyrnarþjálfun / Nótnalestur
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru spennandi tímar fram
undan,“ segir Sigurður Þorgeir
Jónasson, verslunarstjóri Toys-
’R’Us á Smáratorgi, þegar hann er
spurður um framtíð verslananna
hér á landi.
Eins og kunnugt er var Top-
Toy, danskt móðurfélag leik-
fangakeðjunnar Toys’R’Us hér á
landi og annars staðar á Norður-
löndunum, úrskurðað gjaldþrota
milli jóla og nýars. Síðan þá hefur
verið óvissa um framtíð verslan-
anna hér. Í upphafi árs var tilkynnt
að verslanirnar yrðu opnar út jan-
úarmánuð hið minnsta og við-
skiptavinir hvattir til að nýta gjafa-
kort meðan kostur væri á.
Sigurður Þorgeir segir að tíð-
inda sé að vænta í næstu viku. „Þá
verður gefin út smá yfirlýsing. Við
erum ekki að fara að loka. Meira
get ég ekki sagt.“
Þrjár Toys’R’Us-verslanir hafa
verið reknar hér á landi síðustu
misseri; á Smáratorgi, í Kringlunni
og á Glerártorgi á Akureyri. Sig-
urður staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að allar þrjár
verslanirnar yrðu áfram opnar eftir
að nýr aðili tæki við rekstrinum.
„Þetta kemur betur í ljós í næstu
viku,“ segir Sigurður.
Danska móðurfélagið lagði
fram gjaldþrotabeiðni í lok síðasta
árs. Stjórn félagsins gaf þær skýr-
ingar að ástæða gjaldþrotsins hefði
verið slök jólaverslun. Reynt hefði
verið að endurskipuleggja rekstur-
inn en það hefði ekki tekist. Versl-
unarkeðjan lýsti sig gjaldþrota í
Bandaríkjunum síðasta sumar.
Verða opnar áfram
Framtíð verslana Toys’R’Us á Íslandi kynnt í næstu viku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framtíðin tryggð Verslanir Toys’R’Us á Íslandi verða opnar áfram.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Vetrarfríin eru hætt að koma for-
eldrum jafnmikið á óvart og þau
gerðu fyrstu árin. Fyrir foreldra,
skóla og atvinnulíf er þetta orðið eðli-
legur hluti af
skólahaldinu,“
segir Hrefna
Sigurjónsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Heimilis og
skóla, en hún seg-
ir að mikil um-
ræða hafi verið í
samfélaginu á sín-
um tíma um að
tekin yrðu upp
vetrarfrí í skólum
líkt og gert var hjá öðrum Norður-
landaþjóðum sem við berum okkur
saman við.
Hrefna segir að af og til komi upp
umræða um að skólafríin geti verið
streituvaldandi. Umræðan hafi verið
háværari fyrstu árin þegar fríin komu
foreldrum í opna skjöldu en það hefðu
þau ekki átt að gera ef foreldrar hefðu
fylgst með skóladagatali barna sinna.
„Breytingar taka tíma og nú er
vetrarfrí í skólum komið á kortið,“
segir Hrefna og bendir á að það sé
ekki á allra færi að geta verið með
börnunum í vetrarfríi. Sumir eigi ekki
frídaga á vinnustað og komist ekki frá
vinnu af einhverjum orsökum. Aðrir
hafi ekki efni á að taka sér frí eða
skipta um umhverfi í skólafríinu.
Að sögn Hrefnu eru vetrarfrí í skól-
um á misjöfnum tímum, skólayfirvöld
í hverju sveitarfélagi ákveði tímasetn-
ingu þeirra. Í sumum skólum sé ekki
vetrarfrí heldur hætti börnin fyrr á
vorin og komist í sauðburð. Hrefnu
finnst ekki ástæða til þess að vetrarfrí
séu samræmd og miðstýrð frekar en
margt annað í skólakerfinu.
„Sveitarfélög hafa brugðist við
vetrarfríum. Reykjavíkurborg er sem
dæmi með metnaðarfulla dagskrá fyr-
ir foreldra og börn sem tök hafa á að
njóta frísins saman en einnig úrræði
fyrir börn þar sem foreldrar hafa ekki
tök á að vera með þeim.“
Umræðan hjá Heimili og skóla snýr
í dag að sögn Hrefnu að áhyggjum af
netnotkun barna, en mörg börn þekki
ekki annað en rafræna veröld. For-
eldrar leiti jafnvægis í þeim málum
sem og milli vinnu og þess að sinna
börnunum. Mörgum foreldrum finnist
þeir ekki ná að sinna börnum sínum
nóg og blikur virðast vera á lofti varð-
andi vímuefnanotkun unglinga.
„Við verðum að halda vöku okkar
og missa ekki niður þann góða árang-
ur sem náðst hefur,“ segir Hrefna.
Reykjavíkurborg býður foreldrum
og forráðamönnum upp á ókeypis frí-
stund og menningu séu þau í fylgd
barna. Auk þess verða skapandi
smiðjur og samvera í öllum Borgar-
bókasöfnunum meðan á vetrarfríi
grunnskólanna í Reykjavík stendur,
25. og 26. febrúar. Á sumum söfnum
stendur dagskráin yfir frá 23. til 26.
febrúar.
Fyrir fullorðna í fylgd með börnum
er ókeypis á Kjarvalsstaði, Ás-
mundarsafn, Hafnarhús, Árbæjar-
safn, landnámssýninguna í Aðal-
stræti, Ljósmyndasafnið og Sjó-
minjasafnið.
Í frístundamiðstöðvum er m.a.
hægt að taka þátt í Ársel Escape,
klifra í turni á útivistarsvæðinu við
Gufunesbæ og elda pylsur úti. Fara í
skíðafjör í Húsabrekku í Grafarvogi,
fá sér kakó og kleinur og hlusta á
góða tónlist. Í Laugalækjarskóla er
boðið upp á fjölskyldubingó, frítt er í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli
13 og 15 þar sem hægt er að prófa
skylmó og föndra úr náttúrunni.
Skartgripagerð er í boði í Tjörninni
og í Miðbergi í Breiðholti er Mission
Impossible-leikur, Just Dance og
stingermót.
Sögur af nautum og perl
Borgarbókasafnið býður upp á
skapandi smiðjur og samveru í öllum
söfnum, m.a. er hægt að fara í hreyfi-
myndamiðju í Árbæ og vísindasmiðju
í Gerðubergi. Í Grófinni er boðið upp á
bíó og perl. Í Kringlunni búningafjör,
bingó og brandara, sögur af nautum í
Sólheimum og spæjarasmiðju í
Spönginni.
Upplýsingar um viðburði í vetrar-
fríi er að finna á reykjavík.is.
Vetrarfrí Margt er í boði í vetrarfríi grunnskólanna í Reykjavík. Myndin er
tekin af glöðum þátttakendum í hljóðfærasmiðju í liðnu vetrarfríi.
Hrefna
Sigurjónsdóttir
Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi
Fullorðnir í fylgd barna fá frítt á söfn Skólafríin hætt að koma á óvart og orðin eðlilegur
hluti af skólahaldinu Útieldun, perl, skíðafjör, skylmó, vísindasmiðja, stingermót og kleinur