Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Page 24
Við bjóðum líka upp á grænmetis- ogveganrétti, þótt aðaláherslan sé ákjöt,“ segir Almar Yngvi Garðarsson,
einn eigenda og veitingastjóri á Reykjavík
Meat.
„Við bjóðum upp á marga parta af nautinu
og erum líka með lamb. Kjötið er frá Ís-
landi, Ástralíu og víðs vegar úr Evrópu en
mest kaupum við frá Danmörku, svokallað
Sashi kjöt. Það er mjög fitusprengt og gott.
Ég er hrifnastur af því, það er ljúft undir
tönn og selst betur en íslenska kjötið,“ segir
hann.
„Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur
við því kjöti enda er gaman að prófa eitthvað
nýtt.“
Vantaði steikarstað
Stærsti eigandi staðarins, Stefán Magnússon,
rekur einnig Mathús Garðabæjar og Nü Asian
Fusion. Reykjavík Meat er nýjasti staðurinn
hans en opnað var í haust eftir langan og mik-
inn undirbúning.
„Það er mikill metnaður lagður í þennan
stað; ekki síst umhverfið. Hér er pláss fyrir
120 manns í sæti þegar mest er, en yfirleitt eru
hér um 80-90 manns í hverju setti á kvöldin.
Básarnir hér eru mjög vinsælir en við sóttum
hugmyndir til bandarískra steikarstaða.
Okkur fannst vanta góðan og flottan steikar-
stað á Íslandi. Starfsfólkið hér er margt frá
gömlu Argentínu; ég segi oft að þau séu fædd á
grillinu,“ segir Almar og brosir.
Íslendingar aðalgestirnir
Almar segir langstærstan hluta viðskiptavina
vera Íslendinga en býst við að ferðamönnum
fjölgi með vorinu. Það hefur verið nóg að gera
síðan staðurinn var opnaður og greinilega
margir sem kunna að meta góða steik að sögn
Almars.
„Fólk kemur líka í hádeginu og algengt að
fólk noti hádegið hér til að borða og funda en
við erum með góð hádegistilboð og hér er róleg
stemning. Svo erum við með þannig matseðil
að þú velur sjálfur meðlætið með steikinni.
Fólk tekur vel í það. Við bjóðum líka upp á vín
á mjög sanngjörnu verði,“ segir Almar og
nefnir að staðurinn verði með í Food & Fun
sem byrjar í næstu viku.
Morgunblaðið/Ásdís
Danska kjötið
ljúft undir tönn
Almar Ingvi Garðarsson,
eigandi og veitingastjóri, og
Guðmundur Víðir Víðisson,
eigandi og yfirkokkur.
Á Frakkastíg má finna veitingastaðinn Reykjavík Meat, sem eins
og nafnið gefur til kynna býður upp á eðalsteikur. Kjötið er
keypt víða að úr heiminum og rennur ljúflega ofan í landann.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
MATUR
Fyrir 1
1 flak bleikja
olía
Takið roðið af bleikjunni og setjið í loft-
þéttan poka (vacuum) með olíu. Eldið í
sous vide-potti við 43°C í 15 mín. Setjið í
kæli.
SVARTHVÍTLAUKSMAJÓNES
35 g svartur hvítlaukur (fæst í Hagkaup)
25 g eggjarauður
15 g vatn
250 ml olía
smá salt
mulin graskersfræ
parmaskinkubeikon, steikt
smá brauðraspur
Setjið hvítlauk, eggjarauður og vatn sam-
an í blandara og blandið vel saman. Bætið
olíu varlega við. Smakkað til með salti.
Setjið svarthvítlauksmajónesið í skál.
Rífið bleikjuna niður og setið ofan á hvít-
laukinn.
Myljið graskersfræ og steikið smá
parmaskinkubeikon. Dreifið yfir ásamt
brauðraspi. Gott að skreyta með dillolíu,
vatnakarsa og fersku dilli.
(Hægt er að búa til dillolíu með því að
blanda saman í blandara dilli og olíu og sía
svo dillið frá.)
Bleikja með svarthvítlauksmajónesi
Fyrir 1-2
1 ferskur maís
1 msk. sýrður rjómi
2 tsk. Sriracha sósa
2-3 msk. brauðraspur
Afhýðið maísinn og hreinsið.
Sjóðið hann svo í 15 mín. eða eldið
í ofni á gufu á 100°C í 10 mín.
Grillið hann í smá tíma til að fá
góða brúningu á hann, skerið svo í
helminga og setjið á disk. Setjið
sýrðan rjóma og Sriracha-sósu
frjálslega yfir maísinn og endið
með að setja heimagerðan brauð-
rasp yfir.
HEIMAGERÐUR BRAUÐRASPUR
(GEYMIÐ AFGANGINN FYRIR
BLEIKJUNA)
4 stk. brauðsneiðar
125 g smjör
Skerið brauðið í litla teninga eða
vinnið það í matvinnsluvél til að fá
það smátt skorið. Setjið í pott með
smjöri og eldið þangað til brauðið
verður gullinbrúnt. Hellið smjöri af
og leyfið því að þerrast á pappír.
Grillaður maís