Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 47

Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 AF LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Takk fyrir mig nefnist nýtt íslenskt leikrit eftir Adolf Smára Unnarsson sem leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk frumsýndi í Iðnó í vikubyrjun. Adolf Smári vakti athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Um lífsspeki ABBA & Tolteka (eða líf mitt sem Olof Palme), sem út kom 2017 þar sem hann á brotakenndan hátt sagði sögu þriggja félaga. Í viðtali við höfundinn í Morgun- blaðinu um liðna helgi kom fram að hann er nú á síðustu önn á sviðshöf- undabraut í Listaháskóla Íslands. Úr sama námi útskrifaðist leikstjóri sýningarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson, í fyrravor en lokaverk- efni hans var uppsetning á hinum eftirtektarverða einleik Griðastað sem fékk framhaldslíf í Tjarnarbíói í vetur. Auk Adolfs Smára og Matthíasar Tryggva er leikhópurinn Venjulegt íslenskt fólk skipaður tónlistar- manninum Friðriki Margrétar og leikurunum Fjölni Gíslasyni, Hildi Ýri Jónsdóttur, Júlíönu Kristínu Liborius Jónsdóttur og Vilhelm Þór Neto sem í vor útskrifast úr Alþjóð- lega sviðlistaskólanum í Kaup- mannahöfn (CISPA). Leikritið Takk fyrir mig á það sammerkt með frumraun Adolfs Smára að vera brotakennt verk þar sem raðað er saman mörgum ólíkum örsögum og smámyndum. Leikhúsið skapar ytri ramma verksins þar sem fjórar venjulegar manneskjur virð- ast álpast inn á leiksviðið og vita varla hvað þær eigi að gera þar, en fara síðan að syngja fyrir áhorf- endur og segja okkar alls kyns sög- ur. Ýmist er leikið á sviði Iðnó þar sem Friðrik situr við flygilinn og ber ábyrgð á hljóðmyndinni eða á salar- gólfinu þar sem leikaranna bíður dúkað borð og fjórir stólar. Grunnþema sýningarinnar þar sem vandræðagangur og innihalds- leysi í samskiptum fólks, hjarð- hegðun, tilefnislaus upphafning á eigin ágæti, klisjur um landann og fordómar eru til skoðunar er vel til fundið. Uppfærslan býður upp á skemmtilegar myndir og skapar senur þar sem unnið er vel með hin- ar ýmsu mótsagnir. Má í því sam- hengi nefna upphafsfrásögn Hildar af sambandsslitum þar sem hún óða- mála deildi með áhorfendum upp- lifun sinni á sama tíma og hún marg- sinnis sagðist eiga svo erfitt með að tala um hlutina. Síðar í sýningunni túlkaði Hildur bráðskemmtilega konu sem varð svo mikið um að hún í reiði sinni gat aðeins skammast með upphrópunarorðum á borð við „sko“ og „hérna“. Vilhelm, sem hefur einstaklega góða sviðsnærveru, átti nokkurs konar leiðarstef sýningarinnar þar sem hann deildi með áhorfendum hrifningu sinni á listformum á borð við kvikmyndir, tónlist og bók- menntir, en afhjúpaði í leiðinni yfirborðsmennsku og fullkomið afstöðuleysi. Samleikur hans með Fjölni í senu þar sem þeir fordæmdu allt ofbeldi með vægast sagt ofbeldisfullum hætti var góður og senan beitt. Sama má segja um atriðið þar sem þeir félagar kaffærðu Júlíönu með pitsukössum og fótboltatali, en í þeirri senu hefði mátt huga betur að staðsetningu leikaranna í rýminu enda erfitt fyrir áhorfendur sem sitja á jafnsléttu gólfi að sjá leikara sem liggur á því sama gólfi. Pitsu- kassarnir höfðu áður verið notaðir með góðum hætti í senu þar sem magn og gæði var til skoðunar. Júl- íana flutti með bráðskemmtilegum hætti lag sem hún lagði mikla áherslu á að væri ekki um rasisma og leiddi sýninguna inn í ádeilu um fordóma gagnvart því sem kemur utan frá, hvort heldur það er arfi eða sjúkdómar. Hópurinn miðlaði vel vandræða- ganginum sem grípur flesta þegar við vitum ekkert hvað við eigum að segja eða höfum hreinlega ekkert að segja. Síendurtekin níföld húrra- hróp voru prýðisgott dæmi um þetta. Orka leikhópsins var oftast góð, en á köflum varð hamagangur- inn of mikill án þess að það þjónaði efniviðnum nógu vel. Vandasamt er einnig að vinna með vandræðagang án þess að missa leikinn út í kjána- skap og groddalegan ýkjustíl. Í kynningu á uppfærslunni lýsir leikhópurinn sýningunni sem „órök- ræn[ni] framvinduskýrslu um fram- vinduleysi samtímans“. Framvindu- leysið truflaði ekki við áhorfið, en hins vegar leið sýningin svolítið fyrir hversu brokkgeng hún var. Inn á milli sterkra atriða voru þannig önn- ur langdregnari sem virkuðu ekki jafnvel og hefðu þolað talsverða yddun. Eftir stendur að Takk fyrir mig er áhugaverð sýning þar sem á svið stígur hæfileikafólk sem for- vitnilegt verður að fylgjast með í framhaldinu. Hvað nú? Pitsur „Orka leikhópsins var oftast góð,“ segir um Takk fyrir mig í uppfærslu leikhópsins Venjulegt íslenskt fólk. »Eftir stendur aðTakk fyrir mig er áhugaverð sýning þar sem á svið stígur hæfi- leikafólk sem forvitni- legt verður að fylgjast með í framhaldinu. „Minä rakastan sinua“ er yfirskrift tónleika sem hjónin Ágúst Ólafsson barítón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó- leikari halda í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Á efnisskránni er úrval sönglaga frá Norður- löndum sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla á einn eða annan hátt um ástina. Flutt verða lög eftir tónskáld á borð við Sibelius, Petterson-Berger, Grieg og Alfvén. Norræn ástarljóð á morgun Dúó Ágúst Ólafsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir koma fram. Samsýningin Sköpun bernskunnar 2019 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, kl. 15. „Þetta er sjötta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldr- inum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem gera verk sem fellur að þema sýn- ingarinnar, sem að þessu sinni er heimurinn og geimurinn í víðum skilningi. Sú ný- breytni var tekin upp í ár að leikskólabörnin koma í safnið og vinna verkið þar, undir leiðsögn sýningar- stjórans,“ segir í tilkynningu frá safninu. Þátttakendur þetta árið eru myndlistarfólkið Krist- inn E. Hrafnsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir, Hlíðar- skóli og 25 fimm ára börn frá Leikskólanum Kiðagili. Sýningarstjóri Sköpun bernskunnar 2019 er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Sköpun bernskunnar 2019 Kristinn E. Hrafnsson Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Lau 30/3 kl. 15:00 20.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 21.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka Sun 31/3 kl. 17:00 22.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 Fös 8/3 kl. 18:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 18.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 19.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Velkomin heim (Kassinn) Lau 23/2 kl. 19:30 Auka Sun 24/2 kl. 19:30 8.sýn Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 23/2 kl. 19:30 Fim 28/2 kl. 19:30 Lau 2/3 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 22:00 Fös 1/3 kl. 19:39 Fim 7/3 kl. 19:30 Sun 24/2 kl. 21:00 Fös 1/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00 Lau 2/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 22:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Miðasalan er hafin! Elly (Stóra sviðið) Lau 23/2 kl. 20:00 204. s Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Ríkharður III (Stóra sviðið) Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Fös 29/3 kl. 20:00 auka 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Athugið, takmarkaður sýningafjöldi. Kvenfólk (Nýja sviðið) Sun 24/2 kl. 20:00 38. s Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 28/2 kl. 20:00 Frums. Sun 3/3 kl. 20:00 2. s Fim 7/3 kl. 20:00 3. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.