Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 22
Lagerfeld þakkar fyrir sig að lokinni tískusýningu í Metropolitan-safninu í New York. Honum við hlið eru samstarfskona hans til áratuga, Virginie Viard, sem nú tekur við listrænni stjórn Chanel, og guðsonur hans Hudson Kroenig, sem mun líklega erfa hluta af auðæfum hönnuðarins. Einhver afkastamesti og áhrifamesti fata- hönnuður síðustu áratuga féll frá í vikunni. Tískuheimurinn syrgir Karl Lagerfeld, sem þekktastur er sem listrænn stjórnandi Chanel en hann lést í París 85 ára gamall. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Lagerfeld var þekktur fyrir mikinn metnað í sviðsetningum tískusýninga Chanel í Grand Palais en það var vissu- lega mjög metnaðarfullt að sýna eldflaugaskot eins og hann gerði árið 2017. AFP Keisarinn kveður Lagerfeld við hlið teikningar sinnar af Choupette, sem erfir eiganda sinn að hluta. Kötturinn sat ávallt til borðs með hönnuðinum á matmálstímum. Choupette er með eigið Instagram og 239.000 fylgjendur. Lagerfeld við hlið fyrirsætu sem sýnir hér hönnun hans fyrir Chloé árið 1977. Claudia Schiffer sýnir hátískulínu Chanel fyrir veturinn 1992-93. Karl Lagerfeld lést í París áþriðjudag, 85 ára gamall.Hann hefur verið listrænn stjórnandi Chanel frá 1983 og Fendi frá 1965 auk þess að vera með sitt eigið tískumerki. Lagerfeld, sem var auðþekkjanlegur með sín dökku sól- gleraugu, silfurtagl og grifflur, bjó yf- ir þeim hæfileika að geta talað mörg tískutungumál á sama tíma. Undir hans stjórn hafa bæði Chanel og Fendi blómstrað, hvort á sinn hátt. Hann var líka heimsborgari og las bæði ensku, frönsku, þýsku og ítölsku. New York Times bendir á að þegar hann stóð á áttræðu hefðu flestir jafnaldrar hans dregið sig í hlé og einbeitt sér að þægilegu snekkjulífi eða sveitasælu á setrinu sínu. Ekki Lagerfeld, hann hannaði að meðaltali 14 nýjar fatalínur á hverju ári, þar með taldar hátískulínur en án þess að teknar séu með í reikninginn einstaka samvinnulínur eða sérverkefni. „Maður fær hugmyndir þegar maður er að vinna,“ sagði hann baksviðs fyr- ir Fendi-tískusýningu þegar hann var 83 ára gamall. Lagerfeld var líka ljósmyndari, út- gefandi og höfundur vinsællar bókar um mataræði, The Karl Lagerfeld Diet, frá 2002 sem sagði frá því hvernig honum sjálfum hefði tekist að missa rúmlega 40 kg. Drifkrafturinn að þessu eins og öllu sem hann gerði kom úr tískuheiminum; Lagerfeld langaði að klæðast fötum sem Hedi Slimane hannaði fyrir Dior Homme. Athygli vakti að hluti af mataræðinu var ótæpileg drykkja af Diet Coke. Lagerfeld tók við Chanel þegar tískuhúsið var einungis á lífi vegna ilmvatns- og snyrtivörusölu og um- bylti því. Tekjur Chanel eru nú sagð- ar vera um 500 milljarðar kr. á ári. Eftir þetta var brautin rudd fyrir hönnuði til að endurvekja og breyta eldri tískuhúsum rétt eins og Tom Ford gerði hjá Gucci og John Galli- ano hjá Dior. Lagerfeld fæddist í Þýskalandi en flutti til Parísar sem unglingur. Hann vann hjá Pierre Balmain, Jean Patou, Krizia, Ballantyne, Charles Jourdan og Chloé þar sem hann var í tíu ár þó hann hafi verið lengst hjá Chanel og Fendi. Lagerfeld var verðlaunaður af fé- lagi fatahönnuða í Bandaríkjunum fyrir ævistarf sitt árið 2002. Hann fékk jafnfram æðstu verðlaun Par- ísarborgar árið 2017 fyrir þjónustu við borgina. ’ Lagerfeld, sem var auðþekkjanlegurmeð sín dökku sólgleraugu, silfurtaglog grifflur, bjó yfir þeim hæfileika að getatalað mörg tískutungumál á sama tíma. Ásamt Lindu Evangelista og Naomi Campbell eftir sýningu á haust- og vetrar- tísku Chanel 1996-1997. Keisarinn þakkar fyrir sig að lokinni hátískusýningu Cha- nel fyrir sumarið 2017 í Grand Palais í París. Honum við hlið er Lily-Rose Depp. Þessi mynd var tekin á námsárum hans, árið 1954, en hann fékk alþjóðleg hönnunarverðlaun í flokki kápa. Yves Saint Laurent vann í kjóla- flokknum sama ár. Þetta eru sömu verðlaun og heita nú International Woolmark Prize. Lagerfeld vann mikið með frönsku fyrir- sætunni Ines de la Fressange en þessi mynd er frá 1989. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 HÖNNUN OG TÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.