Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 19
24.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 hafi verið að því að einhverju leyti því ég fékk vissulega athygli og viðbrögð. Auðvitað er mað- ur að kalla eftir athygli; alveg eins og fólk gerir þegar það setur mynd á Instagram eða Face- book. Nú er það komið í staðinn,“ segir hún. „En þarna fékk ég útrás og það sem gaf mér svo mikið var að fá viðbrögð, ekki síst frá fólki sem var að ganga í gegnum eitthvað svipað. Það gaf mér svo mikið að upplifa að það sem ég var að gera hjálpaði fólki og stappaði í það stálinu. Ég fæ enn öðru hvoru falleg skilaboð og það gleður mig alltaf jafn mikið,“ segir Jóna, en enn í dag skrifar hún stundum pistla sem birtast á Smartlandinu. Bloggið gat af sér bók en árið 2008 kom út Sá einhverfi og við hin. Jóna útskýrir að útgefandi hafi haft samband vegna bloggsins og beðið hana um að skrifa bók. „Hann sagði að Þráinn Bertelsson rithöf- undur hefði lesið bloggið mitt og sagt sér að þarna væri bók. Mér fannst það mjög skemmtilegt. Bókin er í raun bloggfærslur lít- ið lagfærðar og svo skrifaði ég millikaflana þar sem ég segi frá ferlinu og greiningunni. Hún vakti athygli, alla vega hjá þröngum hópi fólks,“ segir Jóna og nefnir að fagfólk hafi vitnað í bókina. Virðingarleysi við báða hópa Þegar Ian var lítill var Jóna að berjast fyrir auknum réttindum fatlaðra. „Maður var sí- fellt í einhverri baráttu einhvers staðar,“ segir hún og segist ekki hætt þeirri baráttu. „Ég er með kenningu varðandi af hverju gengur svona illa að fá í gegn aukin réttindi og betri þjónustu fyrir ákveðna hópa, eins og t.d. fatlaða. Fyrst þegar Ian var á leikskóla bland- aði ég mér aðeins í kjarabaráttu þroskaþjálfa sem fóru í verkfall á þeim tíma. Svo kemur grunnskólinn; þá kom eitthvað annað. Það átti að loka Öskjuhlíðarskóla. Það vantaði sund- laug í skólann. Maður var alltaf á fundum í sí- felldri baráttu. Þetta var endalaust helvítis fokking fokk. Afsakið orðbragðið. Svo kemur að framhaldsskóla, og hvað er í boði þar? Fólk er svo þreytt; það hættir að berjast og nýir hópar taka við. Þeir þurfa að finna upp hjólið upp á nýtt. Ég til dæmis nenni ekki að berjast lengur fyrir réttindum fatlaðra barna í grunn- skóla. Næst á dagskrá hjá mér eru húsnæðis- mál fatlaðra einstaklinga. Þannig að mín kenn- ing er sú að það er alltaf verið að byrja aftur á byrjuninni af því það er ekki verið að keyra málin í gegn,“ segir hún. Hefur ekkert áunnist? Hvar finnst þér helst vanta upp á? „Ef ég tala um fatlað fólk almennt þá leiðist mér svakalega þegar verið er að setja líkam- lega fatlað fólk með fulla greind undir sama hatt og andlega fatlaða einstaklinga. Það er svo mikil einföldun og virðingarleysi við báða hópa. Núna má til dæmis ekki vera neitt hús- næði fyrir fatlaða nema það sé hjólastólaað- gengi. Það er fullt af fötluðu fólki sem er ekki í hjólastól. Af hverju má ekki gera upp gamalt húsnæði, taka öll þessi auðu hús og íbúðir sem standa hér út um allt, undir húsnæði fyrir fatl- aða? Það er komin einhver einstefna í þessum málum; og svo á að loka öllum sambýlum. Sum- um hentar best að búa á sambýli. Stefnan er núna íbúðarkjarnar sem er dásamlegt og hentar mörgum en alls ekki öllum. Þótt Ian sé ein- hverfur og vilji ekkert mikið vera að spjalla við fólk þá myndi ég aldrei vilja vita af honum í íbúð með engu miðjurými eða möguleikum á sam- veru íbúanna. Á hann bara að sitja einn í sínu koti með enga möguleika á örvun í gegnum mannleg samskipti? Það hentar ekki öllum það sama, þannig að af hverju á þá allt að vera eins? Hver er ástæðan fyrir því? Ég er búin að sitja á alls kyns baráttufundum og fannst gott það sem ein sagði: „það þurfa ekki alls staðar að vera upphengd klósett“. Við förum alltaf í öfgarnar. Það er verið að fækka búsetuúrræðum. Þessar reglur eru bara að hamla okkur,“ segir Jóna. Vantar einn gagnagrunn „Svo finnst mér vanta upplýsingagjöf. Það eiga allir að bera sig eftir björginni og oft skortir mann bara hugmyndaflug til að vita að hverju maður er að leita. Til dæmis komst ég bara að því í vikunni að til er sniðugur staður, Fjölsmiðj- an, sem býður upp á námskeið í listgreinum fyr- ir fatlaða. Þetta hefði aldeilis geta gert okkur líf- ið auðveldara, t.d. á sumrin þegar það detta út fjórar vikur í dagvistun. Það vantar einn gagna- grunn. Hvert á fólk að leita og hvað er í boði? Þegar fólk er að uppgötva að barn sé fatlað og er jafnvel í greiningarferli þá eru alls konar stríð sem það þarf að há. Og fólk hefur hvorki orku né getu til að bera sig eftir björginni. Þú ert bara að einbeita þér að því að þrauka frá degi til dags.“ Vitum að hann elskar okkur Heldurðu að Ian flytji einhvern tímann að heim- an? „Já, ég ætla rétt að vona það, en hann mun aldrei geta búið alveg einn. En reyndar er margt sem ég hef sagt um Ian að hann gæti aldrei gert, sem hefur reynst rangt. Þegar hann var í grunnskóla og kennararnir tilkynntu okk- ur að nú ætti að kenna Ian að lesa þá fannst mér bjartsýnin æði mikil. En það gerðu þeir og Ian er bæði læs og skrifandi. Hann les örugglega mikið meira en við gerum okkur grein fyrir og gúgglar mikið. Hann er mjög flinkur í tölvunni. Hann les ekki mikið bækur en les reyndar stundum bókina um sjálfan sig. Hann blaðar oft í henni og flettir líka alltaf blöðunum. Ég veit ekkert hvað hann er að lesa þar eða hversu mik- ið hann meðtekur.“ Jóna segist ekki vita hvenær komi að því að Ian flytji að heiman. „Ef það yrði hringt á morg- un með gott úrræði myndi ég sennilegast krumpast í fósturstellingu og fara í kvíðakast. Það er svo „scary“ tilhugsun. En á sama tíma þráum við hjónin að komast á þann stað í lífinu að geta farið umhugsunarlaust að heiman. Þetta er orðið svo langur tími að vera með ,,smá- barn‘‘,“ segir Jóna en nefnir að Ian fari eina viku í mánuði í skammtímavistunina Hólaberg og fer einnig til stuðningsfjölskyldu nokkra daga í mánuði. „Þessar pásur er náttúrulega geggjaðar.“ Þegar blaðamaður nefnir að lífið með Ian hafi sennilegast verið áskorun, segir Jóna allt geta gerst hjá fólki og enginn viti hvað gerist í lífinu. „Maður getur eignast heilbrigt barn sem veik- ist, lendir í slysi eða verður fíkill. Það er ekkert slétt og fellt hjá neinum. Þetta er bara okkar. Ég viðurkenni það alveg að það er gott að njóta þessarar viku sem hann er ekki heima og okkur finnst oft að við verðum að drífa okkur út að gera eitthvað. En stundum erum við bara heima í þögninni. Hann fór í Hólaberg í gær og ég þurfti ekkert að flýta mér heim. Svo kom Anna Mae heim og sagði: „vá, hvað það er hljótt hérna!“ Því hann er mjög hávær, en það eru bara gleðilæti. Hann syngur mikið og laglausari manneskju finnur þú ekki undir sólinni. Og hann syngur mjög hátt og stundum heyrir mað- ur ekki í sjálfum sér,“ segir Jóna og brosir. Hvernig er framtíðin hjá Ian? „Ian er glaður þegar hann fær að vera á sín- um forsendum. Ef hann fengi góðan stað til að búa á þá held ég hann gæti alveg verið ham- ingjusamur þar, eins og hann er heima. Hann er mjög heimakær sem gerir hlutina auðveldari því hann þarf ekki mikið til að vera glaður,“ segir Jóna og segir Ian geta verið afar ljúfan. „Við vitum að hann elskar okkur þótt hann sé ekki mikið að sýna það. Hann fer til dæmis allt- af með ljósmyndir af okkur, og hundunum líka, í Hólaberg og stillir því upp í herberginu sínu þar. Ég spyr hann stundum hvort hann sé litli strákurinn hennar mömmu og hann samþykkir það,“ segir Jóna og viðurkennir að það verði erf- itt að slíta á naflastrenginn þegar að því komi að litli stóri drengurinn hennar flytji að heiman. „Mér fannst ég ekki tengjast honum, eða hann mér. Þetta var einhver óút- skýrð tilfinning. Á einhverju tímabili fattaði ég hvað það var sem truflaði mig; við náðum aldrei augnsambandi. Hann horfði aldrei á mig,“ segir Jóna Á. Gísladóttir um son sinn Ian Ant- hony sem nú er 21 árs gamall. Morgunblaðið/Ásdís Ian Anthony er flinkur teiknari og teiknar mikið strumpana fríhendis. Ian er mikill áhugamaður um kvikmyndir. Hann skrifar niður kreditlista úr öllum bíómyndum sem hann horfir á og notar þá gjarnan sömu leturgerðirnar og notaðar eru í myndunum sjálfum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.