Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 11
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Einar Sigurbjörnsson,
fyrrverandi prófessor
í guðfræði, lést á
Vífilsstöðum 20. febr-
úar síðastliðinn á sjö-
tugasta og fimmta
aldursári.
Einar fæddist í
Reykjavík 6. maí
1944, foreldrar hans
voru Sigurbjörn Ein-
arsson biskup og
eiginkona hans Magn-
ea Þorkelsdóttir.
Einar lauk stúd-
entsprófi frá MR árið
1964, guðfræðiprófi
frá Háskóla Íslands 1969 og hann
varði doktorsritgerð sína, Ministry
within the people of God, í trú-
fræði við Guðfræðideild Háskólans
í Lundi í Svíþjóð 1974.
Hann var sóknarprestur á
Ólafsfirði 1969 til 1970, á Hálsi í
Fnjóskadal frá 1974 til 1975 og á
Reynivöllum í Kjós 1975 til 1978.
Einar var stundakennari við Guð-
fræðideild HÍ 1975 til 1978 og
prófessor í trúfræði frá 1978 til
2014. Hann var forseti Guð-
fræðideildar 1981 til
1985, 1990 til 1993 og
2003 til 2006 og sat í
stjórn Guðfræðistofn-
unar HÍ og var for-
maður hennar um
tíma.
Þá var hann vara-
forseti Háskólaráðs
1983 til 1985 og for-
maður áfrýjunar- og
sáttanefndar HÍ frá
1991 til 1996.
Meðal annarra
trúnaðarstarfa sem
Einar gegndi má
nefna að hann var
formaður handbókarnefndar Þjóð-
kirkjunnar 1975 til 1997 og sat í
djáknanefnd Þjóðkirkjunnar 1990
til 1997. Hann sat í öðrum nefnd-
um á vegum Þjóðkirkjunnar, m.a.
þýðingarnefnd Biblíuútgáfunnar
2007, og var formaður sálma-
bókarnefndar hennar frá 2007 til
æviloka.
Þá sat hann í Trúar- og skipu-
lagsmálanefnd Alkirkjuráðsins
sem fulltrúi norrænu kirknanna
frá 1984 til 1991 og norrænum
nefndum um rannsóknir á guð-
fræði prestvígslunnar og rann-
sóknir í sálmafræði.
Hann var fulltrúi HÍ og Þjóð-
kirkjunnar á mörgum ráðstefnum
erlendis.
Meðal bóka sem Einar ritaði
eru Orðið og trúin, sem kom út
1976, Kirkjan játar, 1980, Credo,
kristin trúfræði 1989, Ljós í heimi,
1996 og Embættisgjörð, guðfræði
þjónustunnar í sögu og samtíð,
1996 og 2012.
Hann var í ritstjórn ýmissa
fræðirita og ritaði fjölda greinar í
blöð og tímarit. Einar fékk við-
urkenningu Hagþenkis fyrir
fræðistörf árið 1990. Hann var fé-
lagi í Vísindafélagi Norðmanna og
í Vísindafélagi Íslendinga og for-
maður í nokkur ár. Þá var hann
formaður Safnaðarfélags Dóm-
kirkjunnar í Reykjavík um nokk-
urt skeið.
Eftirlifandi eiginkona Einars er
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, nátt-
úrufræðingur og fyrrverandi
sóknarprestur í Þingeyrarpresta-
kalli. Þau eignuðust þrjú börn,
Sigurbjörn, Guðnýju og Magneu.
Andlát
Einar Sigurbjörnsson
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝJAR
VORVÖRUR
Ég verð að geta
unnið og lifað.
Laus við verki.
Fyrir góða líðan
nota ég Gold,
Active og gelið.
Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Gallabuxur
Kr. 12.900
Str. 36-52
3 litir
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
JUNGE heilsársjakkar
Flottir í borgarferðina
frá 19.900,-
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi
Fljótshlíð, föstudaginn 22. mars 2019 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum
fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist
skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir
aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins.
Reykjavík, 21. febrúar 2019.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til
þess að greiða karlmanni 3,6 millj-
ónir í miskabætur vegna tólf daga
gæsluvarðhalds sem honum var að
ósekju gert að sæta og síðan látinn
afplána 600 daga af eftirstöðvum
fangelsisdóms sem hann hafði áður
hlotið. Stefnandi var handtekinn 6.
júlí 2014 og úrskurðaður í gæslu-
varðhald vegna rannsóknarhags-
muna, en grunur lék á að hann
hefði gerst sekur um tvær líkams-
árásir og frelsissviptingu. Þegar
hann var handtekinn hafði hann
verið á reynslulausn frá júlí 2012
vegna 5 ára fangelsisdóms sem
hann hafði hlotið og átti eftir að af-
plána 600 daga. Í kjölfar handtök-
unnar var honum gert að afplána
eftirstöðvar refsingar sinnar og
lauk hann afplánun í mars 2016 en í
millitíðinni var hann sýknaður í
héraðsdómi af sakargiftum um
meintar árásir og frelsissviptingu.
3,6 milljónir í bætur