Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 23.02.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR 2019 Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn að Borgartúni 30, 2. hæð til hægri, laugardaginn 16. mars kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kjör formanns og nýrra fulltrúa í stjórn samtakanna, umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. www.gedhjalp.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Af þeim 60 íbúðum sem byggingar- samvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem fé- lagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug, og segir Magnús Björn Brynjólfs- son, formaður Samtaka aldraðra, að greinilegur áhugi sé á bygg- ingum sem þess- um, en um óhagnaðardrifna fram- kvæmd sé að ræða. „Verð á íbúðunum hjá okkur er lægra en gengur og gerist,“ segir Magnús. „Meðalverð á fermetra í íbúðunum við Austurhlíð er í kringum 550 þúsund krónur, en í miðborginni er ekki óalengt að verð á fermetra fari yfir 900 þúsund krónur. Áhuginn á verkefninu sýnir að það er þörf á þessu og fólk vill eyða aurunum sínum í hlutina eins og þeir kosta.“ Við Austurhlíð 10 eiga að rísa þrjú hús, 4-5 hæða. Íbúðirnar verða 80-120 fermetrar að stærð og kosta á bilinu 45-65 milljónir króna. Ein lyfta verður í hverju stigahúsi og bílageymslu fyr- ir samtals 60 bíla. Ein húsvarðaríbúð fylgir íbúðunum sextíu og sameigin- legur um 150 fermetra salur verður til afnota fyrir íbúa. Magnús segir stað- setninguna miðsvæðis, húsin standi hátt og rétt handan við hornið sé þjónustumiðstöð á vegum borgar- innar í Bólstaðarhlíð 43. Hvergi slegið af kröfum „Húsin eru byggð með það að leiðarljósi að byggja góðar íbúðir, en samt eins ódýrt og hægt er,“ segir Magnús. „Hvergi er slegið af kröfum um gæði, handverk og hönnun, en við verðum samt að fylgja kröfum borgarinnar um byggingalag, hæð og gerð. Borgin setur reglur sem þýðir að við getum ekki byggt einhvern kassa upp í loftið, sem yrði sjálfsagt miklu ódýrara heldur en okkar verk- efni.“ Félagsmenn í Byggingarsam- vinnufélaginu Samtök aldraðra eru nú um þrjú þúsund, en félagar geta orðið þeir sem eru fjárráða, hafa náð 50 ára aldri og eiga lögheimili á fé- lagssvæðinu, sem er Reykjavík og ná- grenni. Þeir félagsmenn sem hafa náð 60 ára aldri geta fengið úthlutað nýrri íbúð eða keypt eldri íbúð sem reist er á vegum félagsins. Félagar með lengstu aðild eiga fyrstir rétt á kaupum. Samkvæmt reglum félagsins má endursöluverð íbúðar aldrei vera hærra en upphaflegt kostnaðarverð hennar, að teknu tilliti til vísitölu byggingarkostnaðar og með hliðsjón af viðskeytingu, lagfæringu og ástands hennar samkvæmt áliti mats- manns. Eigandi sem fengið hefur íbúð að tilhlutan félagsins má ekki setja hana í almenna sölu fyrr en að enduðu söluferli innan félagsins. 6-8 milljónum dýrari eignir „Það getur munað töluverðu á verði eigna hjá okkur og á almennum markaði,“ segir Magnús. „Í fasteigna- bólunni sem verið hefur síðustu ár þá hefur markaðurinn farið hraðar upp heldur en byggingarvísitalan. Þannig getur verð fasteignar verið 6-8 millj- ónum hærra á almennum markaði heldur en hjá okkur. Nokkur brögð hafa verið að því að fólk, einkum erf- ingjar, hafi viljað komast framhjá ákvæði um hækkun samkvæmt bygg- ingarvísitölu, en það er ekki heimilt.“ Samtök aldraðra voru stofnuð á áttunda áratugnum til að sinna hags- munamálum aldraðra, en hafa í seinni tíð sinnt byggingarframkvæmdum og umsýslu með fasteignir. Félagið byggði sjálft íbúðir við Dalbraut, Sléttuveg og Aflagranda í Reykjavík, en við Kópavogsgerði og Kópavogs- tún í samvinnu við byggingarfyrir- tækið Dverghamra. Nú eru samtök aldraðra með tæplega 500 íbúðir á sínum snærum, en upplýsingar um fé- lagið má sjá á aldradir.is Verðið lægra en gengur og gerist Tölvumynd/Arkþing Austurhlíð 10 Alls verða 60 íbúðir í þremur 4-5 hæða húsum og fermetraverð um 550 þúsund krónur að meðaltali. Magnús Björn Brynjólfsson  Samtök aldraðra byggja 60 íbúðir við Austurhlíð  Verð- breytingar taka mið af vísitölu en ekki almennum markaði Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikilvægt er að hlusta á raddir heimamanna og ræða við þá um þró- un og uppbyggingu ferðaþjónustu, að því er Eyrún Jenný Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamið- stöð ferðamála, sagði í hádegis- fyrirlestri hjá Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasanum í gær. Hún kynnti þar fyrstu niður- stöður rann- sóknar sinnar á viðhorfum heimamanna á Húsavík, Egils- stöðum, í Stykkishólmi og Reykja- nesbæ til ferðaþjónustu og ferða- manna 2018. Könnunin er hluti af greiningu á áhrifum ferðaþjónust- unnar á samfélög heimamanna sem hófst 2016. Viðburðinum var streymt á Facebook-síðu Ferða- málastofu og þar má sjá upptöku af fundinum. Í máli Eyrúnar kom fram að íbúar bæjanna virtust yfirleitt ekki hafa miklar áhyggjur af fjölda ferða- manna yfir sumarið og þætti fjöld- inn hæfilegur. Þó voru marktækt fleiri í Stykkishólmi en hinum bæj- unum sem þótti ferðamenn of marg- ir yfir sumarið. Allt önnur mynd blasti við að vetri. Þá þótti t.d. um 75% Húsvíkinga ferðamenn vera of fáir og sömu skoðunar var meira en helmingur Egilsstaðabúa. Svo virðist sem íbúar bæjanna fjögurra séu almennt ánægðir með ferðaþjónustu í sinni heimabyggð. Þá virðist ríkja almenn sátt um að samfélagið taki einhverjum breyt- ingum vegna aukinnar ferðaþjón- ustu. Um og yfir 70% svarenda telja að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á búsetuskilyrði á staðnum. Milli 20 og 30% svarenda töldu að ferða- menn yllu meira ónæði í daglegu lífi þeirra en áður. Þá taldi innan við þriðjungur svarenda að þeirra heimabyggð gæti ekki tekið við fleiri ferðamönnum miðað við núverandi aðstæður. Nokkuð skiptar skoðanir voru um hvort ferðaþjónustan hefði leitt til fjölbreyttari þjónustu í heimabyggð svarenda og þeir nýtt sér hana. Inn- an við helmingur íbúa Reykjanes- bæjar var því sammála en yfir 60% íbúa Egilsstaða, tæplega 70% íbúa Stykkishólms og 73% Húsvíkinga. Eyrún segir að gögnin úr rann- sókninni segi heilmikla sögu. Greina megi mismunandi meginstef á milli svæða. Hún sýndi glæru um vís- bendingar. Þar kemur fram að á Húsavík sé það viðhorf að ferða- menn gæði bæinn lífi en stundum sé erfitt fyrir íbúa að deila með þeim rými. Á Egilsstöðum er ánægja með hátt þjónustustig og ferðamenn eru hluti af bæjarmyndinni en umferð er mjög mikil. Í Stykkishólmi þykir fólki að heimagisting þrengi að og í Reykjanesbæ að ferðamenn séu ekki áberandi en eigi samt sinn þátt í að skapa fjölda starfa. Í símakönn- un komu fram jákvæð viðhorf gagn- vart ferðaþjónustu þvert á svæðin. Eyrún segir að rannsókninni sé ekki lokið og eftir sé að greina ýmsa þætti og svara ýmsum mikilvægum spurningum um áhrif ferðaþjónustu. Hugur heimafólks til ferðaþjónustu  Könnun á áhrifum ferðaþjónustu Eyrún Jenný Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.