Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2019 HEILSA Hversu oft heyrir maður aðfebrúar sé leiðinlegastimánuður ársins? Oft. En þá er oft bent á að þetta er stysti mánuður ársins og því auðveldara að þreyja þorrann en t.d. í mánuði sem er með 31 degi. En vissulega er veðráttan rysjótt og dimmviðrið enn talsvert. En í febrúar höldum við líka þorrablótin og flestum finnst það nokkurt fjör – þótt ekki megi halda því fram að maturinn sem þar er borinn á borð sé í raun og veru góður (en hann er hollur eins og bent hefur verið á hér á þessum vettvangi áður). En það er annað sem fylgir febrúarmánuði. Sífellt fleiri verða brúnaþungir í ræktinni og það dregur meira að segja úr aðsókn- inni. Það kemur til af því að fólk springur á limminu og hin fögru heit sem gjarnan voru strengd við skál á gamlárskvöld, víkja fyrir freistingum hversdagsins. Algeng- asta ástæða þess að fólk heykist á því að léttast eða snúa mataræð- inu til betri vegar er ekki sú að fólk kolfalli eða fari algjörlega út af sporinu. Mun algengara er að smávægileg hliðarspor sem ekki samræmast hinum háleitu mark- miðum hafi svo neikvæð áhrif á staðfestuna að fólk hverfur alfarið frá því sem það ætlaði sér. Það er ekki rökrétt og ekki skynsamlegt, jafnvel þótt það sé skiljanlegt. Það þarf nokkuð einbeittan vilja til þess að snúa feilsporunum upp í styrkleika og líta á þau sem eðli- legan hluta af vegferðinni. En tak- ist manni að horfa þannig á hlut- ina eftir fyrsta „fallið“ þá er auðveldara í kjölfarið að rísa á fætur að nýju og tosast í rétta átt. Dæmi um feilspor sem ég hef tek- ið á síðustu sex mánuðum eru heilu dagarnir þar sem ég hef ekki aðeins borðað of mikið heldur allt- of mikla óhollustu. Ég hef stund- um fengið mér tvo, þrjá bjóra í góðra vina hópi og svo hefur mað- ur slugsast í gegnum æfingu – sem er að sjálfsögðu bannað. En af hverju ættu svona „uppákomur“ að eyðileggja fyrir manni þann ár- angur sem byggt hefur verið und- ir til langs tíma og oftast í góðu og heilbrigðu jafnvægi? Fall er fararheill! En til eru þeir sem halda því fram að maður eigi að líta á mistökin í þessum efnum sem tækifæri. Jafn- vel að þau séu nauðsynleg til að ná sem bestum árangri. Á þetta bendir Lisa Fields í nýlegum pistli á síðu Myfitnesspal. Þar gefur hún upp fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni. Í fyrsta lagi segir hún að með því að falla frá áramótaheitunum gefi það manni tækifæri til að viðurkenna ófullkomleika sinn. En hvernig getur það nýst manni í raun? Jú, hún vísar í rannsóknir sem benda til þess að fólk með fullkomnunaráráttu nái síður markmiðum sínum en hinir sem sýni meiri sveigjanleika gagnvart sjálfum sér og öðrum. Í öðru lagi getur „fallið“ opnað augu manns fyrir því sem maður hefur áorkað fram að mistökunum. Markmiðið sem sett var, og maður hefur ekki náð, er væntanlega þess eðlis að það næst ekki án fyrirhafnar og erfiðis. Það er þá einnig þess eðlis að manni getur orðið á, eða að maður eigi ekki alltaf sinn besta dag. Michael Jordan tapaði stundum leik, og þegar Tiger Woods var upp á sitt besta átti hann stundum herfilega hringi. En kannski voru það bestu stundirnar á ferlinum þegar upp var staðið. Mistökin gáfu þeim, líkt og þau geta gefið okkur sem strögglum í heilsuræktinni, tæki- færi til að staldra við, sjá hvað við höfum gert vel – og um leið hvernig við getum til lengri tíma litið náð markmiðunum sem við brennum fyrir. En þriðja atriðið sem Lisa nefn- ir er einnig mjög mikilvægt. Líkt og ég hef áður nefnt getur það tekið talsverða orku að halda fók- us og tryggja þá staðfestu til lengri tíma sem nauðsynleg er til að ná stærri markmiðum. Með mistökum og þeirri upplifun að maður hafi ekki náð settu marki getur maður fengið tækifæri til að endurstilla sig og finna aftur eld- móðinn, sem stundum kulnar óþarflega mikið. Fjórða atriðið og ekki síður mikilvægt er sú staðreynd að þeg- ar við bregðumst þá gefur það okkur tækifæri til að „eiga“ nýtt upphaf. Það þekkja þeir sem stundað hafa langhlaup. Þegar lagt er af stað í maraþoni er nær ómögulegt að byrja að telja niður frá km 42. Nauðsynlegt getur reynst að brjóta verkefnið niður í smærri einingar. Þannig getur t.d. verið gott að hlaupa hálft mara- þon, og við það mark hefjast handa við nýtt viðfangsefni, að hlaupa annað eins, 21,1 km. Kannski er ekki ástæða til að örvænta Markmiðasetning er eitt fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að raunverulegum árangri. En kann að vera að það þjóni góðum tilgangi að víkja frá áramótaheitunum? Til eru þeir sem halda því óhikað fram. Getty Images/iStockphoto Þótt leiðin sé löng og torsótt má ekki láta hug- fallast þótt manni skriki fótur öðru hverju. Meðalmaðurinn neytir tuga kílóa af sykri á ári hverju. Rann- sóknir sýna að í þróuðum löndum getur þessi neysla auðveldlega stað- ið í ríflega þremur tugum kílóa og þarf ekki að fjöl- yrða um áhrif þess. Sé hitaein- ingafjölda í slíku sykurmagni dreift á daga ársins jafngildir það 260 hitaeiningum á dag. En vandinn við sykurinn er margþættur. Í fyrsta lagi er hann ótrúlega góður á bragðið, í öðru lagi er hann ávanabind- andi og í þriðja lagi er hann að finna í svo ótrúlega mörgum fæðutegundum. En með því að sneiða hjá sykri getur maður náð tals- verðum árangri þegar kemur að þyngdarstjórnun. En það getur líka aukið á vellíðan, þótt ótrúlegt megi virðast, því með því að draga úr neyslunni kem- ur maður einnig meira jafnvægi á líkamsstarfsemina. Eftir nokk- urn tíma án mikils sykurs er minni hætta á að maður finni fyrir þreytu á daginn og þannig mætti lengi telja. Fyrir nokkrum árum rakst ég á bókina Sugar De- tox eftir Jess Lo- mas (konan mín keypti hana og gaf mér). Þar er lagt upp plan þar sem maður getur á 30 dögum horfið frá sykur- neyslunni og notið alls þess góða sem af því leiðir. Með bókina að vopni hefur mér nokkrum sinnum tekist, um lengri eða skemmri tíma, að sneiða hjá sykri og þá er miðað við fæðu sem hefur minna en 5% sykurinnihald. Það tekur dálítinn tíma að koma sér í gírinn og þar getur Myfitness- pal orðið mjög að liði. Ég held, miðað við þyngdar- mælinguna að þessu sinni og hversu stutt er eftir af átakinu, að ég þurfi núna að draga úr sykrinum. Ég dusta því rykið af Lomas. BÖLVALDURINN SYKUR Þumalputtaregla Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 85,0 kg 84,3 kg Upphaf: Vika 23: Vika 24: 18.128 33.589 14.529 12.623 4 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 27,6% Kolvetni 35,2% Fita 37,2% Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Lifandi áferðin í ítölsku kalkmálningunni okkar gefur heimilum hlýju og tímalausan karakter

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.