Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 „Svona nú, gæskan, ég er ennþá að læra,“ svaraði Alec Baldwin, í gervi Donalds Trumps, fyrirspurn frétta- konu á „blaðamannafundi“ í Laugardagskvöldi í beinni um síðustu helgi. „Gleymum því ekki, að tæknilega er þetta fyrsta starfið mitt. Hefði ég vitað það sem ég veit núna á þeim tíma þá hefði ég beðið Pútín um að láta Hillary hafa starfið í staðinn.“ Að því búnu lýsti „forsetinn“ yfir neyðarástandi og fór beinustu leið í golf. Allt frá því Donald Trumpkynnti heimslýð áform sínum að bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna hafa spéfuglar þar í landi dregið hann sundur og saman í háði – og síst haldið aftur af sér eftir að hann náði kjöri fyrir rúmum tveimur árum. Spjallþáttastjórnendur í sjónvarpi, svo sem Jimmy Fallon, Jimmy Kim- mel, Stephen Colbert og James Cor- den, eru þarna framarlega í flokki, að ekki sé talað um skemmtiþáttinn Laugardagskvöld í beinni (e. Satur- day Night Live), þar sem leikarinn Alec Baldwin leikur forsetann gjarn- an með miklum tilþrifum og þykir ná karaktereinkennum hans vel, auk þess að vera nauðalíkur honum í gervi sínu. Til að byrja með var ekki að sjá að Trump léti þetta slá sig út af laginu; hann mætti til að mynda einu sinni í þáttinn til Fallons meðan á kosn- ingabaráttunni stóð og slógu þeir fé- lagar saman á létta strengi. Vel fór á með þeim og æringinn fiktaði meira að segja í hárinu á Trump – sem frægt er. Sumir hafa reyndar bent á að hann hefði líklega betur látið það ógert. Eftir á var Fallon gagnrýndur fyrir að taka með silkihönskum á Trump sem varð til þess að hann kvaðst í viðtali við Hollywood Repor- ter sjá eftir nálgun sinni. Ekki hefði verið meiningin að kvitta upp á um- deildar skoðanir Trumps og gera hann „mennskari“ í huga áhorfenda. Þau ummæli voru einmitt upptakt- urinn að andsvari Trumps sem eyddi, mörgum að óvörum, orðum á Fallon, Kimmel og Colbert, í ræðu og riti seinasta sumar. Sagði þá hæfi- leikalausa og ófyndna. „Ég meina, í alvöru, eru þessir menn fyndnir?“ spurði forsetinn. Fallon líkti hann við týnda sál og hvatti hann til að „manna sig upp“. Eins og við var að búast svöruðu háðfuglarnir forsetanum fullum hálsi og færðust allir í aukana. „Hefur maðurinn virkilega ekkert þarfara að gera?“ spurði Fallon í þætti sínum og margir tóku undir með honum; það væri ekki forseta Bandaríkjanna sæmandi að elta ólar við sprell og spé úti á alþýðuakrinum. Óvinir fólksins Trump lét þó ekki segjast, frekar en við var að búast, og um liðna helgi beindi hann spjótum sínum að Alec Baldwin. „Ekkert fyndið við útjask- að Laugardagskvöld í beinni á fals- fréttastöðinni NBC!“ tísti hann eftir að Baldwin sneri aftur eftir hlé og dró dár að blaðamannafundi forset- ans, þar sem hann lýsti yfir neyðar- ástandi á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó. Trump furðaði sig ennfremur á því að stöðin kæmist upp með þátt af þessu tagi án við- urlaga og lagði til að málið yrði kann- að. Þá rifjaði hann upp vandræða- legar fréttir af Baldwin frá fyrri tíð og henti að lokum í kunnuglegt stef, í hástöfum: „HLUTDRÆGIR OG SPILLTIR FJÖLMIÐLAR ERU ÓVINIR FÓLKSINS!“ Af fullyrðingum sem þessum, frá manni í þessari stöðu, hafa menn áhyggjur, vítt og breitt um heim, en það er önnur umræða. Sjálfur staldraði Baldwin við þessi orð í viðtali við hlaðvarpið The Dworkin Report og viðurkenndi að í fyrsta skipti eftir að hann fór að túlka Trump fyndist honum sér ógnað. Ekki af forsetanum sjálfum eða yfirvöldum í landinu, heldur fylgjendum Trumps. „Trump gefur fólki merki, ekki endilega um hvað það eigi að gera, heldur hvernig því eigi að líða, og það er byrjunin. Þú byrjar á því að reita fólk til reiði, gera það pirrað og biturt og það leið- ir síðan til aðgerða,“ sagði Baldwin og bætti við að um- hugsunarvert væri hvort hlutverk hans í grínþætti gerði hann að óvini fólksins. Engum blöðum er um það að fletta að grín téðra spéfugla á kostnað Trumps er reglulega á gráu svæði – og hefur á köfl- um verið rætið. Óhætt er að fullyrða að enginn for- seti hefur fengið aðra eins útreið. Í þætti Fallons er til dæmis fastur liður sem kallast „Tölum eins og Trump“, þar sem stjórnandinn og gestir í sal velta sér upp úr mis- mælum forsetans. Á móti kemur að enginn annar forseti hefur verið á samfélagsmiðlum eða verið eins um- deildur í samfélaginu – og um allan heim. Hann hefur boðið upp í dans. Vel má skilja að Trump hafi ekki yndi af því að vera teiknaður upp sem örviti og sprellikarl í sjónvarpi; hann á börn, þar á meðal ungan son og ugglaust kemur spaugið við kaun- in á honum. En að æða með óánægju sína í fjölmiðla, er það embættinu samboðið? Ætti valdamesti maður í heimi ekki að hafa öðrum hnöppum að hneppa? Alla jafna væri svarið við þeirri spurningu augljóst en staðreyndin er sú að Donald Trump hefur haldið með allt öðrum hætti á embættinu en forverar hans. Hann er ólíkindatól sem lætur sig ekki muna um að stinga sér niður í þjóðlífinu þar sem honum sýnist. Æskileg þróun? Svari nú hver fyrir sig! Er Trump með spé- fuglaflensu? Fara spéfuglar yfir strikið í gríni sínu um Donald Trump og er það hlutverk forseta Bandaríkjanna að elta ólar við skemmtikrafta? Sú spurning hefur vaknað á ný eftir rimmu Trumps og Alecs Baldwins. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Alec Baldwin. Fyrsta starfið AFP Donald Trump hefur margsagst hafa húmor fyrir sjálfum sér. Bandaríkjaforseti virðist á hinn bóginn hafa minni húmor fyrir því að aðrir hafi húmor fyrir honum. Alltént fara ýmsir háðfuglar vestan hafs reglulega fyrir brjóstið á honum. VAT ÍKANIÐ Franz páfi hefur kallað þá sem stöðugt gagnrýna kaþólsku kirkjuna „lagsmenn kölska”. Í samtali við ítalska pílagríma sagði páfi kirkjuna alls ekki yfi r gagnrýni hafna en þegar hvorki ást né virðing fylgi henni sé fólk greinilega á bandi myrkrahöfðingjans. „Það er ekkert líf að ásaka, ásaka, ásaka,” sagði páfi . BANDARÍKIN Ellefu ára gamall piltur var handtekinn fyrr í mánuðinum í Flórída eftir að hann neitaði að rísa á fætur og taka þátt í athöfn þar sem bekkjarfélagar hans vottuðu ættjörðinni hollustu sína. Sam- kvæmt lögum ber fólki ekki að taka þátt í slíkum gjörningi en það kom ekki í veg fyrir að kennarinn hringdi í lögregluna sem tók piltinn í sína vörslu. KÍNA Feng Fenghui, fyrrverandi mannauðs- stjóri hersins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna spillingar. Feng var fundinn sekur um að hafa þegið mútur og mútað öðrum meðan hann sat í embætti og fyrir að sanka að sér óhófl ega miklum eignum. Eigur hans voru jafnframt gerðar upptækar. AFRÍKA Ný rannsókn, sem birtist í vísindatímaritinu Plos One, bendir til þess að mynstrið á sebrahestum rugli fl ug- ur í ríminu og letji þær til að tylla sér og fá sér bita. Fram kemur að fl ugur hagi sér eins innan um hesta og sebrahesta þangað til kemur að því að lenda á bakinu á þeim; þá kemur fát á þær sem bendir til þess að rendurnar trufl i einbeitingu þeirra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.