Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 46

Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 Strokkvartettinn Siggi kemur fram á tónleikum Kammermúsík- klúbbsins í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 16. Þetta verða sjöttu og síðustu tónleikar 63. starfsárs þessa rótgróna og merka tónlistar- klúbbs. Á efnisskránni eru rómuð verk fyrir strengjakvartett eftir Vínarklassíkerana Mozart og Beethoven sem og 20. aldar braut- ryðjendurna Webern og Strav- inskíj. Strokkvartettinn Siggi hefur verið starfræktur í sjö ár. Hann er skipaður Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur á fiðlur, Þórunni Ósk Marinósdóttur á víólu og Sigurði Bjarka Gunnars- syni sem leikur á selló. Flutningur Strokkvartettsins Sigga hefur vakið verðskuldaða at- hygli, meðal annars vegna mikillar breiddar í efnisvali. Auk þess að flytja verk eftir klassísk tónskáld á borð við Beethoven og tónlist allt aftur til endurreisnartímans, þá hefur kvartettinn flutt verk þar sem heyra má nýjungar í nálgun í tónlist fyrir strengjakvartett, og hefur hann líka frumflutt fjölda tónverka. Þá vakti samstarf kvart- ettsins við Víking Heiðar Ólafsson athygli, en Strokkvartettinn Siggi lék með honum í verkum á plöt- unni með etýðum eftir Philip Glass. „Á sínum tíma langaði okkur bara til að spila saman sem kvart- ett,“ segir víóluleikarinn Þórunn Ósk um stofnun kvartettsins og rifjar upp að fyrst hafi þau komið fram á hátíð ungra norrænna tón- skálda árið 2012. Þar festist þetta nafn á hópinn en á tónleikunum léku þau á allt mögulegt, til að mynda á tannþráð og stálstatíf með bogunum. „Það var alls konar tilraunamennska og við sáum að orðið strengjakvartett myndi ekki ná utan um það sem við vorum að gera en hið gamla orð strok- kvartett gerði það mun betur.“ Þórunn segir þá mynd hafa fest við kvartettinn frá upphafi að þau séu opin fyrir hverskyns verkum. Svo hafi þau átt í góðu samstarfi til ýmis tónskáld sem hafi þróast með ánægjulegum hætti. Til að mynda skrifaði Daníel Bjarnason „fyrir okkur frábært stykki sem við vorum að hljóðrita og kemur út hjá Sonu Luminus-útgáfunni á vor- dögum,“ segir Þórunn Ósk og bæt- ir við að það sé ástríða þeirra fjór- menninganna fyrir tónlist sem stjórni efnisvalinu. „Það blundar til að mynda í öll- um strengjaleikurum að spila síð- ustu Beethoven-kvartettana og það er svolítið eins og að einsetja sér að klífa fimm hæstu fjalls- tindana. Þetta er mögnuð músík!“ en á tónleikunum leika þau til að mynda kvartett nr. 13 í B-dúr, op. 130. „Þegar maður setur saman blandað prógramm eins og fyrir tónleikana núna þá má finna svo sterkt fyrir tónlistarsögunni sem liggur gegnum verkin. Við spilum til dæmis „Þrjú stykki“ eftir Stravinskíj, míníatúra sem eru ekki nema sex mínútur, en í því verki eru þættir sem við heyrðum í Vorblótinu eftir tónskáldið,“ sem Sinfóníuhljómsveitin flutti einmitt í vikunni. efi@mbl.is Eins og að klífa hæstu tinda  Strokkvartettinn Siggi kemur fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins  Það má finna „sterkt fyrir tónlistarsögunni sem liggur gegnum verkin“ Siggi Strokkvartettinn skipa þau Sigurður Bjarki Gunnarsson, Una Svein- bjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Lýruleikur Ingu er að sönnuhimneskur, og áferðin áRómi er í senn blíð og upp- lyftandi. Lögin bera heiti eins og „Bjarg“, „Undir geisla grænum“ og „Uppstreymi“ og lögin eru þjóðlaga- kennd, jafnvel vögguvísuleg. Al- þýðutónlist Íra og vísnasöngur frá Norðurlöndum kemur í hugann við áhlustun, og maður er rifinn af stað í þægilegt ferðalag. En um leið heyr- ist vel að lögin eru samin í dag, það er eitthvað íslenskt við þau og sam- tímalegt. Söngur Ingu er þá fallegur og næsta barns- legur, gefur plöt- unni einkennandi blæ og hann hæfir strípuðu laga- mótinu vel, hvar strengir lýrunnar mynda nokk einstakan hljóm. Inga Björk er músíkmeðferðarfræðingur (þerapisti) og starfar sem slíkur í Hljómu, sem er hennar eigin með- ferðarstöð, staðsett í Hafnarfirði. Upptökur á Rómi fóru hins vegar fram í Stúdíó Bambus og voru í höndum hins mikilhæfa Stefáns Arn- ar Gunnlaugssonar. Hann leikur á gítar í völdum lögum og Matti Kallio lék á harmonikku í völdum lögum einnig. Sigurdór Guðmundsson hljómjafnaði. Pistilritari setti sig í samband við Ingu og forvitnaðist aðeins um herlegheitin. „Lýran er í grunnmynd sinni eitt elsta strengjahljóðfærið,“ út- skýrir hún. „Á 3. áratug síðustu ald- ar voru það hljóðfærasmiðir, tónlist- arfólk og músíkþerapistar í Þýska- landi sem í sameiningu endurhönn- Birtan bíður okkar Ljósmynd/Þröstur Ingason uðu lýruna. Lýran mín er enda smíð- uð í Þýskalandi og ég valdi sérstak- lega þær tvær viðartegundir sem hana prýða.“ Inga segist einfaldlega hafa heillast af hljóðfærinu. „Ég kynntist henni í námi mínu þar í músíkmeðferð. Ég tengdi samstund- is við hana og hún bara varð strax mitt hljóðfæri. Hún er notuð um all- an heim til tónlistarsköpunar og meðferðar. Ég hef ekki heyrt af neinum öðrum en mér og nemend- um mínum sem spila á hana á Íslandi.“ Inga segist eiga erfitt með að skilja á milli praktíkur og tónsköp- unar, músíkmeðferðarfræðingurinn og tónlistarkonan séu ein og sama konan. „Þetta eru tveir óaðskiljanlegir þættir,“ segir hún. „Sem eru í stans- lausu samtali sín á milli, í starfi mínu og tónlistarsköpun. Ég hef alltaf lif- að og hrærst í tónlist, að innan sem utan, og er löngu orðin tónskáld. Hef verið að skrifa tónlist og texta frá unga aldri.“ Örðugt er þá að gefa tónlistinni merkimiða, og pistilritari gerir tón- listarmönnum jafnan óleik, er hann gengur á þá með útskýringar. Er þetta popp? Þjóðlagatónlist? Klassík? Grautur af öllu saman? Spyr sá sem (varla) veit. „Það er erfitt að finna réttan merkimiða eða skúffu fyrir tegund tónlistarinnar,“ segir Inga. „Lýran er jú alveg einstök og á sér eigin hillu bara í tónlistarrekkanum. Með söngröddinni og textunum fær hljómur hennar svo enn annan blæ. þjóðlagakennd, jú kannski. Lífs- tónlist, hvernig hljómar það (hlær)?“ Inntakið er fallega undirstrikað með umslaginu, sem ber með sér draumkenndan og seiðandi blæ. Hönnun og umbrot var í höndum Hörpu Halldórsdóttur, ljósmynd á Þröstur Ingason og málverk í um- slagi er eftir Guðbjörgu Lindu Jóns- dóttur. Ég verð líka að benda áhuga- sömum á fágæta myndupptöku af Ingu, þar sem hún flytur upphafslag plötunnar, „Óður til ljósanna“, á tón- leikum sem skipulagðir voru af Sof- ar Reykjavík. Farið inn á þjónvarpið (youtube) og sláið inn „Inga Björk“. Plötuna er hægt að nálgast í 12 tónum, Eymundsson og hjá útgef- anda í Hljómu Hafnarfirði. » Söngur Ingu er þáfallegur og næsta barnslegur, gefur plöt- unni einkennandi blæ og hann hæfir strípuðu lagamótinu vel. Nýútkomin plata Ingu Bjarkar Ingadóttur, Rómur, er fyrsta breið- skífan hérlendis með lýruleik og söng en öll lögin eru eftir Ingu. Lífstónlist Músíkmeð- ferðarfræðingurinn og tónlistarkonan Inga Björk Ingadóttir. Duo Harpverk heldur „ekki svo ár- lega“ tónleika sína í menningarhús- inu Mengi á morgun, sunnudag, klukkan 17. Duo Harpverk skipa ásláttarleikarinn Frank Aarnink og Katie Buckley hörpuleikari. Á efn- isskránni er heimsfrumflutningur verka eftir tónskáldin Rodney Newton, John E. Zammit Pace, Magna Frey Þórisson, Antonio Celso Ribeiro og Finn Torfa Stef- ánsson. Öll verkin eru samin fyrir dúettinn. Duo Harpverk-dúettinn var stofnaður árið 2007 af þeim Katie Buckley og Frank Aarnink sem bæði hafa verið lengi búsett hér á landi og komið víða við í tónlistar- lífinu. Þau settu sér það markmið að panta ný verk frá tónskáldum fyrir þessa hljóðfærasasmsetningu, hörpu og áslátt, og á undanförnum tólf árum hafa þau pantað og flutt yfir áttatíu verk ólíkra tónskálda. Dúettinn Frank Aarnink og Katie Buck- ley hafa verið Duo Harpverk frá 2007. Duo Harpverk frumflytur í Mengi Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.