Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 10
VETTVANGUR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
Hari
Síðasta laugardag var ég á heim-leið til Noregs, átti pantað flugrúmlega 12. Eftir viku með
miklar áskoranir ákvað ég að kíkja í
hina flottu sundlaug sem við höfum í
Garðabæ áður en rútan var tekin upp
á flugvöll. Var komin í Ásgarð kl 7.50
en þá kom í ljós að laugin opnar ekki
fyrr en kl. 8 um helgar. Þannig að það
var ein lausn i stöðunni að bíða í 10
mínútur.
Var komin upp í heita pottinn kl.
8.03. Vissi frá bæði eigin reynslu og
rannsóknum að það að fara í heit böð
er jákvætt til að slaka á. Ég lét 38
stiga heitt vatnið renna yfir axlirnar
og horfði á vatnsgufuna stíga upp frá
lauginni. Varð hugsað til Tolla, okkar
frábæra listamanns, sem hafði sagt
við mig á núvitundarnámskeiði:
mundu að anda rólega inn um nefið og
út um munninn, þannig að þú heyrir í
útönduninni. Ég endurtók þetta
nokkur skipti og fann hvernig ég náði
að slaka á einn með sjálfum mér. En
ég var aleinn í lauginni í 7 mínútur.
En þá komu nokkrir sundkappar á
réttum aldri og byrjuðu að synda. Ég
hugsaði vá, þvílík lífsgæði sem okkar
sundlaugar geta veitt okkur. Það er
að segja okkur sem stundum sund-
laugar. Mér varð líka hugsað til
Snorra Sturlusonar sem skrifaði hið
stóra verk Heimskringlu. Okkar
mikilvægasta framlag inn í heimsbók-
menntirnar. Talið er að Snorri hafi
iðulega notað sína laug, Snorralaug í
Reykholti, til að endurnýja líkama og
sál á umbrotatímum Sturlungaaldar.
Ég hvet alla til að prófa að fara í sund
snemma morguns og njóta þess að
slaka á í 38-39 stiga hita. Ef þið eruð
heppin þá náið þið kannski að vera
ein í sundlauginni í nokkrar mínútur
eins og ég. Hvet alla til að nota sund-
laugar bæði til þjálfunar og slökunar.
En aftur að lífsgæðum. Eftir að
hafa hugsað að sundlaugar eru klár-
lega mikil lífsgæði má skoða hvaða
aðrir þættir geta talist til okkar
mestu lífsgæða hér á okkar fallega
landi:
1. Heita vatnið er klárlega einn af
lykilþáttum í okkar lífsgæðum bæði
hvað varðar okkar upphitun húsa,
gufuaflsvirkjana og okkar frábæru
sundlaugar um allt land.
2. Náttúran okkar er stórkostleg
og er í lykilhlutverki að laða til lands-
ins um 2 milljónir ferðamanna á ári.
Gullfoss, Goðafoss og Dettifoss eru
eitthvað sem fær menn til að skilja
kraftinn sem finnst í náttúrunni (og
okkur Íslendingum). Að standa ná-
lægt náttúruundrum eins og Detti-
fossi eða að sjá Strokk strekkja sig á
móti himninum skapar varanlega
„snaga“ (netverk af taugafrumum)
kunnáttu og tilfinningu um náttúru-
krafta.
3. Öryggi íbúa landsins verður líka
að teljast til mikilla lífsgæða sem því
miður er ekki að finna í flestum lönd-
um heimsins. Hérna á Íslandi geta
bæði börn og fullorðnir sinnt sínum
daglegu störfum án þess að vera í
hættu með líf og limi.
4. Matur sem við höfum aðgang að
verður líka að teljast til mikilla lífs-
gæða. Fjallalambið okkar er heims-
þekkt, einnig okkar góði þorskur, lax
og bleikja. Ekki má gleyma skyrinu
sem ryður sér til rúms í fleiri og fleiri
löndum. Íslensk garðyrkja hefur
einnig öðlast mikla athygli í gegnum
gróðrarstöðvar eins og Friðheima
þar sem menn komast virkilega í
samband við tómataræktun og frá-
bæra tómatasúpu sem er borðuð inni
í gróðurhúsinu. Íslenski hesturinn er
einnig þáttur sem dregur ferðamenn
til landsins.
Verum stolt af þessum þáttum og
pössum upp á þá bæði fyrir komandi
kynslóðir okkar landsmanna og
ferðamanna.
Vinnum að friðun náttúru landsins
og hugsum fram á við.
Lífsgæði
Vísindi og
samfélag
Hermundur
Sigmundsson
hermundurs@ru.is
’Talið er að Snorri hafiiðulega notað sínalaug, Snorralaug í Reyk-holti, til að endurnýja lík-
ama og sál á umbrota-
tímum Sturlungaaldar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landslag kr. 5.400
Snúrusnilld kr. 2.000 Hreðkuskálar kr. 2.900-13.500
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Settu þína
ráðstefnu
í Hörpu
Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur
Nánar á harpa.is/radstefnur