Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 07.03.2019, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Undanfarna daga hefur verið unnið að því í gróðurhúsi Skógræktarinnar að Mógilsá að stinga í bakka græðlingum af úrvalsklónum alaskaaspar með áherslu á ryðþol. Klónarnir verða settir í beð á Tumastöðum í Fljótshlíð og mögulega víðar um land og notaðir sem móðurefni til ræktunar á ösp. „Þetta starf er liður í því að fjölga hraustari einstaklingum af ösp, sem hafa meðal annars meiri mótstöðu gegn asparryðinu. Einnig má horfa á þetta sem lið í því stóra verkefni að auka skógrækt í landinu til kolefnisbindingar því að auk sitkagrenis er alaskaösp sú trjáteg- und sem bindur mest kolefni í íslenskum skógum,“ segir á vef Skógræktarinnar. Klónar sóttir í Hrosshaga Alls var safnað efni af 27 klónum og var efnið sótt í safn í Hrosshaga í Biskupstungum. Klón- arnir hafa flestir aukið þol gagnvart asparryði samanborið við marga af gömlu íslensku klón- unum sem verið hafa í ræktun. Nýju klónarnir vaxa einnig hraðar en flestir gömlu klónarnir. Þessi efniviður er afrakstur kynbótastarfs sem Halldór Sverrisson hefur stýrt um árabil. Þegar efninu hafði verið safnað var það klippt niður í græðlinga og því stungið í bakka í gróðurhúsinu á Mógilsá. Það sem afgangs varð verður sent norður að Vöglum í Fnjóskadal, þar sem græðlingum verður einnig stungið í bakka. Áætlað er að græðlingarnir verði í gróðurhúsi í um tvo mánuði. Á meðan verður fylgst með laufgun allra klóna og skráð hvern- ig hverjum og einum klóni vegnar. Mikilvægt að prófa víðar Þegar dag fer að lengja og birtuskilyrði verða orðin ákjósanleg verða plönturnar flutt- ar í starfstöð Skógræktarinnar að Tuma- stöðum í Fljótshlíð. Þar er stefnt að því að teknir verði sumargræðlingar sem mögulega verði tilbúnir til afhendingar í haust. Græð- lingarnir verða svo settir niður í beð á Tuma- stöðum og trén sem vaxa upp af þeim notuð í móðurefni á komandi árum. Vonast er til að eitthvað af þessum græð- lingum verði sett niður á öðrum stöðum á land- inu líka. Það er mikilvægt því að þessir klónar hafa ekki verið prófaðir í öðrum landshlutum, að því er fram kemur á skogur.is Fjölga „ofuröspum“ með græðlingum  Efni af úrvalsklónum var safnað í Hrosshaga  Liður í því að fjölga hraustari einstaklingum Ljósmynd/Skógræktin/Bjarki Þór Kjartansson Ræktun Jóhanna Ólafsdóttir og Halldór Sverrisson, sérfræðingar á rannsóknasviði Skógrækt- arinnar, við vinnu með stiklingana úr Hrosshaga í gróðurhúsinu á Mógilsá. Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið í skaðabótamáli Ástu Krist- ínar Andrésdóttur hjúkrunarfræð- ings, sem fór fram á fjórar millj- ónir í skaðabætur eftir að hafa verið sýknuð af ákæru um mann- dráp af gáleysi. Ásta Kristín var ákærð fyrir manndráp af gáleysi í kjölfar þess að sjúklingur á Landspítalanum sem var í hennar umsjá lést í byrj- un október 2012. Héraðsdómur sýknaði Ástu Kristínu af ákærunni í desember 2015. Höfðaði hún skaðabótamálið gegn ríkinu í framhaldinu og fór fram á fjórar milljónir í bætur. Tók á sig ábyrgð að ósekju Skaðabótakrafan var byggð á því að starfsmenn ríkisins, einkum lögreglumenn sem komu að rann- sókn málsins, hafi gert mistök við upphaf málsins sem hafi leitt til þess að Ásta Kristín tók á sig ábyrgð á andláti sjúklingsins að ósekju. Héraðsdómur sýknaði ríkið af skaðabótakröfunni 29. nóvember 2017. Ásta Kristín áfrýjaði málinu til Landsdóms, sem staðfesti dóm héraðsdóms og sýknaði ríkið. Þeim dómi var svo skotið til Hæsta- réttar, sem dæmdi í málinu í vik- unni. Í niðurstöðu Hæstaréttar kom fram að ekki væri hægt að sanna það að íslenska ríkið hefði brotið gegn frelsi eða æru hennar í skiln- ingi skaðabótalaga. Því skyldi hinn áfrýjaði dómur Landsréttar vera óraskaður og var ríkið því sýknað af kröfum Ástu. Málskostnaður greiðist úr ríkissjóði. Fær ekki skaða- bætur frá ríkinu  Höfðaði mál eftir að hafa verið sýkn- uð af ákæru um manndráp af gáleysi Morgunblaðið/Jón Pétur Dómsmál Ásta Kristín Andrés- dóttir hjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.