Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.03.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Kynntu þér afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is. Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. Veður víða um heim 6.3., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Hólar í Dýrafirði -3 skýjað Akureyri -4 léttskýjað Egilsstaðir -4 snjókoma Vatnsskarðshólar 2 skýjað Nuuk -1 alskýjað Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 4 rigning Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -4 skýjað Lúxemborg 9 rigning Brussel 11 rigning Dublin 7 skýjað Glasgow 8 rigning London 11 skúrir París 10 rigning Amsterdam 10 rigning Hamborg 10 skúrir Berlín 10 heiðskírt Vín 12 heiðskírt Moskva -6 heiðskírt Algarve 15 rigning Madríd 10 rigning Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 18 heiðskírt Róm 15 heiðskírt Aþena 17 heiðskírt Winnipeg -14 snjókoma Montreal -10 snjókoma New York -4 léttskýjað Chicago -7 heiðskírt Orlando 11 heiðskírt  7. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:15 19:04 ÍSAFJÖRÐUR 8:24 19:05 SIGLUFJÖRÐUR 8:07 18:48 DJÚPIVOGUR 7:46 18:32 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Austan 10-18 m/s sunnan- og vestan- lands, hvassast syðst, skýjað með köflum og dálítil él og hiti 0 til 5 stig, en hægari vindur og víða létt- skýjað nyrðra og eystra og frost 0 til 8 stig. Austan 10-18 m/s og dálítil snjókoma allra syðst fram eftir degi. Hiti 0 til 4 stig syðst, en annars frost 0 til 8 stig og kaldast inn til landsins. Harðnandi frost í kvöld, einkum í innsveitum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er á vöktum á dýpkunarskip- inu Dísu við dýpkun Landeyjahafn- ar. Markmiðið er að Herjólfur geti flutt sig þangað sem fyrst en hann hefur siglt til Þorlákshafnar í vetur. Rekstrarstjóri Herjólfs varar við bjartsýni um að skipið geti siglt þangað á næstunni. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þarf að dæla burtu um 20 til 25 þúsund rúmmetrum af efni úr hafnarmynninu og innsiglingunni. Vegagerðin telur að það taki nokkra daga að ljúka því verki og bindur vonir við Herjólfur geti farið að sigla í Landeyjahöfn á næstu dögum, ef veður á annað borð leyfir. Mars var erfiður í fyrra Gunnlaugur Grettisson, rekstrar- stjóri Herjólfs, er ekki bjartsýnn á að skipið geti siglt mikið til Land- eyjahafnar í þessum mánuði. Hann bendir á að spáð sé öldugangi á föstudag og þá stöðvist dýpkun. Hann minnir á að Herjólfur hafi siglt sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn 5. mars á síðasta ári en hafi ekki getað notað höfnina sautján daga það sem eftir lifði mánaðarins. Ekki hafi náðst að dýpka nóg og einnig hafi sjólag verið óhagstætt. Nýtt skip og nýr rekstraraðili taka við siglingum til Eyja eftir að nýr Herjólfur kemur til landsins. Var áformað að skipið hæfi áætlunarsigl- ingar undir lok mánaðarins en ljóst er að það dregst eitthvað fram í apríl vegna tafa við afhendingu skipsins, jafnvel lengur. Nýja skipið á að henta betur til siglinga í Landeyja- höfn en það gamla. „Mikið yrði ég glaður ef við næð- um að sigla einhverjar ferðir í Land- eyjahöfn á lokaspretti okkar í þess- um rekstri en vara við of mikilli bjartsýni um það,“ segir Gunnlaugur og vísar til reynslu síðustu ára. Dísa annast upphafsdýpkun Björgun ehf. hefur samning um dýpkunina og notar við það dýpkun- arskipið Dísu sem er mun afkasta- minna skip en belgíska skipið sem notað hefur verið síðustu ár. Ekki er talin þörf á að dýpka utan hafnar og þess vegna er dýpkunarskipið Sóley ekki í notkun við Landeyjahöfn við upphafsdýpkun í ár. Óvíst hvenær höfnin verður opnuð Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum.  Dæla þarf 20-25 þúsund rúmmetrum úr innsiglingunni til Landeyjahafnar  Dýpkunarskipið Dísa notað við verkið  Rekstrarstjóri Herjólfs varar við bjartsýni um að höfnin komist fljótt í gagnið Landeyjahöfn » Herjólfur hefur stundum far- ið fyrstu ferðir í Landeyjahöfn í mars en stöðugar siglingar hafa þó yfirleitt ekki getað haf- ist fyrr en í apríl eða maí. » 2018 var fyrsta ferð 5. mars og nokkuð stöðugar siglingar voru frá 29. mars. » 2017 hófust siglingar í Land- eyjar 7. mars og nokkuð stöð- ugar eftir 13. apríl. » 2016 hófust siglingar 15. apríl og 1. maí árið 2015. Blikkrás á Akureyri hefur efnt til söngkeppni samhliða heimsóknum barna á öskudaginn allt frá árinu 1989, eða í 30 ár. Oddur Helgi Hall- dórsson, blikksmíðameistari í Blikkrás, sagði að þeim hefði fund- ist áhugi fyrir öskudeginum alltaf vera að minnka á Akureyri og fyrirtækin ekki gert neitt til að við- halda þessari hefð. „Við auglýstum í fjölmiðlum og báðum börn að koma til okkar. Þau væru velkomin. Mörgum fannst það furðuleg tiktúra. Skemmst er frá því að segja að ekki liðu mörg ár þar til að önnur fyrirtæki fóru að auglýsa líka og taka betur á móti börnunum,“ sagði Oddur. Allir starfsmenn Blikkrásar leggja niður hefðbundna vinnu frá 7.30 til hádegis á öskudag. Þeir taka á móti börnunum og skipa dómnefnd sem dæmir í söngkeppn- inni. Börnin fá góðgæti, sem und- anfarin ár hefur verið harðfiskur. Auk þess hafa þrjú bestu liðin feng- ið pitsuveislu í boði Blikkrásar. Í til- efni af 30 ára afmælinu fengu fimm lið pitsuveislu í gær. Oddur sagði að ekki væri tekið tillit til búninga þegar dæmt væri á milli liða því aðstæður barnanna gætu verið misjafnar. Ekki hefur heldur verið gefið upp í hvaða sæt- um sigurliðin lentu, heldur er til- kynnt hvaða lið fá pitsuveislu. Á árum áður komu yfir 600 börn í Blikkrás á öskudaginn þegar mest var. Starfsmönnum finnst heldur hafa dregið úr aðsókninni hin síðari ár. „Það hefur verið gaman að fylgjast með krökkunum koma ár eftir ár, þar til þau urðu fullorðin. Svo fóru þau að koma aftur með börnin sín lítil og fara sennilega að birtast hér bráðlega með ömmu- og afabörnin,“ sagði Oddur. Þau sem syngja best fá pitsuveislu Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Öskudagur Magnús Máni Harðarson sló köttinn úr tunnunni og fékk að launum inneign á Glerártorg á Akureyri og nammi. Oddur Helgi hjá Blikkrás (t.h.) hefur glatt börn á öskudaginn i 30 ár og var umkringur barnaskara í gær.  Blikkrás á Akureyri heldur upp á öskudaginn Inflúensa A var staðfest hjá 21 ein- staklingi í 9. viku ársins, sem er fækkun miðað við undanfarandi vik- ur, samkvæmt frétt hjá Embætti landlæknis. Þar af greindust 13 með inflúensu A(H1N1) og átta með inflúensu A(H3N2). Inflúensa A(H3N2) virðist algengari hjá eldri kynslóðinni en inflúensa A(H1N1) hefur oftar verið staðfest hjá börn- um og miðaldra fólki. Aðeins tveir hafa greinst með inflúensu af B- stofni í vetur. Fjórtán leituðu á Landspítala með staðfesta inflúensu, sem er fækkun borið saman við und- anfarandi viku, þar af voru 10 inni- liggjandi. Til heilsugæslunnar og á bráða- móttöku leituðu 145 með einkenni inflúensu, sem er fækkun miðað við vikuna á undan. Enn er töluvert um staðfesta RSV-veirusýkingu en hún var stað- fest hjá níu í síðustu viku. Morgunblaðið/Sverrir Inflúensa Færri tilfelli greindust í 9. viku en undanfarandi vikur. Það dregur úr flensunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.