Morgunblaðið - 23.02.2019, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú virðist viðra vel til breytinga og því
skaltu velta fyrir þér þeim tækifærum sem
þér bjóðast. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari
manna og þá áttu auðveldara með að taka af
skarið.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hefur verið lúsiðinn að undanförnu
svo nú er komið að því að þú njótir ávaxta
erfiðis þíns og lyftir þér aðeins upp. Eitthvað
tengt fjölskyldunni kemur þægilega á óvart.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinnan eða heilsan stendur í vegi
fyrir fyrirætlunum ykkar í dag. Hafðu sér-
stakar gætur á fjármálunum. Fjölskyldu-
leyndarmál kunna að kvisast út í dag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta verður góður dagur í vinnunni
og þú kemur miklu í verk. Gættu þess bara að
fara ekki yfir strikið. Sýndu samstarfsvilja,
vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að
létta undir með þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert nú ekki heppilegasti maðurinn til
þess að bjarga heiminum á meðan þú getur
ekki einu sinni skipulagt þitt eigið líf.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert á ferð og flugi, tilbúinn að kynn-
ast nýjum stöðum og nýju fólki. Það krefst
hugrekkis að steyta hnefann og segja að nú
sé nóg komið og þú eigir betra skilið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þig langar að standa í sviðsljósinu. Vertu
fyrri til að rétta fram sáttahönd ef ágreiningur
kemur upp, því sjaldan veldur einn þá tveir
deila.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt ný reynsla sé mjög jákvæð,
vertu viss um að fá líka tíma til að hvíla þig.
Það tekur á taugarnar þegar þeir sem manni
eru kærir sýna þrjósku og afneita stað-
reyndum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Velgengnin veltur á getu þinni til
að brosa framan í erfiðleikana. Haltu áfram að
sýna gagnrýninni manneskju umburðarlyndi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er nauðsynlegt þegar fjármálin
eru skoðuð að reyna ekki að blekkja sjálfan
sig með einhverjum hundakúnstum. Hlýddu á
ráð góðs vinar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Peningar eru nauðsynlegir en þeir
eru ekki allt. Um þessar mundir er létt að
missa stjórn á sér út af smávægilegum hlut-
um.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gefðu þér tíma til að taka til í kringum
þig bæði á heimilinu og í vinnunni. Nú er
skynsamlegast að hugsa mjög vel um sjálfan
sig.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Þessi maður aumur er.
Í hann skírnarvatnið fer
Blóð úr þessu beni rann.
Í búri súrmat geymir hann.
Harpa á Hjarðarfelli svarar:
Er sá maður svekktur mjög og sár.
Sár með skírnarvatni, eða fat.
Sár hjá barni boðar oftast tár.
Í búri sár með ýmiskonar mat.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
Á kinn bar seggur kalsár stór
Í kirkjunum stendur sár í kór
Oft vill blóðið seytla úr sárum
Sáir voru í búrum fyrr á árum
Helgi R. Einarsson leysir gátuna
þannig:
Kerald, fontur, aumur, und
opna mínar brár.
Morgunn gefur gull í mund.
„Gummi“, þetta’ er sár.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Sár var slösuð Ásta og aum.
Hún eygði vatn í skírnarsá
og þvoði holsár. Gaf því gaum
sér gæfist mat úr sá að ná.
Helgi Seljan á þessa lausn:
Enn skal baksað og bisað við
blessaðan vísnanna góða sið.
Lausnin nú er svo kvitt og klár,
kannast margur við orðið sár.
En sjálf lausnin er hér:
Sár er margur maður hér,
messuvín í sáinn fer.
Blóð úr sári berst með sann,
í búri súrmat finna kann
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Margur sár í sinni er.
Sár er skírnarfonturinn.
Blóð úr sári blæddi hér.
Í búri sár er auðfundinn.
Þá er limra:
Að vera í húsnæðishraki
með heilmiklar skuldir á baki,
svekktur og sár
og sárvanta tár,
er þyngra en tárum taki.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Vindur blæs af ýmsri átt,
á vill sitthvað bjáta,
þó sé fátt um fínan drátt,
fæddist þessi gáta:
Rúmgott fordyri ranna.
Reisulegt stórhýsi er.
Hneigist til heldri manna.
Hár þarna unir sér.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svíðandi sár eru betri
en dulin
Í klípu
„einu sinni horfÐumst viÐ djúpt í
augu. Nú hvessum viÐ augun.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„miÐAÐ viÐ hvernig mér hefur gengiÐ
UNDANFARIÐ MYNDI ÉG SEGJA AÐ
MÖGULEIKAR ÞÍNIR SÉU 50-50.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... jafntefli.
… OG ÞESS VEGNA Á EKKI AÐ
SNÚA PÖNNUKÖKUNUM OF
KRÖFTUGLEGA
OG HVERS VEGNA
SEGIR ÞÚ MÉR ÞETTA?
GLEYMDU
ÞESSU
ÞAÐ ER ENGINN GALLALAUS!ÞIÐ ERUÐ GAGNSLAUST, OFBELDISHNEIGT,
RUPLANDI, SJÁLFSELSKT
INNRÁSARHYSKI!
Hjónabands-
rÁÐgjöf
Hlynur Bæringsson og Jón ArnórStefánsson kvöddu íslenska
landsliðið í körfubolta með stæl í
landsleiknum gegn Portúgal í
Laugardalshöll á fimmtudagskvöld.
Það var við hæfi að Hlynur skyldi
vera með flest fráköst í liðinu og Jón
Arnór stigahæstur. Þessir menn eru
ef til vill ekki lengur á hátindi ferils
síns, en þeir sýndu og sönnuðu í
fyrrakvöld að þeir eiga nóg eftir til
að geta lagt sitt af mörkum á hvaða
sviði sem er.
x x x
Útsjónarsemi Hlyns í körfuboltaer með ólíkindum. Hann á í fullu
tré við sér stærri menn, oft mun
stærri, og nær fráköstum þar sem
hann ætti ekki að eiga möguleika. Þá
gefur hann allt í leikinn og gerir
margt sem getur skipt gríðarlegu
máli þótt það sé ekki mælt í tölum.
Slíkir leikmenn hafa stundum verið
kallaðir ruslakarlar, en það er með
fullri virðingu og má nefna leikmenn
á borð við Dennis Rodman, sem sóp-
aði til sín titlum í NBA með Detroit
og Chicago.
x x x
Ekki þarf að fjölyrða um hæfileikaJóns Arnórs. Sú var tíðin að
hann var slík kjölfesta í landsliðinu
að þegar hann var inn á lyftist leikur
þess upp á annað stig. Það fengu Ís-
lendingar að sjá svo um munaði á
EM í Berlín.
x x x
Nú má segja að Martin Her-mannsson sé orðinn sambæri-
legur leikmaður. Að öðrum ólöst-
uðum var magnað að sjá til hans á
móti Portúgal. Öryggi hans með
boltann er aðdáunarvert og augljóst
að andstæðingurinn var lafhræddur
við hann og lagði höfuðáherslu á að
stöðva hann án þess að eiga mögu-
leika á því. Skemmtilegustu tilþrif
Martins komu þegar hann vann bolt-
ann af andstæðingnum og rauk í
hraðaupphlaup með því að skalla
boltann fyrir sig áður en hann gaf
glæsilega stoðsendingu á Kristófer
Acox, sem lagði boltann í körfuna.
Reyndar lék liðið allt frábærlega
gegn Portúgal. Svona stemmt er það
hverjum sem er erfiður andstæð-
ingur. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn,
af öllu hjarta og tigna nafn þitt að ei-
lífu.
(Sálm: 86.12)