Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 35
24.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 13.-19. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 KvikaÞóra Hjörleifsdóttir 2 Barnið sem hrópaði í hljóðiJónína Leósdóttir 3 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 4 KambsmáliðJón Hjartarson 5 Sextíu kíló af sólskiniHallgrímur Helgason 6 Independent PeopleHalldór Laxness 7 EldrauninJørn Lier Horst 8 RoðabeinAnn Cleeves 9 Hulduheimar 5 – töfrafjalliðRosie Banks 10 Hulduheimar 6 – gliturströndRosie Banks 1 GangverkÞorvaldur S. Helgason 2 VetrarlandValdimar Tómasson 3 Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi 4 BragarblómRagnar Ingi Aðalsteinsson 5 HaustauguHannes Pétursson 6 SálumessaGerður Kristný 7 Ljóð muna röddSigurður Pálsson 8 Ellefti snertur af yfirsýnÍsak Harðarson 9 Öskraðu gat á myrkriðBubbi Morthens 10 Að ljóði muntu verðaSteinunn Sigurðardóttir Allar bækur Ljóðabækur Ég hef ekki lesið margar af bók- unum sem komu út núna fyrir jól, þær eru alltaf í útláni. Ég er samt búin með Ungfrú Ísland eftir Auði Övu fyrir svolitlu. Mér fannst hún allt í lagi, var ekki himinlifandi yfir henni eins og gagn- rýnendur. Ég hef les- ið fleiri bækur eftir hana, en ekki allar. Svo las ég Henny Hermanns eftir Margréti Blön- dal. Mér fannst gaman að lesa hana, hún hefur lifað ævin- týralegu lífi. Ég las líka Listamannalaun eftir Ólaf Gunn- arsson, en fannst lítið varið í hana. Þetta voru bara einhverjar fyll- eríssögur. Ég var ekki hrifin af henni. Ég er svolítið vand- lát. Ég er núna að lesa Að eilífu ástin eftir Fríðu Bonnie Andersen. Ég er ekki búin með hana, en mér finnst hún allt í lagi, er komin fram í miðja bók. ÉG ER AÐ LESA Dagný Þor- finnsdóttir Dagný Þorfinnsdóttir er bóka- vörður á Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir skömmu kom út ljóðabókinGangverk eftir Þorvald Sigur-björn Helgason og vert að geta þess að Þorvaldur hlaut Ný- ræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir handritið að bók- inni. Fyrsta bók Þorvaldar, Draumar á þvottasnúru, kom út í Meðgönguljóðaröð Partusar fyrir þremur árum, en hann er sjálfstætt starfandi rithöfundur og sviðshöf- undur og hefur víða birt skáldverk á síðustu árum. — Draumar á þvottasnúru fannst mér býsna góð bók, en þegar ég las hana aftur eftir að hafa lesið Gang- verk fannst mér þú hafa tekið mikl- um framförum sem ljóðskáld. „Það leið nú samt ekki langur tími á milli ljóðanna, en það gerist mikið á þeim tíma. Ég skrifaði fyrstu ljóðin í Gangverki rétt áður en Draumar á þvottasnúru kom út, en ég var klár- lega með skýrari mynd á því sem ég vildi gera með Gangverkið. Draumar á þvottasnúru var saman- safn af allskonar textum. Fyrsta uppkastið að henni var þannig að í mánuð skrifaði ég ljóð á hverjum degi og valdi svo það besta úr því. Í henni bjó ég til þráðinn eftirá, var í raun að tengja saman ljóð sem sam- in voru á ólíkum tímum og í ólíku hugarástandi en þegar ég var að skrifa Gangverk hafði ég alltaf strúktúrinn í huga. Ég ætlaði að fjalla um tiltekið málefni, um tiltek- inn tíma í lífi mínu og skrifaði því inn í þann strúktúr og strúktúrinn er mjög mikilvægur partur af bókinni.“ – Hvað var það sem vakti fyrir þér? „Mig langaði að segja sögu, mína sögu, og þetta er því mjög persónu- leg bók – stærsti hlutinn af henni er sannsögulegur, ég er ekkert að leyna því. Ég lenti í hjartastoppi þegar ég var fimmtán ára gamall að verða sextán, á fyrsta ári í mennta- skóla og á þeim tíma pældi ég ekkert mikið í því, ég hristi það bara af mér og hélt að ég væri kominn yfir það. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að ég fór að líta til baka og pæla aðeins meira í því og áttaði mig á að þetta hefði kannski haft aðeins meiri áhrif á mig en ég gerði mér grein fyrir þá. Ég fór svo að vinna verkefni tengd hjartastoppinu þegar ég var á sviðslistabraut í Listahá- skólanum, gerði til dæmis eina sýn- ingu sem hét Gangverk lífsins, sem var kannski einskonar forveri í leik- listarformi að ljóðbókinni Gangverki þó það hafi verið algerlega ótengt, ekki sama umfjöllunarefnið, en fjallað um hjartað í sviðslistarformi. Þegar ég byrjaði í ritlist var ég í áfanga hjá Gunnþórunni Guðmunds- dóttur sem fjallaði um skáldskap á mörkum, skáldskap sem er að nota ólíkar aðferðir og ólíka miðla, bland- ar þeim saman, og þá langaði mig að skrifa um mína reynslu og nýta raunverulegar heimildir, að nýta sjúkrasöguna mína. Ég hafði sam- band við lækninn minn, Hjört Odds- son, og fékk aðgang að læknabréfum og sjúkraskýrslum sem ég tvinnaði saman við ljóð. Það var langur að- dragandi að þessu en svo tók við tveggja ára ferli þar sem ég vann úr þessu öllu saman. Meginpartur verksins, sem heitir bara Gangverk, segir tíu ára sögu sem er römmuð inn af tveimur ljóð- um í byrjun og enda, 2007 og 2017. Innan þess er ég að vinna með þrjár ólíkar textatýpur; stutt dagbók- arbrot, ljóð með rómverskum tölu- stöfum sem eru skrifuð uppúr læknaskýrslum og svo prósaljóð sem eru persónulegri og ljóðrænni. Í lokin er svo Gáttaflökt sem er einskonar „remix“ af allri bókinni, þá var ég að endurvinna minn eigin texta sem var mjög skemmtilegt, gaf mér allt öðruvísi sjónarhorn á eigin skrif.“ – Kom eitthvað á óvart þegar þú fórst að rýna í læknaskýrslurnar? „Það sem mér fannst áhugaverð- ast við þessi læknabréf var tungu- málið sem þau eru skrifuð á, ein- hverskonar köldu klínísku máli, sum þeirra skrifuð í miklum flýti, illa stafsett og með miklu af lækna- slettum. Það var samt einhver áhugaverð ljóðræna í þessum bréf- um og það voru furðulega ljóð- rænar myndir sem komu og ég reyndi að grípa, tók setningar og orð og raðaði þeim saman, en ég var ekki mikið að breyta orðunum sjálf- um, tók þau og setti í nýtt sam- hengi. Sumt af því var eins og smásögur, til dæmis mjög nákvæm lýsing á at- burðarásinni þegar ég fór í hjarta- stopp og öllu umstanginu í kringum það. Það var mjög sjokkerandi að lesa það því ég hafði aldrei fengið svona nákvæma lýsingu á þessu. Mér fannst það skrýtið fyrst, en svo vandist ég því.“ – Þrátt fyrir allar staðreyndirnar þá er þetta ljóðabók og þú ert að yrkja og leika þér með hugmyndir; meðal annars kemur ástarsaga við sögu. „Það var líka eitthvað sem mig langaði að vinna með. Ég var að vinna með hjartað og hjartað er bæði líffæri og líka hugmynd, það er líka andlegt. Hjartað er bæði and- legt og hlutlægt og mig langaði að vinna með þessa tvíhyggju.“ Hjartað er bæði líffæri og hugmynd Í nýrri ljóðabók, Gangverki, sækir Þorvaldur S. Helgason hugmyndir í tvíhyggju hjartans sem er í senn andlegt og hlutlægt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þorvaldur Sigurbjörn Helgason yrkir um gangverk. Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURVEGARI Kaka ársins 2019 Sími 551 3083 Klapparstíg 3, 101 Reykjavík Þú færð sigurkökuna í Bernhöftsbakarí

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.