Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 5 herbergja efri hæð og ris ásamt bílskúr í raðhúsi í Keflavík. Mjög vel staðsett og mikið endurnýjuð eign Í göngufæri við skóla, íþróttamannvikri og þjónustu. Stærð 113,5 m2 Verð kr. 35.000.000 Faxabraut 38, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna ákvæða í tvísköttunar- samningi milli Íslands og Portúgals geta íslenskir eftirlaunaþegar flutt lögheimili sitt til Portúgals og fengið greidd eftirlaun frá Íslandi án þess að greiða af þeim skatta, hvorki á Íslandi né í Portúgal. Alexander G. Edvardsson, sér- fræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG, segir að eftirlaun, leigu- tekjur af húsnæði og arður séu ekki skattlögð ef við- komandi hefur flutt lögheimili sitt til Portúgals. Alexander bendir á að í Portúgal sé greiddur skattur af iðgjöldum í líf- eyrissjóði en ekki af eftirlauna- greiðslum. Þessu sé öfugt farið á Ís- landi þar sem greiðslur í lífeyrissjóði hér eru ekki skattlagðar en greiddur skattur af eftirlaunum. Fara út úr velferðarkerfinu Alexander segir aðspurður dæmi um að íslenskir eftirlaunaþegar hafi flutt lögheimili til landa á borð við Portúgal og greiði þar skatta sam- kvæmt reglum ytra. „Á móti kemur að viðkomandi er fluttur frá Íslandi, hefur ekki lengur búsetu hér og er þar með ekki leng- ur í velferðar- og heilbrigðiskerfinu á Íslandi,“ segir Alexander. Hann segir aðspurður að réttindi hvað varðar velferðar- og heil- brigðiskerfið á Íslandi endur- heimtist á um sex mánuðum við flutning lögheimilis aftur til Íslands. „Það er í gildi gamall tví- sköttunarsamningur við Portúgal. Skattlagningarréttur á launum, eða eftirlaunum, er í Portúgal. Ef menn eru að hugsa um að flytja lögheimilið og þar með skattskyldu sína til Portúgals er að ýmsu að hyggja,“ segir hann og tekur dæmi um skatta af eftirlaunum. Eingreiðslur skattlagðar „Ef viðkomandi á til dæmis 20 milljónir í lífeyrissjóði og lætur flytja fjármunina til Portúgals í ein- greiðslu en flytur svo aftur lögheim- ili til Íslands, og fjármunina einnig, gengur dæmið ekki upp. Slíkar ein- greiðslur eru skattlagðar í Portúgal. Mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur eru hins vegar ekki skattlagðar. Menn þurfa að gæta þess að gera þetta rétt. Ef menn eiga töluverð upp- söfnuð lífeyrisréttindi á Íslandi get- ur skattspörun við flutning þó verið umtalsverð,“ segir Alexander. 130 þúsund af 500 þúsund Hann stillir upp dæmi. „Ef viðkomandi fær 500 þúsund krónur í eftirlaun á mánuði myndi hann þurfa að greiða því sem næst 130 þús. kr. í tekjuskatt og útsvar hér á landi. Með því að flytja til Portúgals getur þessi einstaklingur sparað sér skattgreiðslur á einu ári upp á um 1.560 þúsund. Það eru tæpar 16 milljónir á áratug,“ segir Alexander sem kveðst ekki hafa upplýsingar um hvað sjúkratrygg- ingar kosta innflytjendur í Portúgal. Aðgangur að velferðar- og heilbrigðiskerfinu kostar sitt. Lægri framfærslukostnaður „Við þetta bætist að það er miklu ódýrara að lifa í Portúgal enda er framfærslukostnaður miklu lægri. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir þessar 15 milljónir sem sparast á áratug. Maður hefur heyrt sögur af Bretum, Dönum og öðrum Norður- landabúum sem búa megnið af árinu suður frá þegar þeir fara á eftirlaun. Heilu hverfin hafa verið byggð þar sem til dæmis Þjóðverjar og Bretar eru fjölmennir,“ segir Alexander. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru brottfluttir umfram aðflutta til Portúgals alls 491 árin 2008-11. Árin 2012 til 2017 voru aðfluttir umfram brottflutta hins vegar 546. Sé eingöngu horft til íslenskra ríkisborgara fluttu 23 fleiri til Portú- gals á árunum 2008 til 2017 en fluttu þá til Íslands. Njóta skattleysis í Portúgal  Íslenskir ellilífeyrisþegar sem flytja lögheimili sitt til Portúgals greiða ekki skatta af eftirlaunum  Sérfræðingur segir mikið geta munað um skattleysið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Algarve Portúgal er með langar strandlengjur. Þá hefur heimsborgin Lissabon upp á margt að bjóða.Alexander G. Edvardsson Til að halda réttindum í vel- ferðar- og heilbrigðiskerfinu á Íslandi þurfa íslenskir ríkisborg- arar að hafa verið a.m.k. 183 daga af 365 á landinu yfir árið, eða degi lengur en hálft ár. Alexander segir dagafjöldann hafa komið til kasta dómstóla í ágreiningsmálum. Í einhverjum málum hafi verið aflað gagna um dvalardaga á Íslandi með því að kanna mætingu í líkams- ræktarstöð World Class. Allur gangur sé á því hvernig fylgst sé með búsetu fólks sem er mikið á ferðinni. Algengt sé að menn taki saman flugseðla til að geta lagt þessar upplýsingar fram ef skattyfirvöld fara fram á staðfestingu á dvalartíma. Séu minnst 183 daga RÉTTINDI Á ÍSLANDI Skipstjóri hefur verið ákærður fyrir að hafa siglt undir áhrifum fíkniefna frá Flateyri til Suður- eyrar um miðjan desember. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir að slökkva á staðsetningartæki skipsins og fyrir að hafa ekki skráð skipverja um borð með rétt- um hætti, en það síðastnefnda er brot á lögum um lögskráningu skipverja. Greint var frá ákærunni á vef RÚV í gær. Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refs- ingar og sviptur skipstjórnarrétt- indum sínum. Í ákæru kemur fram að hann hafi verið undir áhrifum amfetamíns. Fram kom í frétt mbl.is um miðjan desember að hinn 14. þess mánaðar hefði lögreglu borist ábending um að skipstjórinn væri mögulega undir áhrifum fíkniefna við stjórn bátsins en hann nálg- aðist þá Flateyri að loknum veiðum. Auk skipstjórans voru fjórir aðrir skipverjar um borð. Lögreglan beið skipstjórans á bryggjunni á Flateyri en þegar hann varð var við laganna verði sneri hann frá höfninni og sigldi áleiðis út Önundarfjörð. Slökkti hann um leið öll siglingaljós og fljótlega á sjálfvirkum tilkynning- arskyldubúnaði og því gat Vakt- stöð siglinga ekki séð staðsetningu bátsins. Í framhaldinu voru björgunar- sveitir kallaðar út til leitar að bátnum, auk þyrlu og varðskips Landhelgisgæslunnar. Þá fóru lög- reglumenn á nálægar hafnir. Um tveimur tímum eftir að bát- urinn hafði farið frá Flateyri kom hann í höfn á Suðureyri, þar sem skipstjórinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Ísa- firði. Frá Flateyri Skipstjórinn sigldi þaðan til Suðureyrar undir áhrifum fíkniefna. Ákærður fyrir fíkniefnasiglingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Matvælastofnun og Lyfjastofnun sendu út viðvörun í gær við neyslu á svonefndu tianeptine-efni og öðr- um efnum sem seld eru á netinu undir heitinu nootropics og hafa mörg hver lyfjavirkni. „Nootropics eru efni sem sögð eru örva heilastarfsemi og eru al- geng í netsölu erlendis frá. Þau innihalda í sumum tilvikum lyfja- virk efni sem geta verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án sam- ráðs við lækni. Talið er að ein- staklingur hafi nýlega látist hér- lendis vegna inntöku tianeptine,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstakl- ingsins sem lést og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. „Ekki er að fullu ljóst hvort efn- ið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tia- neptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðs- leyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðs- leyfi sumstaðar í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku,“ segir enn fremur í tilkynningu Matvælastofnunar og Lyfjastofnunar. Auðvelt að nálgast tianeptine á erlendum vefsíðum Bent er á að einföld leit á netinu leiði í ljós að auðvelt sé að nálgast tianeptine í gegnum erlendar vef- verslanir. Þannig sé hægt að kaupa efnið frá Evrópu, Banda- ríkjunum og öðrum ríkjum. Yfir- leitt er tianeptine ekki selt sem lyf heldur markaðssett sem fæðu- bótarefni. Þá segir að efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgrein- ingar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt sé því að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. ,,Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótar- efna og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem inni- halda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði.“ Talinn hafa látist eftir töku tianeptine

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.