Morgunblaðið - 23.02.2019, Page 52
Kosmískir kaupaukar
fylgja öllum Galaxy S10
og S10+ í forsölu
Galaxy buds
heyrnartól
Samsung hulstur
að verðmæti 5.990 kr.
14 daga áskrift að
Sjónvarpi Símans Premium
Samsung
Galaxy S10
144.990 kr.verð frá
Forsala fer fram dagana 20. febrúar til
7. mars. Símar eru afhentir 8. mars.
siminn.is
„Fráleitt að eiga
sér draum í febr-
úar“ er yfirskrift
þings um þýð-
ingar Ingibjargar
Haraldsdóttur
sem fram fer í
Veröld – húsi
Vigdísar í dag kl.
14. Sigurður
Skúlason leikari
les valda kafla úr þýðingum Ingi-
bjargar en erindi flytja Áslaug Agn-
arsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir,
Katrín Harðardóttir og Gunnar
Þorri Pétursson, en þau Ingibjörg
hlutu nýverið Íslensku þýðinga-
verðlaunin fyrir þýðingu sína á
Hinum smánuðu og svívirtu eftir
Dostojevskí. Aðgangur er ókeypis.
Þing um þýðingar Ingi-
bjargar Haraldsdóttur
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Helgi Sveinsson, heimsmethafi í
spjótkasti úr Ármanni, vinnur nú að
því að ná sér góðum eftir að hafa
farið í aðgerð á olnboga í septem-
ber á síðasta ári. „Ég fer óvenju vel
út úr þessu myndi ég segja. Er kom-
inn af stað í endurhæfingarferlinu
og er líklega á undan áætlun,“
sagði Helgi, sem vonast til að byrja
að kasta í júlí. »1
Helgi er á góðri leið
í endurhæfingu
Kristinn Sigmundsson verður gest-
ur Gunnars Guðbjörnssonar í við-
talstónleikaröðinni Da Capo í Saln-
um í Kópavogi á morgun, sunnudag,
kl. 14. Farið verður yfir söngferil
Kristins en einnig mun hann flytja
nokkur vel valin tónlistaratriði
ásamt píanóleikaranum Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur. Kristinn hef-
ur á löngum ferli sungið yfir 100
óperuhlutverk og komið fram í óp-
eru- og tónleikahúsum
víðs vegar um heim,
s.s. í New York,
Los Angeles, Míl-
anó, London,
Berlín, Amster-
dam, Brussel,
Tókýó og Peking.
Kristinn Sigmundsson
næsti gestur Da Capo
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hér eru tækifæri til þess að upp-
lifa, sjá og skynja hvernig vatnið er
óendanleg uppspretta og undirstaða
alls í lífríkinu. Svörin við spurning-
unum sem vakna í vitund gesta eru
líka flest hér á sýningunni, þar sem
eitt leiðir af öðru og skemmtun og
fróðleikur fara saman,“ segir Sigrún
Þórarinsdóttir, safnkennari í Nátt-
úruminjasafni Íslands. Um mán-
aðamótin verður byrjað að taka á
móti skólahópum á sýningunni
Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni í
Reykjavík. Sýningin var opnuð á
fullveldisafmælinu 1. desember í
fyrra á aldarafmæli fullveldis Ís-
lands.
Höfuðsafn með fræðsluskyldu
„Ég kom hér til starfa í byrjun árs
ásamt tveimur safnkennurum öðr-
um og að undanförnu höfum við ver-
ið að undirbúa og skipuleggja hvern-
ig móttöku skólahópa verður háttað.
Slíkt þarf þá að vera í samræmi við
námskrár og annað. Auk Listasafns
Íslands og Þjóðminjasafnsins er
þetta eitt þriggja höfuðsafna lands-
ins og þau hafa öll fræðsluskyldu,“
segir Sigrún.
Vatnskötturinn, skrýtin skepna
sem er lirfa fjallaklukkunnar, tekur
á móti gestum þegar þeir koma inn á
sýninguna sem er á 2. hæð Perl-
unnar. Það kynjadýr er í raun leiðar-
hnoða á sýningunni og bregður víða
fyrir. Einnig eru á sýningunni lif-
andi jurtir og vatnadýr sem eru í
búrum og gróðurkúlum.
Skammt frá inngangi sýningar-
innar má annars sjá hvernig vatnið
vellur fram á gólfinu í eins konar
skuggamyndum þar sem Vellankatla
í Þingvallavatni er fyrirmynd.
Annars staðar á sýningunni steypist
svo myndgerður stafrænn foss ofan
af fjallsbrún – og í honum má greina
heiti á ríflega 700 nafnkenndum
fossum landsins. Kemur þar fram að
Selfoss er algengasta fossheitið og
til á 13 stöðum á landinu. Miðlun á
rauntímaupplýsingum í náttúru
landsins er sömuleiðis áberandi. Til
dæmis má sjá í rauntíma vatns-
rennsli og hitastig í nokkrum af
helstu ám landsins og er það sam-
kvæmt vöktunarkerfi Veðurstofu Ís-
lands.
Lifandi eins og náttúran
Þá er á sýningunni unnið töluvert
með íslenska tungu og náttúru og
m.a. brugðið upp hundruðum orða
sem snúast um vatn. „Vatn býr einn-
ig í skýjunum og býðst gestum að
teikna sitt eigið ský og finna út hvað
það heitir; þráðablika, gyllinský,
möskvaþykkni eða þokugúlpur, á
hvað það veit og hvar það er í him-
inhvolfinu. Fróðleikur um vatnið
fléttast saman við svo margt. Hér
fær fólk líka innsýn í loftslagsbreyt-
ingar og önnur aðsteðjandi mál.
Þetta er sýning sem er lifandi, rétt
eins og náttúra landsins,“ segir Sig-
rún, sem er grunnskólakennari að
mennt og starfaði lengi við kennslu
auk þess að vera leiðsögumaður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Safnkennari Sigrún Þórarinsdóttir segir frá undrum og lífríki vatnsins í Náttúruminjasafni Íslands í Perlunni.
Þráðablika og gyllinský
Sýning Vatnið vekur athygli.
Uppspretta og
undirstaða í Perlu
vekur athygli