Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019
VETTVANGUR
staðgreiðslusköttum láglaunafólks í
formi útsvars en eru þó aðeins áhorf-
endur að þessari stöðu þó að flest
hafi þau ákveðið að hafa útsvar sitt í
hámarki.
Horft um öxl
Á því herrans ári 2007 sagði formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness að
hækka þyrfti lágmarkslaun í landinu
úr 125 þúsund krónum upp í um 176
þúsund. Í dag er krafan að þau
hækki úr 300 þúsundum í 425 þús-
und.
Munurinn á tölunum núna og fyrir
tólf árum er sláandi. En við vitum öll
að þótt tekist hafi að hækka kaup-
mátt lægstu launa mikið á undan-
förnum árum – meira en annarra –
endurspeglar munurinn á þessum
tölum ekki hreina kjarabót fyrir
fólkið sem hefur þessi laun. Verð-
bólgan sér til þess.
Kaupmáttur segir meira en
krónur. Það er ekki innantómur frasi
heldur staðreynd. Sprenging í ferða-
þjónustu og aðrir þættir hafa haldið
verðbólgunni í skefjum undanfarin
ár þrátt fyrir langvarandi góðæri.
Nú eru hins vegar blikur á lofti í
þeim efnum eins og allir vita og kóln-
un ekki bara í kortunum heldur
hafin.
Óvenjulegur taktur
Ásgeir Jónsson hagfræðingur benti
á það í vikunni að margt væri
óvenjulegt við þessar samninga-
viðræður í sögulegu samhengi. Til
Viðkvæm og ískyggileg staðaer uppi eftir að það slitnaðiupp úr viðræðum Samtaka
atvinnulífsins og fjögurra stéttar-
félaga sem semja fyrir hönd tuga
þúsunda starfsmanna. Mikið er í húfi
fyrir alla landsmenn að viðræðurnar
verði leiddar farsællega til lykta á
raunhæfum forsendum sem fyrst.
Væntingar og viðbrögð
Kröfugerð félaganna gagnvart at-
vinnurekendum liggur fyrir að því
leyti sem hún var kynnt opinberlega
fyrir nokkrum mánuðum. Ein af
meginkröfunum var að eftir tvö ár
myndi krónutala lágmarkslauna
hafa hækkað um ríflega 40%. Tölur
hafa síðan birst í fjölmiðlum um að
krafist sé enn meiri hækkana handa
hópum með töluvert hærri tekjur.
Frá sjónarhóli stéttarfélaganna er
tilboð Samtaka atvinnulífsins ó-
ásættanlegt með öllu að þeirra sögn.
Félögin birtu líka opinberlega
lista yfir kröfur gagnvart stjórnvöld-
um. Sérstaklega var farið fram á að
skattalækkun á lágar og millitekjur
yrði fjármögnuð með því að hækka
skatta á aðra.
Eftir að fjármálaráðherra kynnti
skattalækkunar- og barnabótapakka
ríkisstjórnarinnar fyrr í þessari viku
sendu félögin fjögur frá sér sam-
eiginlega yfirlýsingu þar sem þau
lýstu ekki einungis vonbrigðum yfir
tillögunum heldur einnig reiði.
Vandséð er hvaðan væntingar
gátu hafa skapast um annað og
meira en kynnt hefur verið en yfir-
lýsingar um „reiði“ eru til marks um
þá hörku sem er í deilunni og virðist
síst fara minnkandi.
Frá sjónarhóli okkar sem stönd-
um að ríkisstjórninni voru það von-
brigði að umræðan skyldi af ein-
hverjum ástæðum snúast um allt
annað en þær miklu kjarabætur sem
í tillögum stjórnvalda felast. Það var
til að mynda furðulega lítið látið með
stórtíðindi á borð við lengingu fæð-
ingarorlofs og hækkun barnabóta
auk skattalækkana til lágtekjuhópa
og aðgerða í húsnæðismálum. Alls
nemur útspil ríkisins um 30 millj-
örðum.
Hér má einnig minna á að sveitar-
félög innheimta meirihlutann af
dæmis væri óvenjulegt að farið væri
fram á miklar kauphækkanir þegar
samdráttur blasti við í helstu út-
flutningsgrein landsins, ferðaþjón-
ustunni, og efnahagslífið væri á leið
niður eftir sjö ára hagvöxt. Yfirleitt
hefðu verkalýðsfélög sýnt „hörku í
uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu“,
en því væri öfugt farið nú. Einnig
væru kröfurnar lagðar fram án
kostnaðarmats og áhrifagreiningar.
Ónýtt módel?
Fyrir hálfu öðru ári, á haustmánuð-
um 2017, varaði Bjarni Benediktsson
við þeirri stöðu sem hætt er við að sé
að verða að veruleika nú. Hann tók
fram að of mikil einföldun væri að
skella skuldinni á einhverja tiltekna
aðila í ljósi þess að sjálf aðferðafræði
okkar væri gölluð:
„Leitin að sökudólgnum beinir
sjónum okkar frá aðalatriðinu sem
er að vinnumarkaðslíkanið á Íslandi
er í raun ónýtt. Ég veit að þetta eru
stór orð, en hver getur mótmælt því
þegar hver höndin er upp á móti
annarri, jafnvel í upphafi samn-
ingalotu? Það er lítil samvinna til
staðar og skipulagið í kjara-
viðræðum er tilviljanakennt og mjög
breytilegt frá einum kjaraviðræðum
til þeirra næstu. Það hvað okkur hef-
ur lítið miðað undanfarna áratugi í
að bæta úr þessu er stærsti einstaki
veikleiki íslenskra efnahagsmála um
þessar mundir.“
Bjarni bætti við að við þyrftum að
koma betra skipulagi á kjara-
viðræður; samkeppnishæfni þjóðar-
búsins þyrfti að verða ráðandi um
það svigrúm sem kjarasamningar
byggðust á. Það er órjúfanlegur
hluti hins margumtalaða norræna
módels.
Trúnaðurinn
Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um
kröfur og tilboð þegar viðræður eru
á viðkvæmu stigi, meðal annars um
það sem fram fer hjá sáttasemjara.
Þetta er umhugsunarefni. Kjarabar-
átta er í æ meira mæli stunduð í fjöl-
miðlum og með auglýsinga-
herferðum. Báðir aðilar lýsa túlkun
sinni á kröfum og tilboðum hins en
almenningur, sem á mikilla hags-
muna að gæta, hefur litlar sem engar
forsendur til að meta um hvað deilan
snýst í raun. Sögusagnir og óstað-
festar fréttir flækja myndina enn
frekar. Á tímum aukins gagnsæis á
mörgum sviðum má spyrja má hvort
heiðarlegra, sanngjarnara og skil-
virkara væri að einfaldlega opna
þetta ferli, sem snýst þegar upp er
staðið ekki bara um lífsafkomu
þeirra sem sitja við borðið heldur
allrar þjóðarinnar.
’Mikið er í húfi fyriralla landsmenn aðviðræðurnar verðileiddar farsællega til
lykta á raunhæfum
forsendum sem fyrst.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Hari
Ískyggileg staðaFjölmiðla-
maðurinn með
meiru, Þor-
steinn J. Vil-
hjálmsson,
tísti: „Þeir sem
eru ekki með
gönguskíðamyndir af sér á face-
book, eru nýkomnir úr upp-
skurði, eða eru á skíðum í Sviss
Utd, eða eru komnir undir sæng
til að forðast verðbólguskotið
frá Samtökum atvinnulífsins,
þetta er Ísland: Með mynd-
skreytt tilfinningalíf að láni í ís-
lensku krónunni á facebook í
beinni og allt klabbið verðtryggt,
og nú er verið að lesa Passíu-
sálmana á Rás 1 til að drepa
okkur endanlega úr leiðindum á
sauðskinnsskónum, en við í
Slippnum ætlum að fagna vori
strax á morgun takk.“
Karen Kjartansdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
tísti: „Undanfarið hefur það hent
mig að heyra tal ungs fólks og
ganga að því vísu að það sé að
tala færeysku, tungumál sem er
næstum íslenska en samt ekki.
Við nánari athugun kemst ég svo
að því að þetta er bara íslenska
en með nýstárlegum hreim.“
Katrín Atladóttir borgar-
fulltrúi tísti: „Vildi allir borgar-
fulltrúar (ókei
og reyndar fólk
almennt) hefðu
haft reynslu af
því að koma
upplýsingum
frá sér á daily
standup, eða bara á twitter. Það
þarf ekki alltaf að segja svona
mörg orð til að koma einum
punkt frá sér!“
Og fjölmiðlamaðurinn Atli
Fannar Bjarkason tísti: „Engin
Michelin-stjarna á Íslandi sem
þýðir að gengið var framhjá KFC
í Hafnarfirði enn eitt árið.
Sorgardagur.“
AF NETINU
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!