Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Page 26
heimtu bóta fyrir flug sem fellt er
niður. „Þess eru dæmi að það taki
óratíma að greiða út bætur sem
fólk á rétt á, jafnvel þótt bóta-
skyldan sé ljós og hafi verið sam-
þykkt. Það getur reynst þrautin
þyngri að fá þetta í gegn. Við höf-
um verið að annast milligöngu fyr-
ir félagsmenn okkar og ýta á eftir
því. Þetta á alls ekki við um öll
flugfélög, en við höfum fengið
svona dæmi til okkar og hjálpum
þá félagsmönnum okkar að sækja
rétt sinn.“
Breki segist telja að fólk sé al-
mennt frekar meðvitað um rétt
sinn en þó sé full ástæða til að
benda fólki á þau réttindi sem
gildi ef flug fellur niður.
Flugmiði er ekki sama og flug-miði því alltaf þarf að gætaþess að bera saman sam-
bærilegar tegundir fargjalda.
Enginn vill panta meiri þjónustu
en þörf er á en samt viljum við
heldur ekki lenda í vanda á flug-
vellinum og þurfa að greiða óþarfa
kostnað. Nú þegar flest flugfélög
eru farin að brjóta verð flugmið-
ans niður í smærri einingar verð-
ur æ mikilvægara að flugfarþegar
séu meðvitaðir um samsetningu
fargjaldsins og beri örugglega
saman sambærilega þjónustu þeg-
ar kostir eru vegnir.
En það er fleira en samsetning
fargjalds sem þarf að skoða, til
dæmis er góð hugmynd að kynna
sér vel og vandlega þau réttindi
sem flugfarþegar njóta.
„Við fáum fullt af alls konar
fyrirspurnum varðandi flugfar-
gjöld,“ segir Breki Karlsson, for-
maður Neytendasamtakanna.
Hann segir að mest hafi farið
fyrir tvennu í sambandi við rétt-
indi flugfarþega: annars vegar
leiti fólk eftir upplýsingum varð-
andi svokallaða „no show“-reglu
og hins vegar leiti fólk til samtak-
anna vegna ógreiddra bóta frá
flugfélögum.
Breki útskýrir að hin svokallaða
no show-regla hafi verið gagnrýnd
af samtökum neytenda víða um
Evrópu og nú hilli undir að hún
heyri sögunni til. „Ef þú átt bókað
flug en t.d. nýtir ekki flugið af
einhverjum ástæðum þá áttu samt
rétt á að nýta hinn legginn, flugið
heim. En flugfélög hafa ekki alltaf
viljað viðurkenna að farþegar eigi
rétt á að nota bara annan flug-
legginn hafi báðir verið keyptir.
Nú er búið að dæma í tveimur
málum, í Spáni og í Noregi, og þar
með komið fordæmi fyrir því að
þessi regla flugfélaganna standist
ekki Evrópulög. Þar af leiðandi
munu flugfélög væntanlega bara
hlíta því.“
Hann segir að flugfélög hér á
landi hafi oftast haft þann háttinn
á að leyfa fólki að nýta bara annan
fluglegg sé látið vita með nægum
fyrirvara, en þó séu dæmi um
ágreining sem hafi risið í þeim til-
vikum sem fólk mætir ekki.
Erfitt að fá bætur greiddar
Önnur flugfargjaldatengd mál sem
koma gjarnan inn á borð Neyt-
endasamtakanna tengjast inn-
„Ef þú kaupir flugmiða hjá fyr-
irtæki og fyrirtækið fellir niður
flugið áttu rétt á að velja um
þrennt: endurgreiðslu, inneign hjá
flugfélaginu eða að láta flugfélagið
redda þér á áfangastað eins ná-
lægt dagsetningu upphaflega
flugsins og mögulegt er án þess að
komi til aukagjalda fyrir þig.
Þetta á alltaf við þegar flugferð er
felld niður.
Hafi flugfélag boðið þér miða til
sölu og þú keypt miða þá ber flug-
félaginu að útvega þér annan miða
ef flug er fellt niður, jafnvel þótt
það hætti sjálft að fljúga til við-
komandi áfangastaðar. Þá þarf að
útvega miða með öðru flugfélagi,“
bendir Breki á.
Thinkstock
Fjölbreytt
flóra
fargjalda
Færst hefur í vöxt að flugfélög brjóti niður
kostnað vegna flugferða þannig að farþegar
borgi fyrir fargjaldið, töskuna og sætið sitt í hvoru
lagi. Úr vöndu getur verið að ráða þegar flug er
bókað og miklu skiptir að kynna sér vandlega
hvað er innifalið í því gjaldi sem greitt er.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
FERÐALÖG
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Lang-
vinsælastur
hollusta í hverjum bita
Sömu reglur gilda um allar flug-
ferðir sem annaðhvort hefjast
eða enda í Evrópulandi. Flug til
og frá Íslandi lýtur því sömu
reglum og flug til og frá öðrum
áfangstöðum í Evrópu. Upplýs-
ingar um þau réttindi sem flug-
farþegar njóta og þær skyldur
sem þeir gangast undir er hægt
að finna á vef Samgöngustofu.
Flugfarþegar ættu auðvitað fyrst og fremst að slaka á og njóta flugsins, en
það getur borgað sig að þekkja reglur fari eitthvað úrskeiðis.
Thinkstock
MEÐ REGLURNAR Á HREINU
Evrópureglur gilda hér