Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 LESBÓK MÁLMUR „Ég er fyrst og fremst málmhaus, síðan tón- listarmaður,“ segir Max Cavalera í samtali við vefmiðil- inn A&P-Reacts, spurður hvað brýni hann áfram eftir þrjátíu ár í bransanum með Sepultura, Soulfly, Cavalera Conspiracy og fleiri böndum. „Ég hef aldrei vaxið upp úr málmhausnum og finnst ég ennþá vera fimmtán ára í kjallaranum í Santa Tereza [hverfi í Belo Horizonte í Brasilíu] að hlusta á þungarokk. Satt best að segja lang- ar mig ekki að vaxa upp úr þessu; það er meðvituð ákvörðun að þroskast ekki. Einhverjum kann að þykja það galið en mér er slétt sama. Svo er alltaf jafn gaman að hitta aðdáendurna. Um daginn hitti ég hermann sem gaf mér medalíuna sína frá Írak. Hann hafði verið þar þrisvar og hlustað á Soulfly allan tímann. Það er svalt.“ Ennþá fimmtán ára Max gamli Cavalera hress að vanda. KVIKMYNDIR Breska leikkonan Lena Headey, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í sjónvarps- þáttunum Game of Thrones, kveðst í samtali við breska blaðið Sunday Times nokkuð viss um að sú staðreynd að hún neitaði að sofa hjá kvikmynda- framleiðandanum Harvey Weinstein á sínum tíma hafi hægt á ferli hennar. „Eftir að í ljós kom að hann er ógeðskarl, sem fleiri en ég hafa lent í, fór ég að velta fyrir mér hvort það að hafa ekki sofið hjá honum hafi skaðað feril minn í heil- an áratug. Áður en þetta átti sér stað vann ég í tvígang fyrir Miramax [fyrirtæki Weinsteins] en eftir það ekki söguna meir.“ Lena Headey leikur Cersei Lannister í GOT. AFP Andri og Hinrika alvarleg í bragði. Ófærð lýkur RÚV Lokaþáttur annarrar seríu Ófærðar er á dagskrá á sunnudags- kvöldið og spennan í hámarki. „Þórhildur er í mikilli hættu og Andri má ekki láta undan örvænt- ingunni. Hann verður að finna manninn sem rændi henni en fyrst þarf hann að kafa djúpt ofan í leyndarmálin sem umlykja fjöl- skylduna í dalnum,“ segir í kynn- ingu á heimasíðu RÚV. Það er eins gott fyrir áhorfendur að spenna sætisólarnar. SJÓNVARP SÍM- ANS The Truth About the Harry Quebert Affair nefnast spennu- þættir sem sýndir eru á sunnudags- kvöldum um þess- ar mundir. Þeir fjalla um virtan og vinsælan rithöf- und sem grunaður er um að hafa myrt fimmtán ára gamla stúlku fyr- ir meira en þrjátíu árum. Rithöf- undurinn, sem Patrick Dempsey leikur, gengst við því að hafa átt vingott við stúlkuna en harðneitar að hafa orðið henni að bana. Um leið og lögregla rannsakar málið fer vinur Queberts á stúfana í þeirri von að komast að sannleikanum. Morðrannsókn Patrick Dempsey STÖÐ 2 Níunda þáttaröðin af hin- um óborganlegu bandarísku spé- dramaþáttum Shameless er komin á fullan skrið að nýju eftir stutt hlé. Sem fyrr er hermt af ævintýrum hinnar litríku Gallagher-fjölskyldu, vina hennar og nágranna, og sem fyrr getur allt gerst. Það er engin tilviljun að þættirnir eru á dagskrá á síðkvöldi þegar blessuð börnin eru komin í háttinn. Allt getur gerst í Shameless. Skamm, skamm Fyrir tveimur árum kom nafniðMahershala Ali sjaldan uppþegar helstu kvikmynda- stjörnur þessa heims bar á góma og eflaust hafa einhverjir þurft að láta stafa það fyrir sig þegar maðurinn hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Moonlight, lítilli perlu sem laumaðist aftan að fólki. Aftur mætir Ali á Ósk- arshátíðina um helgina og margir spá því að hann snúi heim með annan Óskar; að þessu sinni fyrir bestan leik í aukahlutverki í Green Book. Ali leikur þar tónlistarmanninn dr. Don Shirley og hefur frammi- staðan þegar skilað honum Golden Globe-verðlaununum. Fari Ali með sigur af hólmi verður hann aðeins annar blökkumaðurinn í sögunni til að hreppa Óskarinn tvisvar og sá fljótasti til að næla sér í tvö stykki frá því Tom Hanks vann verðlaunin tvö ár í röð, 1994 og 1995. Þrátt fyrir nýfundna frægð er Ali enginn nýgræðingur á sviði leik- listar. Hann fagnaði 45 ára afmæli sínu á dögunum og hóf ferilinn í sjónvarpsþáttunum Crossing Jor- dan í blábyrjun aldarinnar. Fleiri sjónvarpsþættir fylgdu og smærri hlutverk í kvikmyndum á borð við The Curious Case of Benjamin But- ton, The Place Beyond the Pines og The Hunger Games, 1 og 2. Fyrir Moonlight var Ali þó líklega þekkt- astur fyrir að hafa leikið hinn stima- mjúka Remy Danton í sjónvarps- þáttunum Spilaborg (House of Cards) frá 2013-16. Hann sagði sig þó frá því verkefni þá leikar hæst stóðu til að gera lokaatlögu að því að verða burðarleikari í kvikmyndum. Hugboð hans virðist hafa verið rétt. Hann var einnig í Spider-Man: Into the Spider-Verse á síðasta ári og á dögunum var frumsýnd spennu- myndin Alita: Battle Angel með Ali í stóru hlutverki. Kann vel við sig í fortíðinni Því fer þó fjarri að Ali hafi sagt skilið við sjónvarpið en hann hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á rann- sóknarlögreglumanninum Wayne Hays í þriðju seríunni af True De- tective. Kappinn virðist kunna vel við sig í fortíðinni en Green Book gerist í byrjun sjöunda áratugarins og True Detective III hefst árið 1980 en skilar sér að vísu á endanum inn í nútímann. Í nýlegu samtali við breska blaðið The Guardian kveðst Ali hafa haft yndi af því að leika Don Shirley sem í raun og sann var til. „Honum tókst aldrei að brjótast út úr einangrun sinni vegna þess að hann hefur lík- lega verið á undan sínum samtíma. Manni verður hugsað til Michaels Jacksons, Prince og slíkra manna sem voru svo hæfileikaríkir og óvenjulegir að þeir urðu hálfpartinn að geimverum í huga okkar hinna,“ segir Ali í samtalinu. Dr. Shirley stekkur sjaldan bros í myndinni enda sætir hann slíkri meðferð í suðurríkjum Bandaríkj- anna í upphafi sjöunda áratugarins, þrátt fyrir hæfileika sína, að flestum væri líklega grátur í huga. Ali kveðst tengja vel við þetta enda hafi hann lengi verið meðvitaður um það hvernig fólk horfir á hann, hávaxinn, stæltan, þeldökkan karlmann. „Sumir finna til hræðslu þegar þeir sjá mig; finnst ég á einhvern hátt ógnandi,“ segir Ali og bætir við að hann hafi um tíma verið svo ósáttur við þetta að það hafi haft áhrif á orku hans þann daginn. Þess vegna var auðvelt að þvinga fram brosið í Green Book. „Það er bara hluti af taktíkinni sem svartur maður þarf að búa að þegar hann skimar veröld sem veit ekki hvernig hún á að bregðast við honum.“ Brosið gæti orðið afslapp- aðra um helgina. Mahershala Ali með SAGA-verðlaunin sem hann hlaut fyrir leik sinn í Green Book í síðasta mánuði. AFP Finnist ykkur Mahershala Ali vel í lagt, prófið þá fullt nafn leikarans, Mahershalal- hashbaz Ali, upphaflega Gil- more. Hann er af kristnu for- eldri og nafnið kemur beint úr hinni helgu bók. Ali er að mestu alinn upp hjá móður sinni en faðirinn yfirgaf þau til að freista gæfunnar í söng- leikjum á Broadway. Lítið samband var milli feðganna eftir það. Ali þótti hið kristna uppeldi íþyngjandi, sem varð til þess að hann sökkti sér í heimspeki og trúarbrögð. Niðurstaðan var sú að taka íslamstrú árið 2000 og breyta nafninu í Ali. „Þetta var lógískt þá en síðan kom 11. september,“ segir hann og viðurkennir að erfiðara hafi verið að vera múslimi í Bandaríkj- unum síðan. Gerðist múslimi Ali með eigin- konu sinni, Ama- tus Sami-Karim. Ali leikur á als oddi Eftir þungan róður framan af leiklistarferlinum er Mahershala Ali nú á allra vörum vestur í henni Hollywood. Og þykir líklegur til að bæta rós í hnappagatið þegar Óskarnum verður úthlutað í kvöld. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Refsað fyrir að sofa ekki hjá Weinstein

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.