Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 Eldri kettir ekki endilega á skrá Flestir kattaeigendur gera ráðfyrir að týnist köttur þeirra,komist hann fljótt heim til sín ef svo fer að góðviljaður einstaklingur fari með ráðvilltan köttinn í Kattholt eða á dýraspítala – til að lesa á ör- merkinguna. Örmerkingin gefi upp- lýsingar um eigendur sem auðvelt er þá að hafa samband við. Slíkt er þó ekki sjálfgefið og hafa komið upp tilfelli þar sem upplýs- ingar bak við örmerkinguna eru ein- faldlega ekki á skrá í miðlægum gagnagrunni eða rangt skráðar. „Það kemur fyrir að týndir kettir sem koma til Kattholts séu örmerktir en ekki skráðir inn á Dýraauðkenni. Hefur það þá komið fyrir að skráning hafi misfarist, sem sagt rangar upp- lýsingar á bak við númerið eða upp- lýsingum frá þeim dýralækni sem ör- merkti ekki komið áfram í grunninn,“ segir Halldóra Björk Ragnarsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Árið 2012 stofnaði Dýralækninga- félag Íslands miðlægan gagnagrunn, dyraaudkenni.is, og í dag eiga dýra- læknar að færa skráningu katta inn í gagnabankann þegar dýrið er ör- merkt. Dýr sem örmerkt voru fyrir stofn- un dýraauðkennisvefsins, 2011 og fyrr, eru helst í hættu að vera ekki skráð í gagnagrunninn eða rangt skráð en samkvæmt upplýsingum frá Dýrahjálp Íslands voru vanhöld á að dýralæknar sendu inn skráningar. Dýralæknum var boðið að skrá öll ör- merkt dýr frítt á sínum tíma, þegar gagnagrunnurinn tók til starfa eða fyrir júlí 2011, og þótt flestir hafi sent inn skráningar gerðu það ekki allir og einhverjar skráningar voru ófull- nægjandi og ekki hægt að færa inn í gagnagrunninn. „Í þessum tilfellum, þegar upplýs- ingar bak við örmerkið eru engar eða rangar, hefst mikil leit, oft með mörg- um símtölum, því þá er kötturinn að- eins skráður hjá viðkomandi dýra- lækningastofu eða -spítala fyrir utan dæmin þegar upplýsingar um köttinn eru óvart rangt færðar inn. Við höfum líka brugðið á það ráð að auglýsa köttinn með númeri hans þegar ekkert kemur úr úr þessum símtölum. Þetta getur verið mjög erf- itt fyrir köttinn, sem þarf þá kannski að bíða lengi eftir að það finnst hver eigandinn er.“ Inni á vefnum dyraaudkenni.is er hægt að fletta dýri sínu upp eftir númeri á ör- eða eyrnamerkingu. Hafi fólk ekki númerið á örmerkingu er hægt að hafa samband við þann dýralækni sem kötturinn var ör- merktur hjá og láta fletta upp núm- erinu og hvernig það er skráð. Á dyraaukenni.is er hægt að fletta upp hvaða dýr eru skráð á mann. Ef gælu- dýrið var örmerkt fyrir júlí 2011 þarf að virkja eigandaaðgang með því að greiða skráningargjald á síðunni en gjaldið er 1.000 kr. en eigandaað- gangur var innifalinn í örmerkingu eftir þann tíma. Halldóra Björk bendir á að einnig sé afar mikilvægt að breyta upplýs- ingum á dýraauðkennisvefnum ef fólk skiptir um símanúmer eða flytur, svo ekki sé minnst á ef eigendaskipti verða á dýrinu. „Það er alltaf nóg af kisum í Katt- holti en þó er gleðilegt að eldri kis- urnar eru frekar að komast á heimilin þessi misserin, enda minna framboð af kettlingum. Það breytist þó senni- lega með hækkandi sól.“ Sem fyrr séu algengustu ástæður þess að kett- ir týnist að fólk sé mikið fjarverandi eða fer frá án nægilegra góðra ráð- stafana. Kötturinn stingi af sé hann lengi einn yfir daginn án þess að kom- ast inn um glugga, enda húki köttur- inn ekki endalaust og bíði heldur leiti annað. Þessi kisa sem komið var með í Kattholt reyndist ekki svo hepp- in að vera örmerkt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðlægur gagnagrunnur á netinu, með örmerkingarnúmerum og eyrnamerkingum, breytti miklu fyrir leit að eigendum týndra katta. Ekki er þó hægt að ganga út frá því vísu að örmerktir kettir séu í gagnagrunninum, sérstaklega þeir eldri. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Halldóra Björk Ragnarsdóttir segir að þótt alltaf nóg af kisum í Kattholti sé gleðilegt að eldri kisurnar séu frekar að komast á heimilin þessi misserin. Morgunblaðið/Eggert Örmerki er kubbur sem dýralæknir setur undir húð í herðakambi kattar en kubb- urinn geymir 15 stafa númer kattarins. Þrátt fyrir að örmerking sé nauðsyn og skylda er líka mikilvægt að merkja ketti með hálsól og merkispjaldi með heimilisfangi og síma- númeri. Það auðveldar gang- andi vegfarendum að sjá hvort köttur sem þeir rekast á sé fjarri sínu heimili og koma honum fyrr til skila. Samskiptamiðillinn Face- book hefur einnig breytt miklu fyrir leit að týndum köttum og eigendum týnda katta síðustu árin. Í facebook- hópana Kattavaktin og Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir eru skáðir yfir 20.000 Íslendingar og hafa margir kettir ratað heim til sín fyrir tilstilli þessara hópa. Facebook breytti miklu Ég fór í banka um daginn. Sem er reyndar í frásögurfærandi því ég geri það mjög sjaldan sjálfviljugur.En það er alls ekki punkturinn heldur það að þegar ég var að ganga út úr bankanum, mögulega eitthvað að dunda mér í símanum eins og gengur, þá gekk ég á dráttarkúlu sem stóð aftan úr bíl. Það var vont. Alveg svakalega vont. Í raun alveg fáránlega vont. Og heimsku- legt. Fyrstu viðbrögð mín voru að brjálast og hugsa með sjálfum mér: Af hverju er þetta ekki merkt? Af hverju eru ekki einhverjar reglur um að svona bílar séu ekki með svona stóra kúlu aftan úr sér? Þess utan var þetta gamall jeppi sem leit ekki út fyrir að vera líklegur til að draga neitt. Mér fannst semsagt á þessum tímapunkti, á meðan ég strauk á mér sköflunginn, að það væri ekki svo galin hug- mynd að sett yrði sérstök reglugerð um merkingu kúlna á slyddujeppum og bara helst öllum bílum. Þeir fengju þá sérstakar merkingar til að koma í veg fyrir að saklaust fólk stórskaðaði sig á því að ganga á þær. Það mætti jafnvel bara koma á fót lítilli og krúttlegri deild í Samgöngustofu til að sjá um þetta. Svo jafnaði ég mig og fór aðeins að hugsa. Eins og ég geri stundum. Því meira sem ég hugsaði því erfiðara var að selja sjálfum mér að það þyrfti í raun að vera eftirlit með þessu. Mögulega hefði ég ekki átt að glápa á símann minn, heldur horfa kannski aðeins í kringum mig. Mér datt þetta í hug þegar ég sá viðbrögð sumra við því þegar einhverjir geimvísindamenn ákváðu að selja bíla eft- ir að hafa skrúfað duglega niður kílómetramælana. Kaup- endurnir urðu að sjálfsögðu sótillir enda óvenju einbeittur brotavilji í þessum viðskiptum. Þá upphófst gamalkunnur söngur: Það þarf að auka eft- irlit með þessu. Það þarf að fylgjast betur með þessum viðskiptum og setja einhverjar skorður í sölu bílaleigubíla. (Sem er stórkostlega bjánalegt orð. Svona eins og vatns- könnuvatn. En það er aukaatriði.) Það þyrfti að skoða þá á hverju ári og fara sérstaklega yfir mælana og helst að skila einhverju vottorði þegar þeir væru seldir. Ég yrði illa svikinn ef það þyrfti ekki líka að þinglýsa því hjá sýslu- manni fyrst. Bara svona til að gera þetta aðeins flóknara. Það er dýrt að leigja bíl á Íslandi. Aukið eftirlit, út af nokkrum glæpamönnum myndi bara hækka þann kostnað. Og það sem er kannski mest svekkjandi er að þetta yrði að sjálfsögðu aukakostnaður fyrir þá sem gera ekkert af sér. Fyrir utan það að það er ekki einu sinni víst að þetta myndi skila árangri. Vissulega skil ég reiði fólks sem í góðri trú keypti bíla og taldi sig jafnvel vera að gera góð kaup. Það á að sjálf- sögðu alla mína samúð. En við leysum ekki allt með auknu eftirliti, löggjöf, reglugerðum og nýjum stofnunum. Stundum verðum við bara að treysta fólki. Og ef við kom- umst að því að fólk hafi brugðist trausti þá verðum við að stóla á að það fái makleg mála- gjöld. Mér sýnist allt stefna í það. Við vitum að það eiga eftir að koma fram fleiri sérfræðingar sem munu plata fólk á einhvern hátt. Selja því eitthvað sem virkar ekki, reyna að ná peningum frá saklausu fólki, þykjast jafnvel vera útlendir tölvusérfræðingar að laga vírusa. Þetta virðist einhvern veginn vera gangur lífsins. Þá er bara spurningin hvernig við ætlum að bregðast við þessu? Mér finnst mesta skynsemin í því að læra af þessu og reyna að vera vakandi næst þegar svona snill- ingar koma fram en ekki leyfa glæpamönnum að taka okkur á taugum. Reglur um reglur ’Mér fannst semsagt á þessumtímapunkti, á meðan égstrauk á mér sköflunginn, að þaðværi ekki svo galin hugmynd að sett yrði sérstök reglugerð um merkingu kúlna á slyddujeppum og bara helst öllum bílum. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.