Morgunblaðið - 07.03.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
Óli Björn Kárason alþingismaðurbendir á það hér í blaðinu í gær
að það skipti launafólk meira máli
„hvaða hugmyndafræði sveitar-
stjórnir vinna eftir við álagningu
skatta og gjalda en hvaða stefnu
ríkissjóður hefur á hverjum tíma.
Útsvarsprósentan
skiptir láglaunafólk
a.m.k. meira máli en
hvað ríkið ákveður
að innheimta í tekju-
skatt.“
Hann bætir þvívið að launa-
fólk greiði meira í
útsvar til sveitarfé-
laga en í tekjuskatt
til ríkisins, eða 193
milljarða á móti 139
milljörðum, að teknu
tilliti til barna- og
vaxtabóta.
Óli Björn skrifar: „Launamaðurmeð 300 þúsund krónur í mán-
aðarlaun greiðir helmingi meira í
útsvar en í tekjuskatt til ríkisins ef
hann greiðir þá nokkuð, að teknu til-
liti til bóta. Þannig hefur skatta-
stefna sveitarfélaga meiri áhrif á
ráðstöfunartekjur launafólks en
stefna ríkisins í álagningu tekju-
skatts. Lagfæringar á tekjuskatts-
kerfi ríkisins bera takmarkaðan ár-
angur gagnvart þeim sem hafa lág
laun.“
Það kemur þess vegna ekki áóvart að formaður VR skuli
fagna kjarapakkanum sem sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn gerðu til-
lögu um og fól í sér lækkun útsvars
og ýmissa gjalda.
Því miður kemur ekki heldur áóvart að borgarstjóri skuli kalla
tillögurnar „lýðskrum“ og „bull“.
Hann má ekki til þess hugsa að
þurfa að draga úr óráðsíu og sóun
hjá borginni.
Ragnar Þór
Ingólfsson
193 milljarðar,
139 milljarðar
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Saltkjöt og baunir njóta mikilla vin-
sælda ef marka má sölu réttarins á
veitingastað IKEA. Um 5.500 mál-
tíðir voru seldar á sprengidag, þar af
voru um 3.400 skammtar af saltkjöti
og baunum. IKEA hafði auglýst að
hægt yrði að fá þessa forláta máltíð
fyrir 492 krónur eða túkall og mættu
302 með gamla túkalla til þess að
greiða fyrir matinn. Þá mætti „einn
með tvær eldgamlar krónur,“ að sögn
Þórarins Ævarssonar, fram-
kvæmdastjóra IKEA.
„Þetta gekk bara brjálæðislega vel,
þetta var vonum framar. Veðrið spil-
ar eitthvað inn í þetta, stundum hefur
þetta verið á óveðursdögum og þá
dettur allt niður. Það var blíða í gær
[þriðjudag] þannig að veðrið truflaði
engan og það var bara ga-ga að gera
frá opnun og sturlað um kvöldið. Það
var biðröð [frá matsölustaðnum] inn í
barnadeild,“ segir Þórarinn.
Framkvæmdastjórinn segir mál-
tíðina selda á kostnaðarverði. „Þessi
dagur er nú bara einu sinni á ári og
um að gera að halda í hann. Það kom
skemmtilega á óvart hversu mörg
ungmenni mættu og fengu sér að
borða, það er gaman að getað haldið
hefðinni við.“ Spurður hvort það
hvetji ungt fólk til þess að tileinka sér
hefðbundnar matarvenjur að bjóða
lágt verð svarar Þórarinn játandi.
„Ég held það sé alveg borðleggjandi.“
Hann segir marga skólakrakka
mæta til þess að snæða á veitingastað
IKEA, en ekki síður erlenda gesti og
aðflutta. „Við erum með um hundrað
erlenda starfsmenn og mér sýndist
flestir hafa borðað þetta með bestu
lyst.“
Saltkjöt og
baunir, túkall
3.400 skammtar seldir í IKEA
Morgunblaðið/RAX
Sprengidagur 302 greiddu fyrir
saltkjöt og baunir með túkalli.
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
VOR 2019
Guðni Einarsson
Andri Yrkill Valsson
Þröskuldi upp á 20% þátttöku hefur
þegar verið náð í einhverjum hópum
í atkvæðagreiðslum um verkfalls-
boðanir Eflingar hjá 40 hótelum og
öllum fyrirtækjum í hópbifreiða-
akstri á félagssvæði stéttarfélagsins.
„Þetta er að vinnast mjög vel,“ sagði
Viðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Eflingar.
Atkvæðagreiðslan er rafræn en
einnig er hægt að kjósa utan kjör-
fundar. Kosningabíll Eflingar ekur á
milli vinnustaða þar sem fólk getur
kosið, að sögn Viðars. Á kjörskrá eru
1.133 hótelstarfsmenn, 404 bílstjórar
hjá hópferðafyrirtækjum og 91 hjá
Almenningsvögnum Kynnisferða.
Kosið er um sjö tillögur um vinnu-
stöðvanir, tvær á hótelum, þrjár hjá
Almenningsvögnum Kynnisferða og
tvær í hópbifreiðaakstri. Kosningin
hófst á á mánudaginn var og lýkur
klukkan 23.59 laugardaginn 9. mars.
Framar vonum hjá VR
Þátttaka í atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun hjá félagsmönnum
VR sem hófst í fyrradag hefur verið
framar vonum, að sögn Ragnars
Þórs Ingólfssonar, formanns VR.
Atkvæðagreiðsla snýst um að-
gerðir sem beinast að 20 hótel- og
hópbifreiðafyrirtækjum og munu ná
til um 1.000 félagsmanna. Krafist er
20% þátttöku svo atkvæðagreiðslan
sé gild og fyrsta sólarhringinn náði
þátttakan þegar 15%, að sögn Ragn-
ars. Atkvæðagreiðslan stendur yfir
til 12. mars.
„Þetta er mun betri útkoma en við
þorðum að vona, sérstaklega í ljósi
þess að við eigum eftir að halda fleiri
fundi með starfsfólki á þeim stöðum
sem aðgerðirnar ná til. Miðað við þá
stemningu sem við skynjum í okkar
baklandi þá finnst mér það gefa til
kynna að líkurnar á því að aðgerð-
irnar verði samþykktar séu miklar,“
sagði Ragnar.
Efling og VR kjósa um verkföll