Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Þjónustumiðstöð fyrir þolendur of-
beldis verður opnuð á Akureyri 1.
mars næstkomandi. Ásmundur
Einar Daðason, félags- og barna-
málaráðherra, og Sigríður And-
ersen dómsmálaráðherra undirrit-
uðu í gær samstarfsyfirlýsingu um
fjármögnun þjónustumiðstöðv-
arinnar. Sambærileg þjónustu-
miðstöð, Bjarkarhlíð, er þegar
starfrækt á höfuðborgarsvæðinu.
Í tilkynningu frá dómsmálaráðu-
neytinu kemur fram að lögreglu-
stjórinn á Akureyri hafi yfirumsjón
með verkefninu en aðrir samstarfs-
aðilar eru Akureyrarkaupstaður,
Aflið, Háskólinn á Akureyri,
Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilbrigð-
isstofnun Norðurlands, Samtök um
kvennaathvarf, Kvennaráðgjöfin og
Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Þjónustumiðstöðin verður rekin
sem tilraunaverkefni til tveggja ára
og miðast fjárframlög ráðuneyt-
anna við það. Hvort ráðuneyti legg-
ur 12 milljónir króna til verkefn-
isins á tímabilinu svo
heildarframlagið er samtals 24
milljónir króna.
Í miðstöðinni verður boðið upp á
samhæfða þjónustu og ráðgjöf fyrir
fullorðna einstaklinga sem beittir
hafa verið ofbeldi af einhverjum
toga. Þá verður brotaþolum gefinn
kostur á stuðningi og ráðgjöf í kjöl-
far ofbeldis, þeim að kostn-
aðarlausu.
Stuðningur við þjónustumiðstöð-
ina er einn liður í aðgerðaáætlun
gegn ofbeldi og afleiðingum þess
sem ráðherrar félags- og barna-
mála, dómsmála, heilbrigðismála og
mennta- og menningarmála standa
að og er til umfjöllunar á Alþingi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miðstöð Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daða-
son, félags- og barnamálaráðherra, við undiritun samningsins í gær.
Opna miðstöð fyrir
þolendur ofbeldis
ÚR BÆJARLÍFINU
Jón Sigurðsson
Blönduósi
Við hér við botn Húnafjarðar er-
um við að þreyja þorrann því síðasi
dagur þorra, þorraþræll, er í dag og á
morgun gengur góa í garð. Hús-
freyjur áttu að fagna góu á sama hátt
og bændur fögnuðu fyrsta degi í
þorra. Þær áttu að fara fyrstar allra á
fætur, ganga út fáklæddar fyrsta
morgun í góu og bjóða hana vel-
komna í garð með þessari vísu:
Velkomin sértu, góa mín,
og gakktu í bæinn;
vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn.
Bæjarbúum hefur fjölgað þó
nokkuð að undaförnu og er farið að
skorta íbúðarhúsnæði. Blönduósbær
hefur auglýst tillögu um deiliskipulag
að nýjum íbúðalóðum við Fjallabraut,
Lækjarbraut (sem eru ný götuheiti
hér) og Holtabraut á Blönduósi. Um
er að ræða svæði sem er norður af
leikskólanum á Ennisbraut.
Íbúum á enn eftir að fjölga því
bæjarstjórn Blönduósbæjar sam-
þykkti 12. febrúar að taka á móti
flóttamönnum frá Sýrlandi sam-
kvæmt beiðni þar um frá félags-
málaráðuneytinu. Reyndar hefur
það komið fram í fréttum að bæjar-
stjórnin telji að stærsti þröskuld-
urinn við móttöku á flóttafólki til
Blönduóss sé húsnæðisskortur. Um
er að ræða 25 sýrlenska flóttamenn
og er von á þeim kringum mánaða-
mótin apríl-maí. Í flestum tilvikum
er um fjölskyldufólk að ræða, for-
eldra með eitt til þrjú börn. Næstu
skref eru að skipuleggja móttökuna,
stofna stuðningsfjölskyldur, gera
ráðstafanir í skólum og félagsþjón-
ustu og finna húsnæði. Boðað hefur
verið til kynningarfundar um þessi
mál í félagsheimilinu 25. febrúar.
Eins og fram hefur komið hefur íbú-
um á Blönduósi fjölgað hratt og ekki
margar íbúðir á lausu en óskað hefur
verið eftir samstarfi við Skaga-
strönd en þar gæti verið húsnæði til
afnota.
Við Blönduósingar erum svo
lánsamir að eiga grágæs í Skotlandi
sem sendir daglega heim upplýsingar
um staðsetningu sína. Grágæsin Arn-
ór sem merkt var með gervihnatt-
arsendi á Blönduósi í sumar lagði frá
Íslandi 1. nóvember í fyrra rétt vest-
an við ósa Skaftár um kl. 20. Klukkan
8 að morgni lenti Arnór rétt norðan
við vatnið Loch Clais nan Coinneal og
dvaldi þar stutta stund og hélt áleiðis
til Edinborgar og var á þeirri leið
beint vestur af Dundee kl. 12 á há-
degi. Arnór gassi hefur haldið sig við
ána Tay svona 12-13 km vestan við
Dundee í allan vetur og sent skilaboð
heim með reglulegu millibili. Núna
bíða margir spenntir eftir því að Arn-
ór Gassi skili sér í heimahagana í
byrjun apríl.
Hollvinasamtök Heilbrigðis-
stofnunar Norðurlands á Blönduósi
(HSN) undir forystu Sigurlaugar Þ.
Hermannsdóttur afhentu stofnuninni
(Héraðshælið) aðstandendaíbúð fyrir
skömmu sem mun nýtast vel þeim
aðstandendum sem þurfa að dveljast
um lengri eða skemmri tíma hjá sjúk-
lingum sjúkrahússins. Íbúðin er á
annarri hæð heilbrigðisstofnunar-
innar þar sem Húnvetningar komu í
heiminn á árum áður en nú eru þeir
einungis getnir í heimabyggð.
Íbúðin er afhent í minningu Sig-
ursteins Guðmundssonar sem var
læknir Austur-Húnvetninga í hart-
nær 40 ár og bar hag sjúkrahússins
og skjólstæðinga þess mjög fyrir
brjósti. Íbúðin er afar vistleg í alla
staði með eldhúsi, setustofu, svefn-
herbergi og baði. Mörg fyrirtæki, fé-
lagasamtök og einstaklingar lögðu
samtökunum lið svo gera mætti hús-
næðið sem vistlegast. Allir þeir sem
lögðu þessu verkefni lið eiga heiður
skilinn og ekki síst áðurnefnd Sigur-
laug Þ. Hermannsdóttir, formaður
Hollvinasamtakanna, og Hlynur
Tryggvason, eiginmaður hennar.
Húsnæði skortir á Blönduósi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Afhending Kristín Ágústsdóttir, Rósa M. Sigursteinsdóttir, Sigurlaug Þ.
Hermannsdóttir, Ásdís Arinbjörnsdóttir og Helga M. Sigurjónsdóttir við af-
hendingu aðstandendaíbúðarinnar í Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Miðstöð íslenskra
bókmennta auglýsir
eftir umsóknum um
útgáfustyrki
Útgáfustyrkir eru veittir til útgáfu og miðlunar
íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er
að styrkja verk sem hafa menningarlegt og
þekkingarfræðilegt gildi.
þýðingastyrki
Þýðingastyrkir eru veittir til að þýða á íslensku
mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar
fagurbókmenntir, fræðirit og myndríkar bækur
fyrir börn og ungmenni.
styrki úr nýjum
barna- og
ungmennabókasjóði
Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum í nýjan
barna- og ungmennabókasjóð. Markmið hans
er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem
skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.
Umsóknarfrestur um
ofangreinda þrjá styrki
er til 18. mars 2019.
Umsóknareyðublöð
og nánari upplýsingar
á www.islit.is
Einbýlishúsmeðaukaíbúð,bílskúrogsundlaug,samtals427fm.Húsiðer teiknaðafEinariSveinssyniarkitektogstendurá1022,0 fmlóð.
Glæsilegeignmeðtveimurstofum,bókaherbergi, fjórumsvefniherbergjumogvinnuherbergi. Aukþesser3jaherbergja íbúðíkjallara.
Nánariuppl.SverrirKristinssonlg.fs.s.8618514,sverrir@eignamidlun.isogKjartanHallgeirssonlg.fs.s.8249093,
kjartan@eignamidlun.is
BÓKIÐ SKOÐUN
GRENSÁSVEGUR 11 SÍMI 588 9090
KVISTHAGI 12,107 REYKJAVÍK