Morgunblaðið - 23.02.2019, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hefur ver-ið furðulegtað fylgjast
með uppgjöfinni í
afnámi nýverandi
kerfis í leyfisveit-
ingum á innflutn-
ingi á matvælum þrátt fyrir
ítrekaðar ábendingar um að
því geti fylgt bráð heilbrigðis-
vandamál fyrir dýr og menn.
Félag atvinnurekenda hefur
fagnað frumvarpinu og kemur
það ekki á óvart. Bænda-
samtökin lýsa hins vegar yfir
miklum vonbrigðum með að
hagsmunum landbúnaðarins
hafi verið fórnað fyrir heild-
sala, sem flytja vilji inn erlend
matvæli í stórum stíl.
Félag atvinnurekenda hefur
haldið því fram að þetta mál
snúist aðeins um að verja sér-
hagsmuni bænda. Áhyggjum
af heilbrigðismálum er svarað
með skætingi um að þá verði
að banna fólki að fara til út-
landa og koma frá útlöndum.
Staðreyndin er hins vegar
sú að íslenskur landbúnaður
hefur sérstöðu og nægir þar
að nefna að lítil notkun sýkla-
lyfja gerir að verkum að hér
er vart að finna fjölónæmar
bakteríur, sem hafa valdið
heilbrigðisyfirvöldum um all-
an heim miklum áhyggjum.
Í Morgunblaðinu í gær var
rætt við Lance Price, prófess-
or við lýðheilsudeild George
Washington-háskóla í Banda-
ríkjunum. Hann stýrir rann-
sóknasetri við skólann þar
sem stundaðar eru
rannsóknir á
ónæmi gegn sýkla-
lyfjum. Price hélt
hér fyrirlestur á
vegum Framsókn-
arflokksins undir
yfirskriftinni Ísland tækifær-
anna.
Í viðtalinu segir hann að ár-
lega komi upp tvær milljónir
tilfella af smiti á salmonellu
og kampýlóbakter í Banda-
ríkjunum. Þær sýkingar geti
verið banvænar þegar ónæm-
iskerfið er veikt. Um 23 þús-
und manns látist árlega á
sjúkrahúsum, en ekki berist
öll tilfelli þangað og talan sé
líklega nær hundrað þúsund
manns.
Hinar fjölónæmu bakteríur
geti verið banvænar komist
þær í blóðrásina. Þegar ekki
sé hægt að beita sýklalyfjum
sé lítið hægt að gera: „Þá er
að biðja fyrir því að sjúkling-
urinn komist af. Það er ekki
góð staða fyrir lækni.“
Price bendir á að vel hafi
gengið að draga úr notkun
sýklalyfja í kjúklingarækt í
Bandaríkjunum. Þar hafi
þrýstingur neytenda sitt að
segja. Ekki hafi gengið jafnvel
í framleiðslu á svína- og
nautakjöti.
Hann varar Íslendinga við
að slaka á í þessum efnum.
Hér sé ónæmi gegn sýklalyfj-
um einna minnst í heiminum.
Það er óskastaða og mikilvægt
að stefna henni ekki í hættu.
Á Íslandi er ónæmi
gegn sýklalyfjum
einna minnst í heim-
inum}
Óskastaða í hættu
Opinberir starfs-menn, hvort
sem þeir eru hjá
ríki eða borg, þurfa
að geta unnið með
og fyrir fólk úr öll-
um stjórnmálaflokkum. Því er
æskilegt að þeir komi þannig
fram að þeir njóti trausts úr öll-
um áttum og forðist að blanda
sér í pólitískt argaþras. Að
sama skapi getur skapað
vandamál dragi þeir taum til-
tekinna afla umfram það sem
eðlilegt mætti teljast. Pólitísk-
ar vindáttir breytast og meiri-
hlutar koma og fara. Áfram
sitja embættismennirnir.
Skrif Stefáns Eiríkssonar
borgarritara þar sem hann sak-
ar ónafngreinda borgarfulltrúa
um að „eitra starfsumhverfi
starfsfólks Reykjavíkurborgar
með fordæmalausri hegðun, at-
ferli og framgöngu“ hljóta því
að vekja furðu.
Það er hins vegar ekki að
ástæðulausu að sú spurning
vakni hvort starfsmenn borgar-
innar séu í ákveðnu liði. Það
sést til dæmis á því hvernig
fréttir á vef
borgarinnar eru
markvisst mat-
reiddar til að fegra
hlut meirihlutans
og halda hinu nei-
kvæða til hlés.
Þetta er í annað skipti sem
Stefán hnýtir í kjörna borgar-
fulltrúa á þessum nótum.
Það er hins vegar spurning
hvers vegna starfsfólki borgar-
innar finnst það vera í eldlín-
unni. Staðreyndin er sú að
meirihlutinn í borginni og þá
sérstaklega borgarstjórinn
gera sér far um að varpa af sér
allri ábyrgð á stjórn borgar-
innar. Besta dæmið um það er
braggamálið þar sem pólitíkin
reynir að fría sig með öllu og
setja ábyrgðina í fangið á emb-
ættismanninum.
Er virkilega við þá sem borg-
arritari gagnrýnir að sakast?
Hann ætti kannski frekar að
biðja borgarstjóra um að láta af
því að varpa ábyrgðinni yfir á
starfsfólkið og hætta að hegða
sér eins og túristi í borginni.
Þar er skekkjan.
Embættismenn eiga
að láta pólitíkusana
um pólitíkina}
Framganga borgarritara
L
andbúnaður hefur verið undir-
stöðuatvinnugrein landsins frá
upphafi eða í meira en 1.100 ár.
Atvinnugreinin hefur alla tíð við-
haldið byggð og öðru atvinnulífi
um allt land. Ekki er nema áratugur síðan
greinin bjargaði landinu frá gjaldþroti. Ef ekki
hefði verið fyrir þann 50 milljarða króna gjald-
eyrissparnað sem greinin skilaði hefði Ísland
lent röngum megin við núllið í bankahruninu
þegar tvísýnt var um innflutning lyfja og elds-
neytis.
Það hefur verið furðulegt að fylgjast með því
hvernig menn hafa leyft sér að fjalla um þessa
mikilvægu atvinnugrein og því ítrekað verið
haldið fram að hún væri baggi á skattgreið-
endum og neytendum. Hvort tveggja er fá-
sinna.
Framlög ríkisins til landbúnaðar, sem hlut-
fall af landsframleiðslu, eru nú aðeins brot af því sem þau
voru fyrir þrjátíu árum. Útgjöldin eru smávægileg í sam-
anburði við fjölmarga aðra liði í ríkisrekstri en fyrir þá
fjárfestingu fá skattgreiðendur og neytendur gríðarlega
mikilvægan gjaldeyrissparnað og niðurgreidd heilnæm
gæðamatvæli.
Þrátt fyrir að landbúnaður hafi verið undirstaða byggð-
ar í landinu sætir greinin nú viðvarandi aðför úr nokkrum
áttum. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kem-
ur fram að aðeins ein stétt fólks geti vænst viðvarandi
kjaraskerðingar ár eftir ár. Það eru bændur. Allar aðrar
stéttir sem opinberar fjárveitingar ná til geta vænst kjara-
bóta með auknum framlögum ríkisins.
Á sama tíma er jafnt og þétt þrengt að starfsumhverfi
greinarinnar. Tollar eru lækkaðir einhliða þrátt fyrir að Ís-
land sé almennt mun opnara fyrir innflutningi
en t.a.m. Evrópusambandið. Heimildir fyrir
innflutningi á hráu kjöti eru auknar og á sama
tíma eru þær kröfur sem íslenskum landbúnaði
er ætlað að uppfylla auknar jafnt og þétt. Litið
er fram hjá þjóðaröryggismálum eins og smit-
hættu og gífurlegri notkun sýklalyfja í erlend-
um landbúnaði. Íslenskir bændur eru auk þess
settir í þá stöðu að þurfa í auknum mæli að
keppa við verksmiðjubú með starfsfólk sem
nýtur ekki þeirra kjara og réttinda sem við telj-
um sjálfsögð á Íslandi og uppfylla ekki þær
dýru kröfur um aðbúnað sem íslensk lög mæla
fyrir um.
Nú hefur landbúnaðarráðherra lagt fram
frumvarp sem þrengir enn að greininni að því
marki að samtök sem kalla sig nú Félag at-
vinnurekenda, en hétu áður réttu nafni Félag
íslenskra stórkaupmanna, sjá sérstaka ástæðu
til að fagna framtaki ráðherrans. Fulltrúar að minnsta
kosti eins stjórnarflokkanna þriggja, Framsóknarflokks-
ins, hafa sett út á þetta frumvarp eigin ríkisstjórnar.
Þeirra á meðal eru ráðherra og forystumaður flokksins, sá
hinn sami og samþykkti upp á sitt eindæmi óhagstæðan
tollasamning við Evrópusambandið árið 2015. Sama samn-
ing og nú er vísað í. Vonandi mun þó hin nýja afstaða ráða
för því vart getur ríkisstjórn komið máli í gegnum Alþingi í
andstöðu við einn af stjórnarflokkunum.
Í þeirri sátt sem vonandi næst einhvern tímann á vinnu-
markaði má ekki líta fram hjá þeirri stétt sem haldið hefur
lífi í landsmönnum og viðhaldið byggð á Íslandi frá land-
námi.
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson
Pistill
Hin vanvirta undirstaða
Höfundur er formaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Það er mjög gott að fá lög ogreglur, en þær eiga ekki aðvera séríslenskar heldureins og í löndunum í kring-
um okkur,“ sagði Haukur Ingi Jóns-
son hjá veipversluninni Gryfjunni
ehf. um gildistöku laga um rafrettur
1. mars. Gryfjan er „elsta sérverslun
Íslands með gufugræjur“ eins og seg-
ir á heimasíðunni. Haukur segir að
þau selji ekki börnum yngri en 18 ára
vökva eða rafrettur.
Hann segir að undirbúningur
breytts lagaumhverfis af hálfu stjórn-
valda hafi gengið hægt. Umsagna-
fresti um reglugerð um merkingar á
umbúðum rafrettna hafi t.d. ekki lok-
ið fyrr en 13. febrúar. Reglugerðin
hefur ekki enn verið birt.
Þá segir Haukur að skráningar-
skylda á veipvörum sé of stíf, sér-
staklega varðandi tækin sem séu ein-
faldlega raftæki. Mikill kostnaður
fylgi fyrir búðirnar en greiða þarf
75.000 kr. fyrir skráningu á hverri
vörulínu og hverjum hlut tækja. „Ef
ég þarf að skrá hverja einustu vöru
hjá okkur þá skiptir það tugum millj-
óna króna,“ sagði Haukur.
Bannað er að flytja inn rafrettu-
vökva með meira en 20 mg/ml af nikó-
tíni. Haukur segir það í samræmi við
Evrópureglur. Hann segir að þeir
sem taki íslenskt neftóbak í vörina
séu vanir miklu nikótíninnskoti og
þeir eigi erfiðast með að minnka nikó-
tínneyslu. „95% af viðskiptavinum
okkar eru að hætta að reykja sígar-
ettur. Þeir kaupa 20 mg/ml nikótín-
vökva eða veikari blöndu og það dug-
ar alveg,“ sagði Haukur.
Unnið að skráningum
Neytendastofu höfðu í gær bor-
ist 196 tilkynningar um nikótínvökva
af mismunandi gerðum og ellefu tæki
með fylgihlutum frá tólf aðilum.
„Gjald er greitt fyrir hverja
vörulínu vegna áfyllingar sem inni-
heldur sama magn nikótíns, óháð
fjölda bragðtegunda. Nýtt gjald fell-
ur til þegar um er að ræða umtals-
verða breytingu á tilkynntri vöru frá
sama framleiðanda. Þá er greitt fyrir
hverja tegund rafrettu og undirhluti
hennar, þ.m.t. hylki, tank og búnað án
hylkis eða tanks. Gjaldið er aðeins
greitt einu sinni í upphafi markaðs-
setningar hér á landi,“ sagði í svari
Neytendastofu.
Unnið er að birtingu lista yfir
tæki og áfyllingar sem má selja eftir
1. mars nk. Það verður gert að því til-
skildu að búið sé að greiða tilkynn-
ingargjald og Neytendastofa hafi
staðfest að skilyrði til markaðs-
setningar hafi að öðru leyti verið upp-
fyllt. Gert er ráð fyrir að listinn verði
birtur á heimasíðu stofnunarinnar 1.
mars og síðan uppfærður eftir því
sem fleiri vörur fá samþykki til mark-
aðssetningar. Samkvæmt lögum á að
senda tilkynningu til Neytendastofu
um markaðssetningu á rafrettum og
áfyllingum sem innihalda nikótín ekki
síðar en sex mánuðum áður en
markaðssetning er fyrirhuguð.
Beðið er eftir að reglugerð um
merkingar á umbúðum raf-
rettna og áfyllinga og efni
upplýsingabæklings sem á
að fylgja vörunum verði
birt í Stjórnartíðindum.
Neytendastofa hefur engu
að síður fengið upplýs-
ingar um að innflytj-
endur og framleið-
endur hafi kynnt
sér reglugerðar-
drögin og séu byrj-
aðir að undirbúa
merkingarnar.
Reglur skýrast brátt
um rafretturnar
Lög um rafrettur og áfyllingar
fyrir rafrettur taka gildi 1. mars
næstkomandi. Lögin gilda um
áfyllingar hvort sem þær inni-
halda nikótín eða ekki. Þar er
m.a. kveðið á um að einungis
megi selja einnota rafrettur,
hylki eða áfyllingar sem inni-
halda að hámarki 20 mg/ml af
nikótínvökva.
Bannað er að selja börnum
rafrettur og áfyllingar og aðeins
18 ára og eldri mega selja þessar
vörur. Vörurnar mega almennt
ekki vera sýnilegar viðskipta-
vinum á sölustöðum. Öðru máli
gegnir með sérverslanir með raf-
rettur og áfyllingar, þar má hafa
vörurnar sýnilegar inni í versl-
uninni.
Bannað er að nota raf-
rettur í þjónusturýmum
opinberra stofnana,
skólum, heilbrigðis-
stofnunum, almennings-
farartækjum og víðar.
Taka gildi
1. mars
LÖG UM RAFRETTUR
Haukur Ingi Jónsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gufuský Skrá þarf rafrettur og rafrettuvökva sem inniheldur nikótín. Lög
um þessar vörur taka gildi 1. mars og þá birtist listi um skráðar vörur.