Morgunblaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 43
hefur búið þar síðan. Hún átti og rak
Hárgreiðslustofuna Verónu í Reykja-
vík um nokkurra ára skeið. Árið 1998
hóf hún störf við Laugardalslaug og
hafði starfað samfleytt 18 ár við laug-
ina áður en hún hætti störfum sínum
þar.
Valdimar flutti til Keflavíkur 1968
og hóf búskap þar með Guðrúnu Ein-
arsdóttur og giftust þau 1970. Fljót-
lega eftir komuna til Keflavíkur tók
Valdimar meirabifreiðarpróf. Hann
vann bæði við akstur vörubíls og
beitningar á Keflavíkurárunum. Árið
1970 flutti Valdimar ásamt fjölskyldu
sinni til Reykjavíkur. Valdimar og
Guðrún bjuggu í Reykjavík, Hafnar-
firði og Kópavogi fram til 1994 er þau
slitu samvistum. Valdimar hóf sambúð
með Fríðu Hjálmarsdóttur 1996 og
búa þau í Reykjavík. Vinnugleði er
Valdimari Elíassyni í blóð borin. Hann
ekur ennþá sínum leigubíl en auk
akstursins hefur Valdimar fengist við
margvísleg önnur störf, sem sjálf-
stæður atvinnurekandi. Hann gerði út
fjóra handfærabáta á árum áður,
reisti og annaðist rekstur Fiskvinnslu
Valdimars er fullvann fiskafurðir fyrir
erlendan markað. Þá rak hann á sín-
um tíma bæði eigin kjörbúð og fisk-
verslun. Það má með sanni segja að
Valdimari Elíassyni sé margt til lista
lagt.
Afmælisbörnin Valdimar og Dagný
hafa bæði yndi af söng og tónlist er
þeim báðum mikið áhugamál. Af öðr-
um áhugamálum Dagnýjar má nefna
útiveru og ferðalög. Valdimar hefur
einnig áhuga á ferðalögum og hann er
margverðlaunaður bæði í bridge og
skák. Tvíburasystkinin frá Lá á Hell-
issandi eru létt í lund, þó að árin fær-
ist yfir og horfa björtum augum til
framtíðar.
Fjölskyldur
Sambýliskona Valdimars er Fríða
S.M. Hjálmarsdóttir, f. 20. ágúst
1949, sjúkraliði og búa þau í Reykja-
vík. Valdimar var á árunum 1970-
1995 giftur Guðrúnu Einarsdóttur, f.
21. september 1950. Barnsmóðir
Valdimars er Kristín Margrét Har-
aldsdóttir, f. 6. ágúst 1951.
Börn Valdimars Elíassonar eru 1)
Gréta Björk, f. 28. nóvember 1967.
Móðir hennar er Kristín Margrét
Haraldsdóttir. Með fyrri eiginkonu,
Guðrúnu Einarsdóttur: 2) Aðal-
heiður, f. 22. apríl 1970, 3) Guð-
mundur, f. 1. janúar 1979, 4) Sigríður,
f. 4. mars 1982, 5) Magnús, f. 3. apríl
1985, og 6) Pálína, f. 16. mars 1987.
Eiginmaður Dagnýjar frá 1968 er
Ólafur Beinteinn Ólafsson, f. 23.
september 1946, tónlistarmaður og
kennari, og búa þau í Reykjavík.
Börn Dagnýjar og Ólafs eru 1) Elí-
as búfræðingur, f. 13. október 1968 og
Ingibjörg Aldís, óperusöngkona og
kennari, f. 18. júlí 1974.
Foreldrar afmælisbarnanna voru
Elías Jóhann Oddsson húsasmíða-
meistari, f. 5. apríl 2015, d. 20. nóv-
ember 1970, og Aðalheiður Valdi-
marsdóttir húsmóðir og matráðs-
kona, f. 10. ágúst 1922, d. 28.
september 1992.
Börn þeirra Elíasar og Aðalheiðar í
Lá urðu alls tíu. Tvö þeirra létust í
frumbernsku og ein dóttir Dagný
eldri lést 1949 sjö ára úr veikindum.
Afmælisbarnið Dagný er skírt eftir
henni en nafnið er fengið úr sam-
nefndu lagi eftir Sigfús Halldórsson.
Systkini þeirra Valdimars og Dagný-
ar á lífi eru Jóhanna, f. 11. mars 1941.
Elsa Jóna, f. 25. desember 1944, Rín,
f. 15. desember 1947, Jón Steinn, f. 1.
nóvember 1950, Björg, f. 4. mars
1953.
Dagný og Valdimar munu halda
upp á afmælisdaginn með veglegu
borðhaldi og skemmtun fyrir nánustu
fjölskyldumeðlimi og vini. Öruggt má
telja að afmælisöngur og ættjarðar-
lög muni hljóma, þegar ættingjar og
vinir hittast á þessum merku tíma-
mótum.
Kristján Oddsson
úklagningarmaðurd
JóhannA. Kristjánsson
fv. skólastjóri
Öskjuhlíðarskóla,
ljósmyndari og blaða-
maður
Úr frændgarði Dagnýjar og Valdimars Elíasarbarna
Dagný Elíasdóttir og
Valdimar Elíasson
Margrét Elímundardóttir
húsfreyja í Mýrarhúsum
Hermanna Hermannsson
bóndi og formaður í
Mýrarhúsum í Grundarfirði
Svanfríður Hermannsdóttir
húsmóðir og saumakona á Görðum, síðar í Rvk
Valdimar Bjarnason
sjómaður á Görðum á Hellissandi,
síðar bús. í Rvík
Aðalheiður Valdimarsdóttir
verkakona og húsmóðir á Hellissandi og í Rvík
Valgerður Benónýsdóttir
húsfreyja í Haga, síðar
ráðskona á Hellissandi
Bjarni Bjarnason
bóndi í Haga í Staðarsveit
Björg Hermannsdóttir
húsmóðir í Norður-
Bár og Grundarfirði
Hermann Sigurjónsson frystihússtjóri
Hraðfrystihúss Grundarfjarðar
Ágúst Sigurjónsson
ifreiðarstjóri í Grundarfirðib
Björg Ágústsdóttir
bæjarstjóri í
Grundarfirði
Halldór Sigurjónsson
skipstjóri í Grundarfirði
Sigurjón Halldórsson
skipstjóri í Grundarfirði
Árni Halldórsson
rekstrarstjóri Fisk-
iðjunnar í Grundarfirði
Kristín Arngrímsdóttir
húsfreyja í Ólafsvík og á Flateyri í Ólafsvíkurhreppi
Elías Jóhann Oddsson
sjómaður í Ólafsvík og bóndi
á Flateyri í Ólafsvíkurhreppi
Jóhanna Guðrún Elíasdóttir
húsmóðir á Þæfusteini og Hellissandi
Oddur Kristján Jónsson
bóndi á Þæfusteini í Neshr., Snæf.
Guðrún Margrét Oddsdóttir
húsfreyja á Fossi utan Ennis
Jón Bjarnason
bóndi í Hraunsholtum í Hnappadal og Fossi utan Ennis við Ólafsvík
Elías Jóhann Oddsson
byggingameistari á Hellissandi
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Bíldshöfði 9
Smáratorg 1
He 1 1lluhraun 6- 8
Fiskislóð 1
Við eru
í þínu
hverfi
m
Jón Gíslason fæddist 23. febrúar1909 í Gaulverjabæ í Flóa. For-eldrar hans voru hjónin Gísli
Hannesson, f. 1875, d. 1913, bóndi
þar og síðar í Dalbæ, og Margrét
Jónsdóttir, f. 1885, d. 1930, húsfreyja.
Jón varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1929, lærði síð-
an latínu og grísku, og ensku og
frönsku sem aukagreinar, í Berlín
1929-31, fór þaðan í nám til Münster
og lauk þaðan doktorsprófi 1934.
Hann var í námsdvöl í París 1931 og
fór til Danmerkur, Þýskalands og
Frakklands 1955 til að kynna sér
verslunarskóla.
Jón var kennari við Verzlunar-
skóla Íslands frá 1935, varð yfir-
kennari 1942 og skólastjóri 1952-
1979. Hann var farsæll skólastjórn-
andi og naut mikillar virðingar bæði
nemenda og starfsfólks skólans. Í
minningargrein segir: „Jón auglýsti
ekki ævistarf sitt, heldur rækti það af
hógværð og lítillæti eins og einkennir
marga mikilhæfa menn.“
Jón var einnig mikilsvirtur þýð-
andi. Hann þýddi t.d. nokkra af
grísku harmleikjunum svo sem Sjö
gegn Þebu og Refsinornir eftir
Æskýlos, Ödípús konung, Ödípús í
Kólonos og Antígónu eftir Sófókles
og Medeu, Hippolýtos og Alkestis
eftir Evripídes. Hann skrifaði einnig
bók um gríska goðafræði sem nefnd-
ist Goðafræði Grikkja og Rómverja:
forsögualdir, trúarbragðaþróun, guð-
ir og hetjur og kom fyrst út árið 1944
auk fjölmargra námsrita. Hann flutti
einnig fjölmörg erindi í Ríkis-
útvarpið, einkum um fornmenning-
arleg efni.
Jón hafði forgöngu um stofnun Fé-
lags framhaldsskólakennara og var
formaður þess og sat í stjórn Alliance
Francaise.
Eiginkona Jóns var Lea Eggerts-
dóttir, f. 10.5. 1910, d. 26.11. 1994,
kennari. Foreldrar hennar voru
hjónin Eggert Reginbaldsson, bóndi
á Eiríksstöðum í Ögursveit, og Hall-
dóra Júlíana Haraldsdóttir. Synir
Jóns og Leu: Eggert, f. 1941, d. 2016,
borgarhagfræðingur, og Gísli, f.
1949. viðskiptafræðingur.
Jón Gíslason lést 16. janúar 1980.
Merkir Íslendingar
Jón Gíslason
Laugardagur
90 ára
Halldóra Hermannsdóttir
85 ára
Frank M. Halldórsson
Karl Sævar Benediktsson
Páll Gestur Ásmundsson
80 ára
Auður Þorsteinsdóttir
Heiðar H.B. Þorleifsson
75 ára
Ágúst Þórir Þórðarson
Áslaug Sigurðardóttir
Ásta Jóhanna Barker
Guðrún Engilbertsdóttir
Gunnbjörn Guðmundsson
Karl Þorsteinsson
Matthías Gíslason
70 ára
Anita M. Malana
Thorarensen
Dagný Elíasdóttir
Ragna Hugrún
Kristjánsdóttir
Rósa Kristjánsdóttir
Særún Jónsdóttir
Valdimar Elíasson
60 ára
Bjarni Jónsson
Dóra Kristín Emilsdóttir
Erna Valgeirsdóttir
Hanna Hauksdóttir
Hrönn Pétursdóttir
Irena Marianna Kubiak
Jóhann Áskelsson
Jón Helgason
Jón Hróbjartsson
Pálmi Einarsson
Ragna B. Sigursteinsdóttir
Rúnar Björgvinsson
Sigríður B. Sigurvaldadóttir
Svandís P. Kristiansen
Svanfríður Þórðardóttir
50 ára
Birgir Þór Karlsson
Helga María
Jóhannesdóttir
Katarzyna Beata Glowacka
Kristinn Þór Bjarnason
Kristín Björg Ísfeld
Margrét Sigmundsdóttir
Michael Kofi Adzaho
Sigurður R. Smárason
Stefán Friðriksson
Steinunn G. Friðriksdóttir
40 ára
Anna Guðmunda Ingvarsd.
Bergrún Ísleifsdóttir
Bragi Valur Elíasson
Dorota Gilewska
Einar Þór Jóhannsson
Erlingur Guðmundsson
Fanný Kolbrún Bogadóttir
Guðmundur Bjarnason
Guðmundur R. Kristjánsson
Hafdís Reynisdóttir
Heiða Margrét Traustad.
Heimir Örn Haraldsson
Ilze Fursenko
Kristjana Sigríður Helgad.
Lina Vasiliauskiene
Stefan Cristian Csaszar
30 ára
Agnieszka Zelazny
Andri Guðmundsson
Anna Ester Óttarsdóttir
Atli Björgvinsson
Helga Ósk Sigurjónsdóttir
Margrét Ólafsdóttir
Rakel Ósk Guðmundsdóttir
Sigríður Dynja Guðlaugsd.
Stefán Henning Sigurjónss.
Sunnudagur
90 ára
Elísabet Finnsdóttir
Óskar Guðmannsson
85 ára
Einar Emil Finnbogason
Eva Jóhannsdóttir
Guðbjörg Birna Ólafsdóttir
80 ára
Hulda Guðmundsdóttir
Una Anna Guðlaugsdóttir
75 ára
Jóna Herdís Hallbjörnsd.
Loftur Bjarnason
70 ára
Albert Eymundsson
Elísabet Bjarnadóttir
Guðmundur O. Helgason
Hallfríður Ólöf Haralds-
dóttir
Jakob Már Gunnarsson
Kjartan Kolbeinsson
Valgerður Magnúsdóttir
Ýr Margrét Lozanov
Þorsteinn Magnfreðsson
60 ára
Aðalheiður Birgisdóttir
Anney Ósk Bragadóttir
Ágústa Salbjörg Ágústsd.
Ágúst Ómar Eyvindsson
Bára Aðalsteinsdóttir
Björgvin V. Guðmundsson
Bragi Leifur Hauksson
Dóra Kristín Sigurðardóttir
Guðrún Helga Magnúsd.
Halldóra Elín Magnúsdóttir
Hallgrímur Sigurðsson
Hallgrímur Sverrisson
Jóhanna Leifsdóttir
Júlía Siglaugsdóttir
Kristín Hlíðberg
María Hildiþórsdóttir
Ólafur Guðmundsson
Sigurður Hrafn Hauksson
Sigurlaug G. Steingrímsd.
Snorri Páll Snorrason
Stefán Jónsson
Þórunn Inga Gunnarsdóttir
50 ára
Arnfinnur Daníelsson
Auður Bergþóra Ólafsdóttir
Brynja Rut Brynjarsdóttir
Geir Reynisson
Guðmundur R. Torfason
Guðrún Ragna Valgeirsd.
Helga Þ. Guðmundsdóttir
Hólmfríður Guðlaug Jónsd.
Ingvar Arnar Ingvarsson
José P. Da Rocha Barbosa
Júlíus Emilsson
Óskar Jónsson
Ragna Ragnarsdóttir
Sigrún Marinósdóttir
Stefanía Ljótunn Þórðard.
Steingrímur Erlendsson
40 ára
Anne Birgitte Johansen
Benjamin Mokry
Elín Rán Björnsdóttir
Harald Josef Schaller
Hrafnhildur Arna Arnard.
Ólafur Grétar Ragnarsson
Sigurður Kr. Gunnarsson
Thi Thanh Huyen Nguyen
Valdís Sigurvinsdóttir
Þorbjörg Albertsdóttir
30 ára
Andrés Mark Stenberg
Dawid Grabarczyk
Dóra Sveinsdóttir
Einars Plumite
Esther Smis
Eyþór Helgi Birgisson
Hrannar Ingi Hjaltason
Jimmy Lawrence Gadson
Jóhann Freyr Óðinsson
Jón Kári Eldon Ívarsson
Ólafur Tryggvi Pálsson
Ólöf Sara Árnadóttir
Til hamingju með daginn