Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 38

Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 ✝ Rebekka Stígs-dóttir fæddist að Horni í Sléttu- hreppi 29. júní 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eyri á Ísafirði föstudaginn 15. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Stígur Bæring Vagn Har- aldsson, f. 13.9. 1892, d. 8.9. 1954, og Jóna Ei- leifína Jóhannesdóttir, f. 1.9. 1892, d. 15.3. 1984. Systkini Rebekku eru: Har- aldur Stígsson, f. 27.4. 1914, d. 28.11. 2009, Bergmundur Stígs- son, 1.11. 1915, d. 14.4. 1994, Sigrún Kristjana Stígsdóttir, f. 28.11. 1919, d. 19.2. 1994, Arnór Aðalsteinn Stígsson, f. 14.1. 1922, d. 6.5. 2018, Anna Stígs- dóttir, f. 20.6. 1925, Helga Frið- rika Stígsdóttir, f. 24.8. 1926, d. 30.4. 2005, Guðný Stígsdóttir, f. 24.8. 1928, d. 8.3. 1972, og Stíg- ur Stígsson, f. 28. apríl 1930. Rebekka giftist 31.12. 1944 Sturlu Halldórssyni, f. 13.7. 1922. Þau eignuðust sex börn og eru þau: 1) Guðjón Elí, f. 15. 9. 1945, lést af slysförum 21.2. 1958. 2) Frímann Aðalbjörn, f. 12.6. 1947, maki Auður Harðar- maki Ásgerður Ingvadóttir, börn þeirra eru a) Ingvi, f. 1974, b) Kolbrún, f. 1975, c) Sturla, f. 1979, og d) Helga Rebekka, f. 1983, dætur hennar og Hilmars Þorbjörnssonar eru Ásgerður Pála og Anna Salína. 5) Guðjón Elí, f. 7. júlí 1959, maki Hrefna Rósinbergsdóttir, dóttir þeirra er Elísa, f. 2004, börn hans og Hrafnhildar Haraldsdóttur eru a) Nóa Sólrún, f. 1986, sambýlis- maður Jónas G. Sigurðsson og b) Haraldur Ketill, f. 1989, sam- býliskona hans er Sigrún Inga Gunnarsdóttir og dóttir þeirra er Heiða Karitas, dóttir Hrefnu er Fríður Guðmundsdóttir, maki Ríkarður Ríkarðsson og börn þeirra Gabríel Blær og Ylfa Marín. 6) Friðgerður Ebba, f. 4. júlí 1965, dóttir hennar og Þóris Hallgrímssonar er Stein- gerður Sonja, f. 1989. Rebekka ólst upp að Horni í Hornvík. Hún var kaupakona á Hornbjargsvita og að Kvíum í Lónafirði. Fór í vist til Ísafjarð- ar og kynntist þar mannsefni sínu. Eftir að uppeldi barnanna lauk starfaði hún utan heimilis, svo sem við rækjuvinnslu, versl- unarstörf en lengst af á Sjúkra- húsi Ísafjarðar við þvotta og saumaskap. Útför Rebekku fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 23. febr- úar 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. dóttir, börn þeirra eru: a) Margrét Hrönn, f. 1972, í sambúð með Elvari Jónssyni en börn hans Anna Karen og Hlynur, Margrét á synina Axel Elí og Mikael Elí með Ax- el Axelssyni. b) Re- bekka, f. 1975, hennar börn eru Berglind Björk og Frímann Gauti. c) Elí Bæring, f. 1984, í sambúð með Huldu Hrund Höskuldsdóttur, dóttir þeirra er Auður María. 3) Jón- ína, f. 4.11. 1949, maki Helgi Jónsson, dóttir þeirra er Andr- ea Pálína, f. 1978, maki Að- alsteinn Ólafsson og börn þeirra eru Hildur Helga, Þórey Arna og Ágúst Óli. Börn Jónínu og Guðmundar G. Jóhannessonar: a) Nanný Arna, f. 1970, maki Rúnar Óli Karlsson, dætur þeirra Regína Sif og Kolfinna Íris, fyrir átti Nanný soninn Örvar Dóra en hann er í sam- búð með Svövu Guðmunds- dóttur, dóttir þeirra er Ylfa Mjöll. b) Gunnar Bjarni, f. 1972, maki Ásgerður Þorleifsdóttir, börn þeirra eru Una Salvör, Frosti og Sólbjört Milla. 4) Stíg- ur Haraldur, f. 20.10. 1953, Foreldrar okkar bjuggu alla sína tíð á Ísafirði, fyrst á Litlabýli við Seljalandsveg, fluttu svo 1947 í nýbyggingu að Hlíðarvegi 33 og 1959 að Hlíðarvegi 37 í raðhúsa- lengju sem Byggingarsamvinnu- félag sjómanna reisti. Á efri árum fluttu þau í Aðalstræti 20. Þau fluttu í Hlíf II, dvalarheimili aldr- aðra, 1995. Pabbi lést 1. mars 2008 en mamma flutti inn á hjúkrunar- heimilið Eyri 2016. Hún mamma var alltaf til stað- ar, linaði þjáningar og leiðbeindi ef rangt var breytt. Hún bjó til sín eigin smyrsl sem reyndust betri en öll önnur hvort sem var á sprungnar hendur eða sólbrennd eyru, en hún átti engin smyrsl við sonarmissi, en elsta barn hennar og bróðir okkar Guðjón Elí dó af slysförum 1958, þá tólf ára gamall. Það er margs að minnast, alltaf bakað og kökur á borðum eða inni í skáp þegar komið var heim seint að kvöldi eða nóttu. Allar ferðirnar niður á sjúkra- hús með suma sem sauma þurfti á höfði eða annars staðar á skrokkn- um og þegar pabbi lá á sjúkrahús- inu var alltaf farið tvisvar á dag í heimsókn til hans. Alltaf var hún tilbúin að aðstoða ef einhver þarfnaðist aðstoðar við pössun á krökkum og fleira. Hún prjónaði og saumaði ófáar flíkurnar á okkur krakkana og barnabörnin og var prjónandi sokka og vettlinga fram á síðasta dag þegar hún veiktist. Gaman var að sitja hjá henni á kvöldin að fletta í tölvunni og sýna henni myndir gamlar sem nýjar og þar farið inn á andlitsbókina og fylgst með fréttum af vinum og vandamönnum og var þá sagt settu punkt við myndir og annað sem henni líkaði við. Sjaldan kvartaði hún yfir álagi eða þreytu vegna krakkaskara eða annars ágangs á heimilinu. Síðustu mánuði er hún var lasin eða slöpp sagðist hún bara vera löt ef maður spurði um líðan hennar. Þakklæti kemur upp í hugann hjá okkur fyrir að hafa fengið að hafa hana þetta lengi hjá okkur. Við færum starfsfólkinu á Eyri innilegt þakklæti fyrir frá- bæra umönnun móður okkar og viðmót við okkur aðstandendur hennar. Frímann, Jónína, Stígur, Guðjón og Ebba. Rebekka frænka var sú kona sem komst næst því að vera okkur systkinum önnur móðir. Hún var með hjarta úr gulli, glettin og hæglát og fór í gegnum lífið með seiglu og jákvæðni. Hún kaus að sjá það góða í sam- ferðafólkinu, talaði ekki illa um nokkurn mann. Svo var hún svo falleg og virðuleg með svarta hár- ið sitt. Þau eru ógleymanleg veislu- borðin sem hún galdraði fram án þess að nokkur tæki eftir því fyrr en sagt var „gjörið svo vel“. Henni fannst samt alltaf aga- legt að eiga ekki meira til að setja á borðið. Hún hugsaði vel um stóra hóp- inn sinn og alltaf mátti bæta við hann. Eftir að mamma okkar lést hringdi hún oft í okkur í kringum afmæli okkar og barnanna. „Hvað segir þú ljúfa, hvernig gengur hjá ykkur. Er afmæli í dag eða misminnir mig?“ Auðvitað var það rétt hjá henni, hún vildi bara ekki að mað- ur færi að býsnast yfir því að hún myndi eftir þessu. Þær systur, Rebekka og mamma, gátu talað saman í síma heilu kvöldin þegar við bjuggum í Brautarholti og Rebekka á Hlíð- arveginum. Oft var því skotið á þær hvað þær gætu talað um svo lengi, þær hittust líka svo oft. Það var fátt um svör en við skiljum þetta fullkom- lega í dag. Eftir að þær fluttu svo báðar á Hlíf gátu þær hist daglega. Þær eru örugglega búnar að taka nokkur spil þar sem þær eru, von- andi sameinaðar núna. Það var alltaf gaman að vera með systkinunum frá Horni, því fleiri, því meira fjör og hlátur. Þau stríddu hvert öðru, sökuðu hvert annað um prakkarastrikin sem framin voru á Horni í gamla daga, þau voru víst ófá. Við sem hlustuðum áttum ekki svo auðvelt með að átta okkur á hver hafði gert hvað. Það verður sannarlega öðru- vísi fyrir okkur systur að koma til Ísafjarðar í framtíðinni. Skrítið að koma ekki við á Eyri til að heim- sækja systkinin Arnór og Re- bekku. Fá ekki að heyra fleiri sögur og vísur, hlæja með þeim og fá nammi úr skál. Við erum óendanlega þakklát fyrir góðar minningar og að hafa átt hana frænku okkar að. Guð geymi þig, ljúfan. Fjölskyldunni vottum við okkar dýpstu samúð. Rannveig, Halla, Hagalín, Jóna og fjölskyldur. Rebekka Stígsdóttir Arnþór Jónsson, oftast kenndur við Möðrudal á Fjöll- um, hefur kvatt þessa jarðvist. Við söknum góðs vinar og ótal myndir og minn- ingar liðinnar tíðar streyma upp í hugann. Þær munu gleðja okkur um ókomin ár og verða minnis- varði um lífshlaup góðs drengs sem vílaði hlutina ekki fyrir sér og fór hiklaust ótroðnar slóðir í lífinu. Í daglegu tali var hann nefnd- ur Addi og gegndi með ánægju viðurnefninu „rokk“. Sem ungur maður kom í ljós einstök tón- listargáfa hans. Hann varð þó aldrei hinn menntaði tónlistar- maður. Þess í stað ræktaði hann hæfileika sína með glöggu tón- eyra og taktvísi. Það var sama hvort hljóðfærin voru handleikin lóð- eða lárétt, á þau öll spilaði Addi. Af hógværð sagðist hann spila á 16 hljóðfæri og ofmat örugglega ekki fjöldann. Hann lagði sérstaka rækt við gítarleik en var líka slyngur bassa-, píanó-, og harmónikku- leikari. Tónlistarhæfileikar Adda Arnþór Kristján Jóhannes Jónsson ✝ Arnþór Krist-ján Jóhannes Jónsson fæddist 21. febrúar 1933. Hann lést 15. febrúar 2019. Útförin fór fram 22. febrúar 2019. komu best í ljós í fjölmörgum dans- hljómsveitum hans í gegnum árin. Þær nutu allar verulegra vinsælda og var það ekki síst fyrir þá fjölhæfni er Addi sýndi jafnan í hljóð- færaleik og fram- komu. Hann átti sterka fyrirmynd sem var Elvis Presley. Um hann ræddi Addi eins og náinn vin og víst var að lög Presleys skipuðu heiðurssess í lífi hans. Addi kom víða við í mann- og listalífinu á meðan hann var upp á sitt besta. Hann tók þátt í kvik- myndaleik, söngleikjum og alls kyns uppistandi þar sem þörf var á manni sem kunni að halda gleði hátt á loft. Hann sinnti mörgu á lífsleið- inni af dugnaði og ósérhlífni. Hann ók vöruflutningabíl um árabil, var félagsmála- og skemmtanastjóri starfsmanna er unnu við Sigölduvirkjun og var í byggingarvinnu enda handlaginn og úrræðagóður. Seint á áttunda áratug síðustu aldar lenti Addi í mjög alvarlegu slysi. Var honum á tímabili vart hugað líf en lífsþorstinn og seigl- an björguðu honum. Með baráttu þess sem ekki kunni að gefast upp tókst honum að komast til heilsu á ný. En hann varð þó aldrei samur maður eftir þetta. Áfallið setti sitt mark á hann en æðruleysi hans var einstakt. Hægt og bítandi jókst honum þróttur. Gleðin yfir því að vera til fann sér sess í hug hans og hjarta. Við Sigurðarhússbræður á Eskifirði nutum samfylgdar við Adda í áratugi. Mest var það í tengslum við tónlist og hljóm- sveitaspil á dansleikjum. Addi átti ætíð gott skjól hjá foreldrum okkar þegar leið hans lá um Eskifjörð. Þó fjarlægðir skildu okkar að lágu leiðir reglulega saman. Eftir að Addi settist í helgan stein heimsóttum við bræður hann eftir föngum og ætíð var hljóðfæri eða hljómflutningstæki með í för. Eins og jafnan ríkti þar gleði og samkennd sem allir nutu, ekki síst Addi. Kæri vinur. Við trúum að í ríki alföður muni friður, fögnuður og frelsi fylla þína góðu sál. Kærleikur Guðs mun umlykja þig um alla ei- lífð. Systkinum Adda og aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. Haukur, Ellert, Þórhallur og Guðmann Þorvaldssynir. Möðrudalur á Fjöllum er hæsta byggða ból á Íslandi og Jón bóndi þar jafnan hátt uppi og hress. Stundum nefndur konung- ur öræfanna, maður sem reisti kirkju til minningar um konu sína, málaði þar fræga altaris- töflu og söng iðulega við eigin organleik fyrir gesti og gangandi. Arnþór Jónsson sem við kveðj- um í dag ólst upp við fótskör afa síns í Möðrudal og gerðist snemma söngelskur, lærði á orgel, harmónikku, gítar og saxó- fón. Stofnaði hljómsveitir og hóf að skemmta um land allt. Svo kappsamur var Addi, að þó að lasinn gerðist, lét hann aldrei bilbug á sér finna. Á fjöl- mennu sveitaballi í sixtís þar sem hann var mjög skekinn af skæðri magakveisu var hann staðráðinn í að gefa hvergi eftir í sviðsfram- komunni. Addi var á hnjánum í miðju gítarsólói þegar ljóst mátti vera að kvöldmaturinn vildi upp – og út. Í stað þess að hætta leik þá hæst stóð, biðjast forláts og hverfa af sviðinu, lét Addi sköt- una bara gossa fremst á sviðið, svo nokkrir ballgesta fóru ekki varhluta af. „The show must go on“ voru að sönnu einkunnarorð skemmtikraftsins. Um árabil ferðaðist Addi með Stuðmönnum. Á frægri Atla- víkurhátíð vatt hann sér í sviðs- klæði kvöldsins sem samanstóðu af pungbindi, silkisokkum og lakkskóm. Rétt áður en Addi vatt sér inn á sviðið spurði hann okk- ur leiftursnöggt: Hvernig er hár- ið á mér? Hófst þá skemmtiatrið- ið: Hann lagðist láréttur með hnakka á eldhúskolli og hæla á öðrum kolli og hrópaði: Tómas! Stattu á maganum á mér! Og skömmu síðar: Þórður! Stattu á bringunni á mér! Gestir furðuðu sig að vonum á því er við blasti: Harðfullorðinn maður í pung- bindi með smjörgreiðslu, lá sallarólegur með tvo fullveðja Stuðmenn standandi ofan á sér, báða vopnaða þungum rafgígjum – samanlagt á þriðja hundrað kíló að þyngd! Addi blés ekki úr nös. Hann kom ásamt Bjarna Böðvarssyni reglulega fram sem dansari með okkur árum saman. Vöktu þeir sérstaka aðdáun í Þýskalandi þar sem þeir voru kynntir til leiks sem Addi & Baddi: Elstu og virtustu break- dansarar Norðvestur-Evrópu. Það setti síðar tímabundið strik í reikninginn er þriggja tonna bjarg féll á fót Adda svo af var hællinn. Þrátt fyrir viðvar- anir lækna lét Addi það ekki trufla sig, heldur gekk á vit skó- smiðs sem hannaði innlegg í hægri dansskóinn og Addi var mættur til leiks eldkeikur og hress þremur vikum eftir slysið – dansandi sem aldrei fyrr. Þó að tónlistargyðjan væri lengst af förunautur Adda var leiklistin honum einnig í blóð bor- in og lék hann eftirminnilega í mörgum kvikmyndum, sjón- varpsþáttum og leikritum. Í gær, hinn 21. febrúar, hefði Arnþór Jónsson – Addi rokk – orðið 86 ára. Í dag, 22. febrúar, verður hann til grafar borinn – á hefðbundnum hátíðardegi fjöl- skyldunnar, afmælisdegi afa Jóns frá Möðrudal. Megi minningin um Adda Rokk dvelja ljóslifandi með okk- ur og komandi kynslóðum ekki síður, því þessi góði drengur frá hæsta býli Íslands var sannar- lega engum líkur – nema sjálfum sér. Meira: mbl.is/minningar Jakob Frímann. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Okkar bestu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Garði II, Kelduhverfi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Aspar- og Beykihlíðar á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir góða umönnun og hlýju. Ólafur Brynjar Sigurðsson Kristbjörg Ágústa Magnúsd. Jón Sigurðsson Þorbjörg Bragadóttir Sigurgeir Sigurðsson Aðalheiður Magnúsdóttir Kristín Björnsdóttir Valur Magnússon og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar föður míns, tengdaföður, afa og vinar, FINNS BERGSVEINSSONAR, rafvirkjameistara frá Gufudal, Laugarnesvegi 90. Alúðarþakkir fær starfsfólk Heru og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir ómetanlega aðstoð og umönnun. Martha V.L. Finnsdóttir Sigurður K. Gíslason Finnur Marteinn Sigurðsson Ágústa B.K. Kristjánsdóttir Elínborg Guðjónsdóttir Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS SIGURÐSSONAR, Hánefsstöðum, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fossahlíðar á Seyðisfirði fyrir góða umönnun og elskulegt viðmót. Svanbjörg Sigurðardóttir, börn, tengdadætur og barnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.