Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 49

Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2019 FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu- verðlaunum. „Ég hef oftast verið bak við tjöldin í beinum útsend- ingum frá Eddunni, allt frá þeirri fyrstu 1999, eins og svo mörgum stórviðburðum í áranna rás,“ segir Egill. Hins vegar viðurkennir hann að hafa á stundum talað fjálglega um að ef ætti einhvern tímann að verð- launa hann fyrir eitthvað myndi hann afþakka það pent. „Það kom því vel á vondan þegar mér var til- kynnt í símtali hvað stæði til. Eftir smá umhugsunarfrest ákvað ég að ég vildi ekki vera leiðinlegri en ég er og að vitaskuld væri mér mikill heiður sýndur. Ef ég skil þetta rétt er verið að verðlauna mig fyrir gott ævistarf, en ekki bara af því ég er næstur á eftir Dunu (Guðný Hall- dórsdóttir, heiðursverðlaunahafi í fyrra) í stafrófinu.“ Dagskrárgerð og upptökustjórn hefur verið hans aðalstarfi, lengst af hjá RÚV, þar sem hann er ný- hættur sem fastur starfsmaður samkvæmt aldursreglum ríkisins en starfar enn sem lausamaður. „Munurinn í dag er aðallega sá að síðastliðin tvö ár hef ég verið í 100% starfi í stað 200% áður,“ segir heiðursverðlaunahafinn. Egill er landsmönnum einnig kunnur sem leikstjóri, leikmynda- hönnuður, handritshöfundur, klipp- ari og framleiðandi kvikmynda og sjónvarpsefnis. Hann hefur sett mark sitt á íslenska kvikmynda- sögu „með framúrskarandi störf- um“ eins og það var orðað á hátíð- inni í gær. Fyrir algjöra tilviljun í rauninni. Árið 1971 var hann nýút- skrifaður frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands, stefndi á fram- haldsnám sem myndlistarmaður og þótti sjónvarp fremur hallærislegt fyrirbæri að eigin sögn. „Til að gera langa sögu stutta, þá vildi dag- skrárstjórinn, Jón heitinn Þór- arinsson, fá í liðið menntaðan myndlistarmann sem jafnframt hefði lokið einhverju tónlistarnámi. Ég uppfyllti skilyrðin, var ráðinn og sendur í eins árs nám hjá Sænska sjónvarpinu þar sem ég til- einkaði mér litasjónvarp fyrstur ís- lenskra sjónvarpsmanna á meðan hér heima var tilveran svart/hvít. Síðan hef ég verið lukkunnar pam- fíll og fengið öll þau tækifæri sem sjónvarp og kvikmyndagerð bjóða upp á. Þetta er gott líf!“ vjon@mbl.is Hefur oftast verið bak við tjöldin á Eddu-hátíðum  Egill Eðvarðsson fékk heiðursverðlaun Eddunnar fyrir framúrskarandi störf Heiðursverðlaunahafinn Egill Eðvarðsson er lukkunnar pamfíll. Kona fer í stríð stóð uppi sem sigur- vegari á Edduhátíðinni 2019 sem fram fór í gærkvöldi. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hefur það aðeins einu sinni áð- ur gerst í sögu Edduverðlaunanna að kvikmynd sem tilnefnd er til tíu eða fleiri verðlauna vinni í öllum til- nefndum flokkum, en það var á Edduhátíðinni 2015 þegar Vonar- stræti vann til 12 verðlauna. Lof mér að falla, sem tilnefnd var til 12 verðlauna, hlaut næstflest verðlaun eða samtals fern, m.a. fyr- ir gervi en Kristín Júlla Kristjáns- dóttir átti allar þrjár tilnefningar í þeim flokki. Fréttaskýringaþátt- urinn Kveikur hlaut þrenn verð- laun. Kvikmynd ársins Kona fer í stríð Leikstjórn Benedikt Erlingsson fyrir Kona fer í stríð Handrit Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson fyrir Kona fer í stríð Leikkona í aðalhlutverki Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Kona fer í stríð Leikari í aðalhlutverki Gísli Örn Garðarsson fyrir Varg Leikkona í aukahlutverki Kristín Þóra Haraldsdóttir fyrir Lof mér að falla Leikari í aukahlutverki Þorsteinn Bachmann fyrir Lof mér að falla Kvikmyndataka Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Kona fer í stríð Klipping Davíð Alexander Corno fyrir Kona fer í stríð Leikmynd Snorri Freyr Hilmarsson fyrir Kona fer í stríð Tónlist Davíð Þór Jónsson fyrir Kona fer í stríð Hljóð Aymeric Devoldere, Francois De Morant, Raphael Sohier og Vincent Cosson fyrir Kona fer í stríð Brellur Cem Olcer, Stephane Vogel og Annabelle Zoellin fyrir Kona fer í stríð Búningar Eva Vala Guðjónsdóttir fyrir Lof mér að falla Gervi Kristín Júlla Kristjánsdóttir fyrir Lof mér að falla Barna- og unglingaefni Lói – þú flýgur aldrei einn Heimildarmynd UseLess Stuttmynd ársins Nýr dagur í Eyjafirði Leikið sjónvarpsefni Mannasiðir Sjónvarpsmaður ársins Sigríður Halldórsdóttir fyrir Kveik Frétta- eða viðtalsþáttur Kveikur Menningarþáttur Fullveldisöldin Mannlífsþáttur Líf kviknar Skemmtiþáttur Áramótaskaup 2018 Upptöku- eða útsendingastjórn Björgvin Harðarson fyrir Pál Óskar í Höllinni Sjónvarpsefni ársins Kveikur Heiðursverðlaun Egill Eðvarðsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikstjóri ársins Benedikt Erlingsson hlaut verðlaunin fyrir Kona fer í stríð. Konan sigursælust  Kona fer í stríð hlaut öll 10 verðlaunin sem hún var til- nefnd fyrir  Lof mér að falla hlaut fern og Kveikur þrenn Gleði Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Bachmann voru kát. Leikkona ársins Halldóra Geirharðsdóttir þótti bera af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.