Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 37
24.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar SJÓNVARP Kelsey Grammer, eða „Frasier“ eins og við köllum hann hér um slóðir, hvetur fólk til að fyrirgefa gamanleikkonunni Roseanne Barr fyrir rasísk ummæli sem hún lét falla um ráðgjafa Baracks Obama, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta. Hann ver ekki ummælin en seg- ir lífið of stutt til að refsa fólki fyrir mistök af þessu tagi. Þess utan séu framhaldsþættirnir, sem Barr átti að leika í, The Connors, ekkert sérstakir. „Það er eins og það vanti mikilvægan hlekk í keðjuna,“ segir hann við The Hollywood Reporter. Í sama viðtali útilokar Grammer ekki að Frasier snúi aftur í samnefndum gamanþáttum í náinni framtíð, þar myndi sagan þó hverfast meira, fengi hann að ráða, um son Frasiers, Frederick, sem nú væri að líkindum um þrítugt. Ber ekki sitt Barr Roseanne Barr heimsótti Jerúsal- em á dögunum. AFP MÁLMUR „John Lennon týndist í eina helgi, ég týndist í heilan áratug.“ Þetta segir gítar- leikarinn og Íslandsvinurinn Slash í samtali við breska blaðið The Guardian, þar sem hann rennir yfir feril sinn með Guns N’ Roses, Velvet Revolver og fleiri böndum. Þetta gerðist eftir að Slash hætti í GNR árið 1996 og stofnaði band sem fáir muna eftir, Snakepit. Slash rifjar einnig upp samstarf sitt við Lemmy heitinn Kilmister en goðsögn- in söng og samdi texta við lag hans, Dr. Alibi, árið 2010. „Við Lemmy smullum saman frá fyrstu stundu og vorum perluvinir upp frá því. Veröld mín er ekki sú sama án hans.“ Lennon týndist eina helgi, ég í áratug Slash með gítarinn á lofti. Búinn að finna sig. Reuters Áratugum saman stóð ég íþeirri meiningu að Húsið ásléttunni, eða Grenjað á gresjunni, eins og það var kallað í minni sveit, væri væmnasti þáttur sjónvarpssögunnar og lengra yrði lík- lega ekki komist í þeim efnum. Hverj- ar hörmungarnar á fætur öðrum gengu yfir Ingalls-fjölskylduna, þannig að ekki var þurr hvarmur hér í fásinninu milli klukkan 16.10 og 17 á sunnudögum um langt árabil og vasa- klútar seldust eins og heitar lummur. Stóð ekki Hugvekjan örugglega frá klukkan 16 til klukkan 16.10? Nú hafa þau stórtíðindi orðið að kominn er fram á sjónarsviðið væmn- ari sjónvarpsþáttur; þáttur sem lætur Húsið á sléttunni líta út eins ærsla- leik eftir Dario Fo. Hér er ég vita- skuld að tala um This Is Us, sem farið hefur sigurför um heiminn á undan- förnum misserum. Þátturinn er að sjálfsögðu bandarískur í húð og hár enda engin önnur þjóð þess umkomin að herja af slíkum þunga á tárakirtla blásaklauss fólks sem ekki má vamm sitt vita. Eins og Húsið á sléttunni er This Is Us fjölskyldudrama. Hvers vegna eru menn hættir að íslenska þátta- heiti? This Is Us gæti hæglega verið „Hér erum við“ eða „Af okkur“, eða eitthvað í þá áttina. Eða jafnvel „Í blíðu og stríðu“, í anda gömlu þýðing- anna. En það er svo sem önnur saga. Líf þessa fólks er allt með mestu ólíkindum; við liggur að Kennedy- arnir séu stálheppið kyn við hliðina á Pearson-fjölskyldunni. Hjónin missa barn við fæðingu, eitt af þremur, en næla sér í annað í staðinn, af allt öðr- um húðlit. Það veldur að vonum gleði en um leið erfiðleikum. Síðan lifir pabbinn af eldsvoða en deyr seinna um kvöldið úr hjartaáfalli – vegna þess að hann andaði að sér of miklum reyk þegar hann bjargaði hundinum á elleftu stundu úr logunum. Svo er það Bakkus; hann eltir karl- peninginn á röndum. Systirin er með böggum hildar vegna yfirþyngdar og hressi gaurinn, sambýlismaður syst- urinnar, gengur fyrir geðlyfjum og án þeirra er sem hleypt sé úr honum. Allt raunsannar lýsingar og fram- vindan átakanleg á löngum köflum en væmnin liggur eins og mara yfir þessu öllu. Náði hámarki þegar mamman söng fyrir pabbann í bílnum úti á plani – svo hann vatnaði músum. Þetta er synd því margt er vel gert í This Is Us og skemmtilega að upp- byggingu staðið; eins og hvernig við fáum alltaf fyllri mynd af persónun- um gegnum tímaflakkið. En sættu þig bara við það, lagsi; maður horfir einfaldlega ekki á This Is Us nema með vasklútinn í annarri og ælupokann í hinni. Þétt var fléttan í Húsinu á sléttunni. AF VÆMNUM SJÓNVARPSÞÁTTUM Með vasaklútinn í annarri og ælu- pokann í hinni Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Á skjánum This Is Us hefur sópað að sér verðlaunum. Óhætt er að segja að hlutverk séra Jóhannesar Kragh, hins breyska guðsmanns í dönsku framhaldsþátt- unum Herrens veje, hafi breytt lífi leikarans Lars Mikkelsen til frambúðar. Þegar langt var liðið á aðra seríu þessara vinsælu þátta gekk Mikkelsen á fund prests og lét skíra sig inn í dönsku þjóðkirkjuna – kominn á sextugsaldurinn. Mikkelsen ólst upp hjá trú- lausum foreldrum sem að- hylltust kommúnisma og fannst kristnin og kirkjan lengi vel ekki koma sér við. Hann sá þó ekkert því til fyrirstöðu að taka hlutverk séra Kraghs að sér enda þurfa menn ekki að vera skoskir morðingjar til að leika Macbeth, eins og hann bendir á í samtali við breska blaðið The Guardian. „Til að byrja með skipti bakgrunnur minn engu máli þegar gera þurfti prestinn trúverðugan. En leiklistin er skrýtin skepna: að hluta til er hún þú sjálfur, að hluta til það sem stendur í handrit- inu og að hluta til það sem situr eftir úr rannsóknarvinnunni fyrir hlutverkið. Að lokum er allt komið í einn hrærigraut sem maður vill kunna skil á,“ segir Mikkelsen. Athöfnin var látlaus en leikarinn viðurkennir að þessi óvænta stefnubreyting í lífinu hafi komið fjölskyldu hans og vinum í opna skjöldu. „Ég veit ekki hvort þau hafa fellt sig við þetta ennþá. Veit satt best að segja ekki hvort ég hef gert það sjálfur. En því eldri sem maður verður þeim mun brýnna er að vera sjálfum sér samkvæmur. Þess vegna gerði ég þetta.“ Lars Mikkelsen með Emmy-verðlaunin sem hann hlaut á síðasta ári fyrir hlutverk prestsins í Herrens veje. AFP DANSKI LEIKARINN LARS MIKKELSEN Lét skíra sig eftir að hafa leikið prest Mikkelsen og Ann Eleonora Jørgensen í Herrens veje. DR1

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.